Dýrara að urða sorp með grænum skatti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2019 19:45 Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að svokallaðir grænir skattar verði lagðir á urðun sorps. Með skattinum verður dýrara að urða sorp og um leið samkeppnishæfara að endurvinna. Losun gróðurhúsalofttegunda frá urðuðum úrgangi er um sjö prósent af losun áÍslandi. Með grænum skatti er markmiðið að mynda hvata til að flokka sorp. „Um er að ræða tvenns konar græna hvata. Annars vegar að leggja skatt á urðun sorps sem er í dag um sjö prósent af þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem íslensk stjórnvöld bera beina ábyrgð á,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Hins vegar stendur til að setja skatta á gös sem notuð eru í kælibúnaði og eru einnig ábyrg fyrir um sjö prósent af útlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að sögn Guðmundar.Með græna skattinum verður dýrara að urða sorp að sögn Guðmundar Inga.Fréttablaðið/ErnirUm er að ræða aðgerðir sem hvetja til umhverfisvænni hegðunar einstaklinga og fyrirtækja. Guðmundur vonar að aðgerðirnar skili sér í því að það dragi úr útlosun gróðurhúsalofttegunda og þar með minnkun loftlagsáhrifa. „Þetta eru að mínu mati mjög mikilvægar aðgerðir í umhverfismálum til að hvetja til þess að það verði flokkað meira. Með urðununni erum við að valda of mikilli útlosun gróðurhúsalofttegunda en með þessum skatti verður dýrara að urða og samkeppnishæfara að endurvinna,“ sagði Guðmundur Ingi. Þessi svokallaði græni skattur er hluti af tillögum í fjármálaáætlun sem var til umræðu í þinginu í dag. Von er á því að græni skatturinn verði innleiddur í skrefum á næsta og þar næsta ári. Alþingi Skattar og tollar Umhverfismál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að svokallaðir grænir skattar verði lagðir á urðun sorps. Með skattinum verður dýrara að urða sorp og um leið samkeppnishæfara að endurvinna. Losun gróðurhúsalofttegunda frá urðuðum úrgangi er um sjö prósent af losun áÍslandi. Með grænum skatti er markmiðið að mynda hvata til að flokka sorp. „Um er að ræða tvenns konar græna hvata. Annars vegar að leggja skatt á urðun sorps sem er í dag um sjö prósent af þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem íslensk stjórnvöld bera beina ábyrgð á,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Hins vegar stendur til að setja skatta á gös sem notuð eru í kælibúnaði og eru einnig ábyrg fyrir um sjö prósent af útlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að sögn Guðmundar.Með græna skattinum verður dýrara að urða sorp að sögn Guðmundar Inga.Fréttablaðið/ErnirUm er að ræða aðgerðir sem hvetja til umhverfisvænni hegðunar einstaklinga og fyrirtækja. Guðmundur vonar að aðgerðirnar skili sér í því að það dragi úr útlosun gróðurhúsalofttegunda og þar með minnkun loftlagsáhrifa. „Þetta eru að mínu mati mjög mikilvægar aðgerðir í umhverfismálum til að hvetja til þess að það verði flokkað meira. Með urðununni erum við að valda of mikilli útlosun gróðurhúsalofttegunda en með þessum skatti verður dýrara að urða og samkeppnishæfara að endurvinna,“ sagði Guðmundur Ingi. Þessi svokallaði græni skattur er hluti af tillögum í fjármálaáætlun sem var til umræðu í þinginu í dag. Von er á því að græni skatturinn verði innleiddur í skrefum á næsta og þar næsta ári.
Alþingi Skattar og tollar Umhverfismál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira