Þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2019 18:07 Mikið hefur borið á því síðustu misseri að ungt fólk taki svokölluð smálán. Fréttablaðið/Valli Neytendasamtökin hafa tekið saman þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið til þess að vernda eigin hagsmuni gagnvart smálánafyrirtækjum. Það er mat Neytendasamtakanna að ekki megi innheimta kröfur sem bera ólöglega vexti.Bent er þó á að ekki sé öll smálán ólögleg en ólöglegt sé að krefjast hærri vaxta og annars kostnaðar en 54 prósent. Í annari færslu á vef samtakanna er tekið dæmi um einstakling sem var krafinn um 525 þúsund krónur í vexti vegna um 100 smálána sem hann tók, samtals að upphæð 1,9 milljónir króna.Útreikningar samtakanna sýna hins vegar að smálánafyrirtækjum sem veittu einstaklingnum lán hafi aðeins verið heimilt að innheimta 60 þúsund krónur í vexti. Því hafi hann greitt 465 krónu hærri vexti en leyfilegt var að innheimta. Hefur maðurinn gert kröfu um endurgreiðslu og nýtur hann liðsinnis Neytendasamtakanna. Í færslu á vef Neytendasamtakanna er neytendum bent á að möguleiki sé fyrir hendi að þeir sem hafi tekið smálán hjá Kredia, Múla, 1909, Hraðpeningum eða Smálánum gætu hafa greitt of mikið til baka og þannig átt inni hjá þeim peninga.Neytendur afturkalli sjálfvirka skuldfærsluheimild Hafa samtökin af þessu tilefni tekið saman þrjú skref sem smálántakendur geta stigið til verndar eigin hagsmunum. Hvetja þau lántakendur til að hafa samband við smálánafyrirtækin eða Almenna innheimtu til að krefjast upplýsinga um lánstíma, lánsfjárupphæðir, vexti og annan kostnað sem þeir hafi greitt. Má finna sniðmát af slíku bréfi í færslu samtakanna.Þá eru lántakendur hvattir til þess að ganga úr skugga um að smálánafyrirtækin hafi ekki sjálfvirka skuldfærsluheimild á bankareikningum viðskiptavina sinna. Í færslu Neytendasamtakanna má finna sniðmát af tölvupósti sem senda má á viðskiptabanka.?„Brögð eru að því að verið sé að skuldfæra af bankareikningum eða kreditkortum fólks háar upphæðir vegna smálánaskulda. Lántakar hafa gefið upp reikningsnúmer eða kortanúmer og einnig samþykkt skilmála með mjög óljósri skuldfærsluheimild sem ekki fær staðist lög. Þeir sem tekið hafa smálán ættu að hafa strax samband við bankann sinn og kortafyrirtæki og athuga hvort slíkt heimild er til staðar. Ef svo er þá ætti að loka henni strax. Athugið að hafa þessi samskipti skrifleg, þ.e í tölvupósti.“ Athugi eigin stöðu á vanskilaskrá Að lokum er neytendum bent á að ganga úr skugga um að þeir séu ekki á vanskilaskrá vegna smálána og aftur má finna sniðmát af tölvupósti sem senda má á Creditinfo. „Innheimtufyrirtækið hræðir fólk með hótunum um að skrá það á vanskilaskrá, greiði það ekki hina ólöglegu skuld. En það er auðvitað ekki heimilt að setja fólk á vanskilaskrá vegna ólögmætra lána. Creditinfo hefur staðfest að ekki verði skráð frekari vanskil á fólk vegna smálánaskulda nema höfuðstóll kröfunnar sé í vanskilum. Ef þú ert á vanskilaskrá vegna smálánaskuldar sendu þá póst á Creditinfo og farðu fram á að vera tekin af skrá.“Lesa má færsluna á vef Neytendasamtakanna hér. Neytendur Smálán Tengdar fréttir Smálánaþrotin námu hátt í hálfum milljarði Skiptum er lokið á þrotabúi fyrirtækjanna Smálána og Kredia sem bæði voru úrskurðuð gjaldþrota fyrir nokkrum árum. Lýstar kröfur í búin tvö námu á fimmta hundrað milljónum. Smálánaváin lifir enn úr dönsku skjóli. 30. apríl 2019 07:00 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Formaður starfshóps fékk óumbeðin SMS Formaður og meðlimur starfshóps ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja fengu óumbeðin SMS-skilaboð frá smálánafyrirtækjum. Innheimtufyrirtæki sem skráð er á Siglufirði svarar ekki erindum um starfshætti. 26. mars 2019 07:30 Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. 19. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Neytendasamtökin hafa tekið saman þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið til þess að vernda eigin hagsmuni gagnvart smálánafyrirtækjum. Það er mat Neytendasamtakanna að ekki megi innheimta kröfur sem bera ólöglega vexti.Bent er þó á að ekki sé öll smálán ólögleg en ólöglegt sé að krefjast hærri vaxta og annars kostnaðar en 54 prósent. Í annari færslu á vef samtakanna er tekið dæmi um einstakling sem var krafinn um 525 þúsund krónur í vexti vegna um 100 smálána sem hann tók, samtals að upphæð 1,9 milljónir króna.Útreikningar samtakanna sýna hins vegar að smálánafyrirtækjum sem veittu einstaklingnum lán hafi aðeins verið heimilt að innheimta 60 þúsund krónur í vexti. Því hafi hann greitt 465 krónu hærri vexti en leyfilegt var að innheimta. Hefur maðurinn gert kröfu um endurgreiðslu og nýtur hann liðsinnis Neytendasamtakanna. Í færslu á vef Neytendasamtakanna er neytendum bent á að möguleiki sé fyrir hendi að þeir sem hafi tekið smálán hjá Kredia, Múla, 1909, Hraðpeningum eða Smálánum gætu hafa greitt of mikið til baka og þannig átt inni hjá þeim peninga.Neytendur afturkalli sjálfvirka skuldfærsluheimild Hafa samtökin af þessu tilefni tekið saman þrjú skref sem smálántakendur geta stigið til verndar eigin hagsmunum. Hvetja þau lántakendur til að hafa samband við smálánafyrirtækin eða Almenna innheimtu til að krefjast upplýsinga um lánstíma, lánsfjárupphæðir, vexti og annan kostnað sem þeir hafi greitt. Má finna sniðmát af slíku bréfi í færslu samtakanna.Þá eru lántakendur hvattir til þess að ganga úr skugga um að smálánafyrirtækin hafi ekki sjálfvirka skuldfærsluheimild á bankareikningum viðskiptavina sinna. Í færslu Neytendasamtakanna má finna sniðmát af tölvupósti sem senda má á viðskiptabanka.?„Brögð eru að því að verið sé að skuldfæra af bankareikningum eða kreditkortum fólks háar upphæðir vegna smálánaskulda. Lántakar hafa gefið upp reikningsnúmer eða kortanúmer og einnig samþykkt skilmála með mjög óljósri skuldfærsluheimild sem ekki fær staðist lög. Þeir sem tekið hafa smálán ættu að hafa strax samband við bankann sinn og kortafyrirtæki og athuga hvort slíkt heimild er til staðar. Ef svo er þá ætti að loka henni strax. Athugið að hafa þessi samskipti skrifleg, þ.e í tölvupósti.“ Athugi eigin stöðu á vanskilaskrá Að lokum er neytendum bent á að ganga úr skugga um að þeir séu ekki á vanskilaskrá vegna smálána og aftur má finna sniðmát af tölvupósti sem senda má á Creditinfo. „Innheimtufyrirtækið hræðir fólk með hótunum um að skrá það á vanskilaskrá, greiði það ekki hina ólöglegu skuld. En það er auðvitað ekki heimilt að setja fólk á vanskilaskrá vegna ólögmætra lána. Creditinfo hefur staðfest að ekki verði skráð frekari vanskil á fólk vegna smálánaskulda nema höfuðstóll kröfunnar sé í vanskilum. Ef þú ert á vanskilaskrá vegna smálánaskuldar sendu þá póst á Creditinfo og farðu fram á að vera tekin af skrá.“Lesa má færsluna á vef Neytendasamtakanna hér.
Neytendur Smálán Tengdar fréttir Smálánaþrotin námu hátt í hálfum milljarði Skiptum er lokið á þrotabúi fyrirtækjanna Smálána og Kredia sem bæði voru úrskurðuð gjaldþrota fyrir nokkrum árum. Lýstar kröfur í búin tvö námu á fimmta hundrað milljónum. Smálánaváin lifir enn úr dönsku skjóli. 30. apríl 2019 07:00 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Formaður starfshóps fékk óumbeðin SMS Formaður og meðlimur starfshóps ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja fengu óumbeðin SMS-skilaboð frá smálánafyrirtækjum. Innheimtufyrirtæki sem skráð er á Siglufirði svarar ekki erindum um starfshætti. 26. mars 2019 07:30 Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. 19. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Smálánaþrotin námu hátt í hálfum milljarði Skiptum er lokið á þrotabúi fyrirtækjanna Smálána og Kredia sem bæði voru úrskurðuð gjaldþrota fyrir nokkrum árum. Lýstar kröfur í búin tvö námu á fimmta hundrað milljónum. Smálánaváin lifir enn úr dönsku skjóli. 30. apríl 2019 07:00
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00
Formaður starfshóps fékk óumbeðin SMS Formaður og meðlimur starfshóps ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja fengu óumbeðin SMS-skilaboð frá smálánafyrirtækjum. Innheimtufyrirtæki sem skráð er á Siglufirði svarar ekki erindum um starfshætti. 26. mars 2019 07:30
Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. 19. febrúar 2019 18:45
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent