Frumvarpsdrög um námsstyrkjakerfi birt Gígja Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 21:37 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir nýtt námsstyrkjakerfi boða lægri skuldsetningu og aukið jafnræði hjá námsmönnum. VÍSIR/VILHELM Frumvarpsdrög nýrra laga um námsstyrkjakerfi Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (Sín) hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lagt til að innleiða námsstyrkjafyrirkomulag samhliða námslánum. Þetta kemur fram til tilkynningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Lægri skuldsetning og jafnræði milli námsmanna eykst Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir drögin boða róttæka breytingu á núverandi fyrirkomulagi sem muni stuðla að lægri skuldsetningu námsmanna að námi loknum. „Þetta er mikilvægt skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar,“ segir hún. Hún segir nýtt kerfi stuðla að bættri námsframvindu háskólanema og betri nýtingu fjármuna í menntakerfinu. „Námsaðstoð ríkisins verður gagnsærri, staða þeirra námsmanna sem þurfa á frekari styrkjum að halda sökum félagslegra aðstæðna verður efld,“ segir ráðherra.Niðurfelling af höfuðstól námsláns og framfærslustyrkur fyrir barnafólk Meðal helstu breytinga í frumvarpinu geta lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma fengið námsstyrk sem nemur 30% niðurfellingu af höfuðstól námsláns þeirra. Framfærslustyrkur verður veittur fyrir námsmenn sem eiga börn. Heimildir verða veittar til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námsmanna sem búa og starfa í brothættum byggðum og vegna tiltekinna námsgreina svo sem starfs- og verknáms eða kennaranáms. Þá munu lánin greiðast með mánaðarlegum afborgunum í stað tveggja afborgana á ári og fá þeir sem ljúka námi fyrir 35 ára aldur val um hvort endurgreiðslan verði tekjutengd eða með jöfnum greiðslum og hvort lánið verði greitt með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi.Hægt er að lesa tilkynningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í heild hér. Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Frumvarpsdrög nýrra laga um námsstyrkjakerfi Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (Sín) hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lagt til að innleiða námsstyrkjafyrirkomulag samhliða námslánum. Þetta kemur fram til tilkynningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Lægri skuldsetning og jafnræði milli námsmanna eykst Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir drögin boða róttæka breytingu á núverandi fyrirkomulagi sem muni stuðla að lægri skuldsetningu námsmanna að námi loknum. „Þetta er mikilvægt skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar,“ segir hún. Hún segir nýtt kerfi stuðla að bættri námsframvindu háskólanema og betri nýtingu fjármuna í menntakerfinu. „Námsaðstoð ríkisins verður gagnsærri, staða þeirra námsmanna sem þurfa á frekari styrkjum að halda sökum félagslegra aðstæðna verður efld,“ segir ráðherra.Niðurfelling af höfuðstól námsláns og framfærslustyrkur fyrir barnafólk Meðal helstu breytinga í frumvarpinu geta lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma fengið námsstyrk sem nemur 30% niðurfellingu af höfuðstól námsláns þeirra. Framfærslustyrkur verður veittur fyrir námsmenn sem eiga börn. Heimildir verða veittar til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námsmanna sem búa og starfa í brothættum byggðum og vegna tiltekinna námsgreina svo sem starfs- og verknáms eða kennaranáms. Þá munu lánin greiðast með mánaðarlegum afborgunum í stað tveggja afborgana á ári og fá þeir sem ljúka námi fyrir 35 ára aldur val um hvort endurgreiðslan verði tekjutengd eða með jöfnum greiðslum og hvort lánið verði greitt með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi.Hægt er að lesa tilkynningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í heild hér.
Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira