Fjölda mála dagaði uppi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. júní 2019 06:00 Þingmenn fóru í sumarfrí í gær eftir afgreiðslu á fjármálaáætlun og fjármálastefnu. vísir/vilhelm Fjármálaáætlun 2020- 2024 og breytingar á fjármálastefnu 2018-2022 voru afgreiddar frá Alþingi í gær á síðasta degi þingsins fyrir sumarhlé. Fjármálaáætlun var samþykkt með atkvæðum stjórnarþingmanna en Píratar, Samfylkingin og Viðreisn voru á móti. Miðflokkur og Flokkur fólksins sátu hins vegar hjá. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði niðurstöðuna góða miðað við breyttar horfur í efnahagskerfinu. „Mjög snörp skil urðu í hagkerfinu hjá okkur við gjaldþrot WOW og aðrar slæmar fréttir af aflabrögðum á vormánuðum. Þetta leiddi til þess að tiltölulega nýlegar hagspár voru teknar til gagngerrar endurskoðunar.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði hins vegar vanta upp á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. „Það vantar kostnaðar- og ábatagreiningu. Það er ekkert gagnsæi í því hvað í rauninni stefna stjórnvalda þýðir hvað varðar þær fjárheimildir sem við erum að samþykkja hér.“ Eins og oft áður náðist ekki að ljúka meðferð allra þeirra mála sem ríkisstjórnin lagði fram á þessum þingvetri en forsætisnefnd Alþingis á líka eftir óafgreidd mál. Ekki hefur enn verið tekin endanleg afstaða til kvörtunar Ásmundar Friðrikssonar undan Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur en siðanefnd þingsins komst í maí að þeirri niðurstöðu í ráðgefandi áliti að Þórhildur Sunna hefði gerst brotleg við siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund. Samkvæmt svari forseta þingsins við fyrirspurn Fréttablaðsins verður málið á dagskrá forsætisnefndar fljótlega. Meðal frumvarpa sem enn eru óafgreidd við þinglok er frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Það er eina frumvarp stjórnarinnar sem tilbúið var til 2. umræðu auk tveggja frumvarpa sem tengjast þriðja orkupakkanum. Þjóðarsjóðsmálið var afgreitt úr nefnd 17. maí síðastliðinn. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið um málið og skilaði nefndin fjórum nefndarálitum í málinu; einu frá meirihluta og þremur frá fulltrúum í stjórnarandstöðu. Meðal stjórnarfrumvarpa sem enn voru til meðferðar í nefndum við þinglok var frumvarp menntamálaráðherra til heildarlaga um sviðslistir og frumvarp dómsmálaráðherra um þrengingu ákvæðis almennra hegningarlaga um hatursorðræðu. Nokkur stjórnarfrumvörp biðu þess einnig að komast á dagskrá þingsins og til þinglegrar meðferðar. Meðal þeirra var frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra laga um bætur vegna meiðyrða og fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra. Frumvörp falla niður í þinglok og þurfa að fara að nýju í gegnum þinglega meðferð á nýju þingi sé það enn vilji stjórnarinnar. Það sama gildir um fyrirspurnir þingmanna til ráðherra sem ekki hefur verið svarað í þinglok. Þeir þurfa að leggja þær fyrirspurnir fram að nýju vilji þeir á annað borð enn fá svör við þeim. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær var 162 fyrirspurnum þingmanna til ráðherra ósvarað. Ekki er þó loku fyrir það skotið að svör við einhverjum fyrirspurnum hafi borist þinginu síðsumars þegar ljúka á umræðu um þriðja orkupakkann Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir breyttan veruleika stjórnmála kalla á breyttar leikreglur. Taka þurfi mið af því að flokkar sem standi utan ríkisstjórnar hafi ekki samið um myndun stjórnarandstöðu. 20. júní 2019 06:00 Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. 20. júní 2019 20:30 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Fjármálaáætlun 2020- 2024 og breytingar á fjármálastefnu 2018-2022 voru afgreiddar frá Alþingi í gær á síðasta degi þingsins fyrir sumarhlé. Fjármálaáætlun var samþykkt með atkvæðum stjórnarþingmanna en Píratar, Samfylkingin og Viðreisn voru á móti. Miðflokkur og Flokkur fólksins sátu hins vegar hjá. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði niðurstöðuna góða miðað við breyttar horfur í efnahagskerfinu. „Mjög snörp skil urðu í hagkerfinu hjá okkur við gjaldþrot WOW og aðrar slæmar fréttir af aflabrögðum á vormánuðum. Þetta leiddi til þess að tiltölulega nýlegar hagspár voru teknar til gagngerrar endurskoðunar.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði hins vegar vanta upp á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. „Það vantar kostnaðar- og ábatagreiningu. Það er ekkert gagnsæi í því hvað í rauninni stefna stjórnvalda þýðir hvað varðar þær fjárheimildir sem við erum að samþykkja hér.“ Eins og oft áður náðist ekki að ljúka meðferð allra þeirra mála sem ríkisstjórnin lagði fram á þessum þingvetri en forsætisnefnd Alþingis á líka eftir óafgreidd mál. Ekki hefur enn verið tekin endanleg afstaða til kvörtunar Ásmundar Friðrikssonar undan Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur en siðanefnd þingsins komst í maí að þeirri niðurstöðu í ráðgefandi áliti að Þórhildur Sunna hefði gerst brotleg við siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund. Samkvæmt svari forseta þingsins við fyrirspurn Fréttablaðsins verður málið á dagskrá forsætisnefndar fljótlega. Meðal frumvarpa sem enn eru óafgreidd við þinglok er frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Það er eina frumvarp stjórnarinnar sem tilbúið var til 2. umræðu auk tveggja frumvarpa sem tengjast þriðja orkupakkanum. Þjóðarsjóðsmálið var afgreitt úr nefnd 17. maí síðastliðinn. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið um málið og skilaði nefndin fjórum nefndarálitum í málinu; einu frá meirihluta og þremur frá fulltrúum í stjórnarandstöðu. Meðal stjórnarfrumvarpa sem enn voru til meðferðar í nefndum við þinglok var frumvarp menntamálaráðherra til heildarlaga um sviðslistir og frumvarp dómsmálaráðherra um þrengingu ákvæðis almennra hegningarlaga um hatursorðræðu. Nokkur stjórnarfrumvörp biðu þess einnig að komast á dagskrá þingsins og til þinglegrar meðferðar. Meðal þeirra var frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra laga um bætur vegna meiðyrða og fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra. Frumvörp falla niður í þinglok og þurfa að fara að nýju í gegnum þinglega meðferð á nýju þingi sé það enn vilji stjórnarinnar. Það sama gildir um fyrirspurnir þingmanna til ráðherra sem ekki hefur verið svarað í þinglok. Þeir þurfa að leggja þær fyrirspurnir fram að nýju vilji þeir á annað borð enn fá svör við þeim. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær var 162 fyrirspurnum þingmanna til ráðherra ósvarað. Ekki er þó loku fyrir það skotið að svör við einhverjum fyrirspurnum hafi borist þinginu síðsumars þegar ljúka á umræðu um þriðja orkupakkann
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir breyttan veruleika stjórnmála kalla á breyttar leikreglur. Taka þurfi mið af því að flokkar sem standi utan ríkisstjórnar hafi ekki samið um myndun stjórnarandstöðu. 20. júní 2019 06:00 Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. 20. júní 2019 20:30 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59
Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir breyttan veruleika stjórnmála kalla á breyttar leikreglur. Taka þurfi mið af því að flokkar sem standi utan ríkisstjórnar hafi ekki samið um myndun stjórnarandstöðu. 20. júní 2019 06:00
Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. 20. júní 2019 20:30