Innlent

Sex sóttu um stöðu for­stjóra Heil­brigðis­stofnunar Suður­lands

Andri Eysteinsson skrifar
Forstjóri og mannauðsstjóri HSU fengu strax óháða sálfræðinga til að framkvæma athugun á málinu.
Forstjóri og mannauðsstjóri HSU fengu strax óháða sálfræðinga til að framkvæma athugun á málinu. vísir/vilhelm
Sex hafa sótt um stöðu forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en Herdís Gunnarsdóttir, núverandi forstjóri sækir ekki um stöðuna að nýju. Umsóknarfrestur rann út 18. júní síðastliðinn.?

Umsækjendur um stöðuna eru eftirfarandi:

Birgir Guðjónsson, deildarstjóri

Díana Óskarsdóttir, deildarstjóri

Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur

Harpa Þuríður Böðvarsdóttir, forstöðumaður

Ingunn Björnsdóttir, dósent

Sigurður Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri.

Heilbrigðisráðuneytið auglýsti stöðuna lausa til umsóknar í lok maí. Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára að undangengnu mati hæfnisnefndar.

.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×