Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Ari Brynjólfsson skrifar 20. júní 2019 06:00 Rafmagnshlaupahjól eru víða í borgum erlendis. Þau eru rekin af sérstökum fyrirtækjum sem rukka notendur í gegnum app. Getty/MarioGuti „Við erum mjög opin fyrir þessu. Rafmagnshlaupahjól eru algjörlega í takt við okkar stefnu um breyttar ferðavenjur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við sjáum þetta í borgum um allan heim að þetta er alltaf að verða stærri hluti af ferðamáta fólks. Þetta er að verða algengara og algengara hér heima líka,“ segir Sigurborg. Víða í borgum erlendis er hlaupahjól af þessu tagi að finna á götuhornum þar sem hver sem er getur gripið eitt slíkt. Hlaupahjólin eru virkjuð með appi þar sem greidd er skammtímaleiga sem miðast við ekna vegalengd. Hjólin kosta um 70 þúsund krónur hér á landi. Þau eru með tæplega 30 kílómetra drægi. Sigurborg telur svona hlaupahjól geta haft þó nokkur áhrif á umferðina í borginni, en þá þarf að huga að aðgengi. „Við sjáum fyrir okkur að svona hjól yrðu staðsett á fjölmennum strætisvagnastoppum, háskólum og stórum vinnustöðum. Svo eru margir sem vilja bara eiga sitt hjól.“ Borgin myndi ekki reka þjónustuna. „Við erum ekki búin að semja við neinn aðila eins og er, að minnsta kosti ekki enn þá. En vonandi breytist það í sumar,“ segir Sigurborg. Ef einhver byði sig fram þá þyrfti að skoða með hvaða hætti boðið yrði upp á hlaupahjólin.Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar.„Sumir segja að það sé best að hafa þau á sérstökum stöndum, eins og við þekkjum með WOWreiðhjólin. Á meðan segja aðrir best að hafa þau þar sem notendur skilja við þau, þar getur sá næsti sótt sér hlaupahjól. Það eru bæði kostir og gallar við báða þessa möguleika,“ segir Sigurborg sem telur veðurfar ekki eiga að koma í veg fyrir notkun slíkra hjóla í Reykjavík. „Það er ekki snjóþyngra hjá okkur en í öðrum borgum þar sem þetta er í boði. Það er meira að segja kaldara í Ósló oft og tíðum,“ segir Sigurborg. Á suðvesturhorninu séu vetur stundum snjóléttir. Kippa mætti hjólunum inn er illa viðrar. Það eru f leiri sveitarfélög en Reykjavík sem eru opin fyrir rafmagnshlaupahjólum. „Við höfum ekki rætt rafmagnshlaupahjól neitt sérstaklega en það er markmið okkar að opna fyrir annan samgöngumáta en bara bílinn. Þetta rímar vel við það,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar. „Við höfum verið að vinna nýtt stígaskipulag á Akureyri. Það er ekki komið til framkvæmda enn þá, en við erum að horfa til stofnstíga sem fylgja ekki endilega stofnbrautunum. Þannig verður hægt að komast hraðar milli staða án þess að nota bíl. Þá verður hægt að nota hjól, hjólabretti eða svona rafmagnshlaupahjól.“ Sigurborg segir rafmagnshlaupahjól eiga að vera hluta af orkuskiptunum sem ríkisstjórnin stefnir að. „Það er alltaf verið að tala um að skipta úr bensínbílum í rafmagnsbíla, það getur líka átt við rafmagnshlaupahjól.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
„Við erum mjög opin fyrir þessu. Rafmagnshlaupahjól eru algjörlega í takt við okkar stefnu um breyttar ferðavenjur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við sjáum þetta í borgum um allan heim að þetta er alltaf að verða stærri hluti af ferðamáta fólks. Þetta er að verða algengara og algengara hér heima líka,“ segir Sigurborg. Víða í borgum erlendis er hlaupahjól af þessu tagi að finna á götuhornum þar sem hver sem er getur gripið eitt slíkt. Hlaupahjólin eru virkjuð með appi þar sem greidd er skammtímaleiga sem miðast við ekna vegalengd. Hjólin kosta um 70 þúsund krónur hér á landi. Þau eru með tæplega 30 kílómetra drægi. Sigurborg telur svona hlaupahjól geta haft þó nokkur áhrif á umferðina í borginni, en þá þarf að huga að aðgengi. „Við sjáum fyrir okkur að svona hjól yrðu staðsett á fjölmennum strætisvagnastoppum, háskólum og stórum vinnustöðum. Svo eru margir sem vilja bara eiga sitt hjól.“ Borgin myndi ekki reka þjónustuna. „Við erum ekki búin að semja við neinn aðila eins og er, að minnsta kosti ekki enn þá. En vonandi breytist það í sumar,“ segir Sigurborg. Ef einhver byði sig fram þá þyrfti að skoða með hvaða hætti boðið yrði upp á hlaupahjólin.Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar.„Sumir segja að það sé best að hafa þau á sérstökum stöndum, eins og við þekkjum með WOWreiðhjólin. Á meðan segja aðrir best að hafa þau þar sem notendur skilja við þau, þar getur sá næsti sótt sér hlaupahjól. Það eru bæði kostir og gallar við báða þessa möguleika,“ segir Sigurborg sem telur veðurfar ekki eiga að koma í veg fyrir notkun slíkra hjóla í Reykjavík. „Það er ekki snjóþyngra hjá okkur en í öðrum borgum þar sem þetta er í boði. Það er meira að segja kaldara í Ósló oft og tíðum,“ segir Sigurborg. Á suðvesturhorninu séu vetur stundum snjóléttir. Kippa mætti hjólunum inn er illa viðrar. Það eru f leiri sveitarfélög en Reykjavík sem eru opin fyrir rafmagnshlaupahjólum. „Við höfum ekki rætt rafmagnshlaupahjól neitt sérstaklega en það er markmið okkar að opna fyrir annan samgöngumáta en bara bílinn. Þetta rímar vel við það,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar. „Við höfum verið að vinna nýtt stígaskipulag á Akureyri. Það er ekki komið til framkvæmda enn þá, en við erum að horfa til stofnstíga sem fylgja ekki endilega stofnbrautunum. Þannig verður hægt að komast hraðar milli staða án þess að nota bíl. Þá verður hægt að nota hjól, hjólabretti eða svona rafmagnshlaupahjól.“ Sigurborg segir rafmagnshlaupahjól eiga að vera hluta af orkuskiptunum sem ríkisstjórnin stefnir að. „Það er alltaf verið að tala um að skipta úr bensínbílum í rafmagnsbíla, það getur líka átt við rafmagnshlaupahjól.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira