Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. Fundurinn vakti miklar athygli fyrir þær sakir að grínistinn og fyrrum þáttastjórnandinn Jon Stewart var einn þeirra sem kom fram fyrir hönd viðbragðsaðilana og gagnrýndi þingmenn harðlega.
Sjá einnig: Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn
Fjölskylda Alvarez tilkynnti um andlát hans í Facebook-færslu á laugardag. Þau sögðu hann hafa tekið örlög sín í sátt með það í huga að hann hefði snert við mörgum þegar hann deildi sögu sinni. Hann hafði lagt ýmislegt á sig til þess að vekja athygli á málstaðnum en stuttu eftir að hann kom fyrir nefndina tilkynntu læknar honum að lifrin hans væri hætt að starfa og hann var lagður inn á spítala.
„Nú er ég að hvílast og er friðsæll. Ég mun halda áfram að berjast þar til Guð góður ákveður að minn tími sé kominn. Ég mun reyna að fara í nokkur viðtöl til viðbótar til þess að halda athyglinni á baráttu okkar fyrir bótunum sem við eigum réttilega skilið. Vinsamlegast farið vel með ykkur sjálf og hvort annað,“ skrifaði Alvarez í Facebook-færslu þann 19. júní.