Frumvarpsdrög um námsstyrkjakerfi birt Gígja Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 21:37 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir nýtt námsstyrkjakerfi boða lægri skuldsetningu og aukið jafnræði hjá námsmönnum. VÍSIR/VILHELM Frumvarpsdrög nýrra laga um námsstyrkjakerfi Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (Sín) hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lagt til að innleiða námsstyrkjafyrirkomulag samhliða námslánum. Þetta kemur fram til tilkynningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Lægri skuldsetning og jafnræði milli námsmanna eykst Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir drögin boða róttæka breytingu á núverandi fyrirkomulagi sem muni stuðla að lægri skuldsetningu námsmanna að námi loknum. „Þetta er mikilvægt skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar,“ segir hún. Hún segir nýtt kerfi stuðla að bættri námsframvindu háskólanema og betri nýtingu fjármuna í menntakerfinu. „Námsaðstoð ríkisins verður gagnsærri, staða þeirra námsmanna sem þurfa á frekari styrkjum að halda sökum félagslegra aðstæðna verður efld,“ segir ráðherra.Niðurfelling af höfuðstól námsláns og framfærslustyrkur fyrir barnafólk Meðal helstu breytinga í frumvarpinu geta lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma fengið námsstyrk sem nemur 30% niðurfellingu af höfuðstól námsláns þeirra. Framfærslustyrkur verður veittur fyrir námsmenn sem eiga börn. Heimildir verða veittar til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námsmanna sem búa og starfa í brothættum byggðum og vegna tiltekinna námsgreina svo sem starfs- og verknáms eða kennaranáms. Þá munu lánin greiðast með mánaðarlegum afborgunum í stað tveggja afborgana á ári og fá þeir sem ljúka námi fyrir 35 ára aldur val um hvort endurgreiðslan verði tekjutengd eða með jöfnum greiðslum og hvort lánið verði greitt með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi.Hægt er að lesa tilkynningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í heild hér. Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Frumvarpsdrög nýrra laga um námsstyrkjakerfi Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (Sín) hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lagt til að innleiða námsstyrkjafyrirkomulag samhliða námslánum. Þetta kemur fram til tilkynningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Lægri skuldsetning og jafnræði milli námsmanna eykst Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir drögin boða róttæka breytingu á núverandi fyrirkomulagi sem muni stuðla að lægri skuldsetningu námsmanna að námi loknum. „Þetta er mikilvægt skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar,“ segir hún. Hún segir nýtt kerfi stuðla að bættri námsframvindu háskólanema og betri nýtingu fjármuna í menntakerfinu. „Námsaðstoð ríkisins verður gagnsærri, staða þeirra námsmanna sem þurfa á frekari styrkjum að halda sökum félagslegra aðstæðna verður efld,“ segir ráðherra.Niðurfelling af höfuðstól námsláns og framfærslustyrkur fyrir barnafólk Meðal helstu breytinga í frumvarpinu geta lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma fengið námsstyrk sem nemur 30% niðurfellingu af höfuðstól námsláns þeirra. Framfærslustyrkur verður veittur fyrir námsmenn sem eiga börn. Heimildir verða veittar til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námsmanna sem búa og starfa í brothættum byggðum og vegna tiltekinna námsgreina svo sem starfs- og verknáms eða kennaranáms. Þá munu lánin greiðast með mánaðarlegum afborgunum í stað tveggja afborgana á ári og fá þeir sem ljúka námi fyrir 35 ára aldur val um hvort endurgreiðslan verði tekjutengd eða með jöfnum greiðslum og hvort lánið verði greitt með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi.Hægt er að lesa tilkynningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í heild hér.
Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira