Innlent

Fjögur alvarleg mistök á Landspítalanum það sem af er ári

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
"Atvik telst alvarlegt ef sjúklingur verður fyrir - eða hefði getað orðið fyrir, svo miklum skaða að af hlýst eða hefði getað hlotist varanlegur miski eða dauði,“ segir Páll
"Atvik telst alvarlegt ef sjúklingur verður fyrir - eða hefði getað orðið fyrir, svo miklum skaða að af hlýst eða hefði getað hlotist varanlegur miski eða dauði,“ segir Páll Visir/Egill Aðalsteinsson
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sendi frá sér yfirlýsingu í dag um „alvarleg atvik“ sem verða innan veggja spítalans í kjölfar mistaka heilbrigðisstarfsfólks.

Pistilinn birti Páll í kjölfar fréttar sem birtist í fréttablaðinu í dag. Þar var greint frá því að ríkið greiði börnum manns sem lést árið 2012 vegna mistaka starfsmanns Landspítalans, miskabætur. Starfsmaðurinn sem annaðist manninn var sýknaður af ákæru fyrir manndráp af gáleysi árið 2016. Málið vakti mikla athygli í fjölmiðlum.

Í yfirlýsingunni greinir Páll frá því að á hverju ári verði 12 til 16 „alvarleg atvik“ í kjölfar mistaka starfsmanna Landspítalans, fjögur slík atvik hafa orðið á þessu ári. „Atvik telst alvarlegt ef sjúklingur verður fyrir - eða hefði getað orðið fyrir, svo miklum skaða að af hlýst eða hefði getað hlotist varanlegur miski eða dauði,“ segir Páll í pistlinum.

Páll segir Landspítalann hafa verið í sérstakri „öryggisvegferð frá árinu 2011 og unnið ötullega að innleiðingu öryggismenningar“. „Öryggismenning þarf að vera „réttlát“ og umræðan opin og hispurslaus“, segir Páll. Hann fjallar um hve mikilvægt sé að starfsmenn þori að stíga fram og ræða um það sem fer úrskeiðis án þess að óttast það að vera refsað fyrir mistök sín.

Hvorki náðist í Pál né aðstoðarmann hans við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×