Erlent

Nautahlaupshátíðin hefst í Pamplóna

Andri Eysteinsson skrifar
Mikill fjöldi fólks leggur leið sína á San Fermín hátíðina árlega.
Mikill fjöldi fólks leggur leið sína á San Fermín hátíðina árlega. Getty/Pablo Blazquez Dominguez
Hin árlega nautahlaupahátíð, San Fermín, í Pamplona hófst í dag með hinum árlega Chupinazo flugeld sem marka upphaf níu daga veislu sem nær hámarki með nautahlaupinu sjálfu.

Um það bil 800,000 manns leggja leið sína til Pamplona ár hvert, flestir til þess að fylgjast með mönnum hlaupa 850 metra langa hlaupabraut á undan nautum. Hátíðin hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarin ár. Dýraverndunarsamtök sækja hátíðina reglulega og vekja athygli á aðbúnaði dýranna og pyntingum nauta til skemmtunar, til að mynda í nautaötum.

Þá hefur hátíðin aukið við öryggisgæslu í hátíðinni eftir kynferðisbrot undanfarin ár, þá fór hæst hópnauðgun árið 2018. Gerendurnir kölluðu sig úlfahjörðina og voru dæmdir í fimmtán ára fangelsi 21. júní síðastliðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×