Dýrara að urða sorp með grænum skatti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2019 19:45 Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að svokallaðir grænir skattar verði lagðir á urðun sorps. Með skattinum verður dýrara að urða sorp og um leið samkeppnishæfara að endurvinna. Losun gróðurhúsalofttegunda frá urðuðum úrgangi er um sjö prósent af losun áÍslandi. Með grænum skatti er markmiðið að mynda hvata til að flokka sorp. „Um er að ræða tvenns konar græna hvata. Annars vegar að leggja skatt á urðun sorps sem er í dag um sjö prósent af þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem íslensk stjórnvöld bera beina ábyrgð á,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Hins vegar stendur til að setja skatta á gös sem notuð eru í kælibúnaði og eru einnig ábyrg fyrir um sjö prósent af útlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að sögn Guðmundar.Með græna skattinum verður dýrara að urða sorp að sögn Guðmundar Inga.Fréttablaðið/ErnirUm er að ræða aðgerðir sem hvetja til umhverfisvænni hegðunar einstaklinga og fyrirtækja. Guðmundur vonar að aðgerðirnar skili sér í því að það dragi úr útlosun gróðurhúsalofttegunda og þar með minnkun loftlagsáhrifa. „Þetta eru að mínu mati mjög mikilvægar aðgerðir í umhverfismálum til að hvetja til þess að það verði flokkað meira. Með urðununni erum við að valda of mikilli útlosun gróðurhúsalofttegunda en með þessum skatti verður dýrara að urða og samkeppnishæfara að endurvinna,“ sagði Guðmundur Ingi. Þessi svokallaði græni skattur er hluti af tillögum í fjármálaáætlun sem var til umræðu í þinginu í dag. Von er á því að græni skatturinn verði innleiddur í skrefum á næsta og þar næsta ári. Alþingi Skattar og tollar Umhverfismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að svokallaðir grænir skattar verði lagðir á urðun sorps. Með skattinum verður dýrara að urða sorp og um leið samkeppnishæfara að endurvinna. Losun gróðurhúsalofttegunda frá urðuðum úrgangi er um sjö prósent af losun áÍslandi. Með grænum skatti er markmiðið að mynda hvata til að flokka sorp. „Um er að ræða tvenns konar græna hvata. Annars vegar að leggja skatt á urðun sorps sem er í dag um sjö prósent af þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem íslensk stjórnvöld bera beina ábyrgð á,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Hins vegar stendur til að setja skatta á gös sem notuð eru í kælibúnaði og eru einnig ábyrg fyrir um sjö prósent af útlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að sögn Guðmundar.Með græna skattinum verður dýrara að urða sorp að sögn Guðmundar Inga.Fréttablaðið/ErnirUm er að ræða aðgerðir sem hvetja til umhverfisvænni hegðunar einstaklinga og fyrirtækja. Guðmundur vonar að aðgerðirnar skili sér í því að það dragi úr útlosun gróðurhúsalofttegunda og þar með minnkun loftlagsáhrifa. „Þetta eru að mínu mati mjög mikilvægar aðgerðir í umhverfismálum til að hvetja til þess að það verði flokkað meira. Með urðununni erum við að valda of mikilli útlosun gróðurhúsalofttegunda en með þessum skatti verður dýrara að urða og samkeppnishæfara að endurvinna,“ sagði Guðmundur Ingi. Þessi svokallaði græni skattur er hluti af tillögum í fjármálaáætlun sem var til umræðu í þinginu í dag. Von er á því að græni skatturinn verði innleiddur í skrefum á næsta og þar næsta ári.
Alþingi Skattar og tollar Umhverfismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira