Ástin á yfirvigtinni Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Sumarið 2002 varð ég mamma þegar dásamleg dóttir fæddist í upphafi HM í fótbolta. Næturmjaltirnar fóru saman við leikjaplan í Japan og Suður-Kóreu og allt var eins og það átti að vera. Móðurhlutverkið breytti lífinu og hvernig ég skynjaði aðstæður (hættur alls staðar), hvernig ég svaf (svaf ekki) og sem mamma veit ég að til er ást sem er engri annarri lík. Stærsta breytingin varð þó vitaskuld á því hvernig ég pakka fyrir ferðalög. Sem mamma finnst mér notalegt að líta yfir farþegahópinn í flugtaki og vita að ég er með lyf og hitalækkandi stíla fyrir allan hópinn. Með ferðaapótekinu mínu hef ég unnið með hugmyndafræði lækna án landamæra og er með allar stærðir plástra og sárabinda, verkjalyf og hitalækkandi, magasýrutöflur, smyrsli og kælandi krem, bómullargrisjur og sótthreinsi. Ég vil getað líknað sjúkum og gæti í sjálfu sér framkvæmt einfaldari skurðaðgerðir í flugi. Eftir að fréttir af flugdólgum tóku að berast er ég alltaf með rúllu af sterku límbandi meðferðis. Við mæðgur flugum í vikunni með 50 kíló af fatnaði á áfangastað þar sem við klæðumst sundbol. Saumaboxið er meðferðis þar sem ég er með nál, skæri, nælur og auðvitað tvinna í helstu grunnlitum. Við erum með snyrti- og hárvörur og ýmis hreinsandi töfrakrem upp á nokkur kíló. Og ég er með flísatöngina ef erfiða hárið kemur. Móðurhlutverkið hefur kennt mér nokkrar lexíur. Ein er að sumt er bara eins og það er. Það veitir mér til dæmis djúpstæða hugarró að vera undir öll ósköp heimsins búin á ferðalagi; vetrarstorm, óvænt boð með áskilnaði um síðkjól og sjónvarpsförðun, eða bráðaaðgerð. Að loka blýþungum ferðatöskunum vitandi að ég er reiðubúin er hluti af ferðalaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Sumarið 2002 varð ég mamma þegar dásamleg dóttir fæddist í upphafi HM í fótbolta. Næturmjaltirnar fóru saman við leikjaplan í Japan og Suður-Kóreu og allt var eins og það átti að vera. Móðurhlutverkið breytti lífinu og hvernig ég skynjaði aðstæður (hættur alls staðar), hvernig ég svaf (svaf ekki) og sem mamma veit ég að til er ást sem er engri annarri lík. Stærsta breytingin varð þó vitaskuld á því hvernig ég pakka fyrir ferðalög. Sem mamma finnst mér notalegt að líta yfir farþegahópinn í flugtaki og vita að ég er með lyf og hitalækkandi stíla fyrir allan hópinn. Með ferðaapótekinu mínu hef ég unnið með hugmyndafræði lækna án landamæra og er með allar stærðir plástra og sárabinda, verkjalyf og hitalækkandi, magasýrutöflur, smyrsli og kælandi krem, bómullargrisjur og sótthreinsi. Ég vil getað líknað sjúkum og gæti í sjálfu sér framkvæmt einfaldari skurðaðgerðir í flugi. Eftir að fréttir af flugdólgum tóku að berast er ég alltaf með rúllu af sterku límbandi meðferðis. Við mæðgur flugum í vikunni með 50 kíló af fatnaði á áfangastað þar sem við klæðumst sundbol. Saumaboxið er meðferðis þar sem ég er með nál, skæri, nælur og auðvitað tvinna í helstu grunnlitum. Við erum með snyrti- og hárvörur og ýmis hreinsandi töfrakrem upp á nokkur kíló. Og ég er með flísatöngina ef erfiða hárið kemur. Móðurhlutverkið hefur kennt mér nokkrar lexíur. Ein er að sumt er bara eins og það er. Það veitir mér til dæmis djúpstæða hugarró að vera undir öll ósköp heimsins búin á ferðalagi; vetrarstorm, óvænt boð með áskilnaði um síðkjól og sjónvarpsförðun, eða bráðaaðgerð. Að loka blýþungum ferðatöskunum vitandi að ég er reiðubúin er hluti af ferðalaginu.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar