Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2019 14:30 Vísir Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, í Vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð. Voru þær ósammála um hvort að sérstakt teymi sem rannsaka á meint einelti sé „Rannsóknarréttur“ eða samkvæmt „skýrum og gagnsæjum ferlum“.Í vikunni greindi Vigdís frá því að eineltis- og áreitniteymi Ráðhúss og miðlægrar stjórnsýslu hafi borist kvartanir Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns fyrir hönd Helgu Bjargar Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Hún telur sig hafa orðið fyrir einelti af hálfu Vigdísar. Óskað var eftir rannsókn á því og farið fram á það við Vigdísi að hún tæki þátt í rannsókn um hvort það hafi átt sér stað.Vigdís hafnar ferlinu og hefur kallað teymið „Rannsóknarrétt Ráðhússins.“ Málið á sér talsverða sögu eftir að héraðsdómur dró til baka áminningu sem Helga Björg hafði veitt fjármálstjóra ráðhússins og var dómur héraðsdóms nokkuð harðorður. Vigdís tjáði sig um málið í fjölmiðum og sagði það vera „eineltismál innan ráðhússins.“ Þetta sætti Helga Björg sig ekki við. Ritaði hún forsætisnefnd bréf þar sem hún óskaði eftir því nefndin tæki til skoðunar hvort kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi brotið siðareglur sem þeim eru settar. Forsætisnefndin óskaði eftir áliti siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna málsins. Ásakanir vegna málsins gengu á víxl en meðal annars sendi Stefán Eiríksson, borgarritari borgarriti Vigdísi tölvupóst þann 10. ágúst þess efnis að hún hafi brotið trúnað er hún hafi á Facebook fjallað um umræðu sem fór fram á fundi borgarráðs 31. júlí á síðasta ári. Vigdís fór í kjölfarið fram á afsökunarbeiðni frá Helgu Björg og Stefáni vegna málsins.Helga Björg Ragnarsdóttir.Sagði málið vera dæmalausa þráhyggju Lítið hafði hins vegar heyrst um málið þangað til í vikunni, þegar fyrrgreint erindi barst Vigdísi. Málið var sem fyrr segir rætt í Vikulokunum og varð gestum heitt í hamsi við að ræða málið. Vigdís sagði málið vera dæmalausa þráhyggju af hálfu skrifstofustjórans. „Manneskja sem ég hef kannski séð á tveimur eða þremur fundum að hún saki mig um einelti. Það sjá allir að þetta er náttúrulega algjörlega sturlað. Þetta eru pólitískar ofsóknir. Það er búið að fara með málið inn í þennan farveg. Reykjavíkurborg, eitt sveitarfélaga, ásamt ríki er með þessar pólitísku ofsóknir, þennan Rannsóknarrétt Ráðhússins eins og ég kýs að kalla það,“ sagði Vigdís og vísað í áðurnefndan dóm héraðsdóms.„Ég segi af hverju var þessum dómi ekki áfrýjað úr því að þessi kona telur að héraðsdómur hafi haft rangt við. Restin er náttúrulega bara pólitískar ofsóknir á mig út af því að ég tók afstöðu með starfsmanni Reykjavíkurborgar. Það er skylda mín,“ sagði Vigdís.Var hún þá spurð að því hvort hún hafi í umræðu sinni um málið beint gagnrýni að persónu skrifstofustjórans, frekar en embættinu sjálfu.„Persónu? Þetta snýst um hana. Þetta snýst um persónu skrifstofustjórans. Þessi kona er skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Við erum ekki að tala um neitt smá embætti. Ef að þetta fólk ætlar að halda áfram að einelta mig með þessum hætti, pólitískar ofsóknir, þá verði því að góðu eins og ég hef áður sagt,“ svaraði Vigdís.Það verður seint sagt að fyrstu hluti kjörtímabilsins í Reykjavík hafi verið rólegur.Var Vigdís þá spurð að því hvort að hún teldi að það væri eitthvað í hennar framkomu í málinu sem hefði getað farið betur. „Að sjálfsögðu ekki. Ég hafna allri vinnu sem á að fara af stað nú í þessari nefnd. Ég kem ekki til með að mæta á fund. Enga engin lagastoð fyrir því sem verið er að fara af stað með gagnvart mér hjá Reykjavíkurborg, engin lagastoð. Vilji þetta fólk tala við mig, þá eru það dómstólar,“ sagði Vigdís en heyra mátti að hún bankaði í borðið til að legga áherslu á orð sín.Undarlegt og leiðinlegt mál Ballið byrjaði hins vegar fyrir alvöru þegar Dóra Björt fékk orðið en Vigdís greip ítrekað fram í fyrir henni. Var Dóra Björt spurt að því hvort all léki á reiðiskjálfi í Ráðhúsinu. „Já, mér finnst mjög undarlegt hvernig þetta mál hefur farið og bara virkilega leiðinlegt. Ég tel það vera andstætt við hlutverk Vigdísar sem kjörinn fulltrúi að vera að rífa niður innviði borgarinnar og tortryggja allt það góða fólk sem vinnur hjá borginni,“ sagði Dóra Björt áður en að Vigdís sagði ítrekað að þetta væri rangt. „Ég er með orðið Vigdís, ég beið á meðan þú talaðir. Afsakið mig Vigdís, má ég tala,“ sagði Dóra Björt þá ákveðið og hrifsaði með því til sín orðið aftur. „Ég reyni persónulega sem kjörinn fulltrúi að vera ekki að skipta mér af starfsmannamálum. Við fengum hérna álit siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á þessu máli. Við fengum erindi, við forsætisnefnd, frá téðri konu um þetta mál til þess að meta hvort þetta háttalag Vigdísar væri á móti siðareglum. Við vildum ekki sem forsætisnefnd taka afstöðu til þess. Við viljum ekki dæma okkar jafningja eða okkar samstarfsfólk,“ sagði Dóra Björt og vísaði þar til fyrrgreinds álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélag. „Við leituðum til siðanefndar til að fá almennar ráðleggingar í málum sem þessum. Út frá því fengum við svar að það væri varhugarvert að kjörnir fulltrúar geri einstök starfsmannamál að umtalsefni í opinberri umræðu,“ sagði Dóra Björt. „Þetta var byggt á dómi héraðsdóms, ég er ekki héraðsdómur,“ kallaði Vigdís þá. „Að auki Vigdís, að auki var það álit siðanefndar að það væri ekki heppilegt að svona mál væru komin inn í forsætisnefnd og að við ættum frekar að hafa sérstakan verkferil. Það er þessi skýri gagnsæri verkferill...,“ sagði Dóra Björt en áður hún gat klárað setninguna var Vigdís komin með orðið „Ekki byggður á lögum, engin lagastoð,“ sagði Vigdís. „...sem Vigdís Hauksdóttir kallar Rannsóknarréttinn,“ sagði Dóra Björt og kláraði þar með setninguna.Málið sem siðanefndin fjallaði um er eitt af mörgum hitamálum sem komið hafa upp á kjörtímabilinu.Fréttablaðið/Anton BrinkSagði Vigdísi bara sjá samsæri frekar en að líta í eigin barm Dóra Björt var þá spurð að því hvort að kjörnir fulltrúar ættu ekki að sýna embættismannakerfinu aðhald. „Kjörnir fulltrúar eiga að veita aðhald en þeir eiga ekki að vera að blanda sér of mikið í starfsmannamál, þeir eiga að blanda sér í kerfin og búa til skýra gagnsæja ramma. Við bjuggum þarna til verkferil sem að starfsfólk getur leitað í ef það þeir þurfa að kvarta. Hann er skýr og gagnsær, hann er meira að segja þannig að Vigdís ræður því hvort að hún taki þátt í þessu ferli, svo mikill Rannsóknarréttur er þetta.“ sagði Dóra Björt. Rannsóknarréttur væri eitthvað allt annað en það ferli sem sett hafi verið upp til að taka á svona málum. „Þetta er ekkert í takt við skýran og gagnsæjan verkferil og ef hún þekkti söguna myndi hún ekki taka sér þetta orð í munn,“ sagði Dóra Björt, nokkuð hvöss. „Hér er starfsmaður sem er að fara hérna leið sem er þá sú eina leið sem þeirri manneskju býðst“ „Dómstólar, Dóra, dómstólar. Förum að lögum,“ skaut Vigdís þá inn í. „Hún er að láta vita af ómálefnalegum árásum og dylgjum frá kjörnum fulltrúa og það er valkvætt fyrir Vigdísi að taka þátt, starfsfólkið er ósátt og okkur sem starfsstað ber að taka það alvarlega ef það er einelti. Það er í öllum lögum um vernd starfsfólks að þú átt ekki að þurfa að líða einelti,“ bætti Dóra Björt við. „Eigum við að ræða eineltið í ráðhúsinu,“ sagði Vigdís þá og við það fauk auðeins í Dóru Björt „Manneskjan er búin að grípa svo mikið frammi í fyrir mér að ég kem ekki að einu orði,“ sagði Dóra Björt „Ég þarf að verja mig fyrir þessu bulli og kjaftæði sem þú ert að bera hérna á borð,“ sagði Vigdís þá áður en Dóra Björt sagði að Vigdís væri ófær um að líta í eigin barm. „Vigdís segir að hún sé að lenda í einhverjum dómstól og sé liggur við lögð í einelti sjálf. Í viðtali í Bítinu í gær er hún að gefa í skyn að borgarstjóri sé á bak við þetta. Og hvað segir þetta okkur? Að Vigdís getur ekki litið inn á við og tekið það alvarlega þegar verið er að tala um hennar eigin hegðun og spurt sig hvort hún sé við hæfi, það hlýtur að vera eitthvað samsæri,“ sagði Dóra Björt kaldhæðnislega. Þá hló Vigdís og lauk máli sínu á eftirfarandi orðum: „Fáum Héraðsdóm til að kveða upp úr um þetta, ég hef þann rétt til að fara af stað með lögsókn gegn ákveðnum aðilum en það verður leyst fyrir dómstólum, ekki fyrir Rannsóknarrétti Ráðhússins.“Hlusta má á þáttinn á vef RÚV. Umræðan sem hér er vísað til hefst þegar þegar 45 og hálf mínúta er líðin af þættinum. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Kolbrún segir ekki hægt að þvinga Vigdísi í rannsóknarferli Kolbrún Baldursdóttir furðar sig á rannsókn borgarinnar á meintu einelti Vigdísar Hauksdóttur. 21. júní 2019 08:50 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, í Vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð. Voru þær ósammála um hvort að sérstakt teymi sem rannsaka á meint einelti sé „Rannsóknarréttur“ eða samkvæmt „skýrum og gagnsæjum ferlum“.Í vikunni greindi Vigdís frá því að eineltis- og áreitniteymi Ráðhúss og miðlægrar stjórnsýslu hafi borist kvartanir Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns fyrir hönd Helgu Bjargar Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Hún telur sig hafa orðið fyrir einelti af hálfu Vigdísar. Óskað var eftir rannsókn á því og farið fram á það við Vigdísi að hún tæki þátt í rannsókn um hvort það hafi átt sér stað.Vigdís hafnar ferlinu og hefur kallað teymið „Rannsóknarrétt Ráðhússins.“ Málið á sér talsverða sögu eftir að héraðsdómur dró til baka áminningu sem Helga Björg hafði veitt fjármálstjóra ráðhússins og var dómur héraðsdóms nokkuð harðorður. Vigdís tjáði sig um málið í fjölmiðum og sagði það vera „eineltismál innan ráðhússins.“ Þetta sætti Helga Björg sig ekki við. Ritaði hún forsætisnefnd bréf þar sem hún óskaði eftir því nefndin tæki til skoðunar hvort kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi brotið siðareglur sem þeim eru settar. Forsætisnefndin óskaði eftir áliti siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna málsins. Ásakanir vegna málsins gengu á víxl en meðal annars sendi Stefán Eiríksson, borgarritari borgarriti Vigdísi tölvupóst þann 10. ágúst þess efnis að hún hafi brotið trúnað er hún hafi á Facebook fjallað um umræðu sem fór fram á fundi borgarráðs 31. júlí á síðasta ári. Vigdís fór í kjölfarið fram á afsökunarbeiðni frá Helgu Björg og Stefáni vegna málsins.Helga Björg Ragnarsdóttir.Sagði málið vera dæmalausa þráhyggju Lítið hafði hins vegar heyrst um málið þangað til í vikunni, þegar fyrrgreint erindi barst Vigdísi. Málið var sem fyrr segir rætt í Vikulokunum og varð gestum heitt í hamsi við að ræða málið. Vigdís sagði málið vera dæmalausa þráhyggju af hálfu skrifstofustjórans. „Manneskja sem ég hef kannski séð á tveimur eða þremur fundum að hún saki mig um einelti. Það sjá allir að þetta er náttúrulega algjörlega sturlað. Þetta eru pólitískar ofsóknir. Það er búið að fara með málið inn í þennan farveg. Reykjavíkurborg, eitt sveitarfélaga, ásamt ríki er með þessar pólitísku ofsóknir, þennan Rannsóknarrétt Ráðhússins eins og ég kýs að kalla það,“ sagði Vigdís og vísað í áðurnefndan dóm héraðsdóms.„Ég segi af hverju var þessum dómi ekki áfrýjað úr því að þessi kona telur að héraðsdómur hafi haft rangt við. Restin er náttúrulega bara pólitískar ofsóknir á mig út af því að ég tók afstöðu með starfsmanni Reykjavíkurborgar. Það er skylda mín,“ sagði Vigdís.Var hún þá spurð að því hvort hún hafi í umræðu sinni um málið beint gagnrýni að persónu skrifstofustjórans, frekar en embættinu sjálfu.„Persónu? Þetta snýst um hana. Þetta snýst um persónu skrifstofustjórans. Þessi kona er skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Við erum ekki að tala um neitt smá embætti. Ef að þetta fólk ætlar að halda áfram að einelta mig með þessum hætti, pólitískar ofsóknir, þá verði því að góðu eins og ég hef áður sagt,“ svaraði Vigdís.Það verður seint sagt að fyrstu hluti kjörtímabilsins í Reykjavík hafi verið rólegur.Var Vigdís þá spurð að því hvort að hún teldi að það væri eitthvað í hennar framkomu í málinu sem hefði getað farið betur. „Að sjálfsögðu ekki. Ég hafna allri vinnu sem á að fara af stað nú í þessari nefnd. Ég kem ekki til með að mæta á fund. Enga engin lagastoð fyrir því sem verið er að fara af stað með gagnvart mér hjá Reykjavíkurborg, engin lagastoð. Vilji þetta fólk tala við mig, þá eru það dómstólar,“ sagði Vigdís en heyra mátti að hún bankaði í borðið til að legga áherslu á orð sín.Undarlegt og leiðinlegt mál Ballið byrjaði hins vegar fyrir alvöru þegar Dóra Björt fékk orðið en Vigdís greip ítrekað fram í fyrir henni. Var Dóra Björt spurt að því hvort all léki á reiðiskjálfi í Ráðhúsinu. „Já, mér finnst mjög undarlegt hvernig þetta mál hefur farið og bara virkilega leiðinlegt. Ég tel það vera andstætt við hlutverk Vigdísar sem kjörinn fulltrúi að vera að rífa niður innviði borgarinnar og tortryggja allt það góða fólk sem vinnur hjá borginni,“ sagði Dóra Björt áður en að Vigdís sagði ítrekað að þetta væri rangt. „Ég er með orðið Vigdís, ég beið á meðan þú talaðir. Afsakið mig Vigdís, má ég tala,“ sagði Dóra Björt þá ákveðið og hrifsaði með því til sín orðið aftur. „Ég reyni persónulega sem kjörinn fulltrúi að vera ekki að skipta mér af starfsmannamálum. Við fengum hérna álit siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á þessu máli. Við fengum erindi, við forsætisnefnd, frá téðri konu um þetta mál til þess að meta hvort þetta háttalag Vigdísar væri á móti siðareglum. Við vildum ekki sem forsætisnefnd taka afstöðu til þess. Við viljum ekki dæma okkar jafningja eða okkar samstarfsfólk,“ sagði Dóra Björt og vísaði þar til fyrrgreinds álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélag. „Við leituðum til siðanefndar til að fá almennar ráðleggingar í málum sem þessum. Út frá því fengum við svar að það væri varhugarvert að kjörnir fulltrúar geri einstök starfsmannamál að umtalsefni í opinberri umræðu,“ sagði Dóra Björt. „Þetta var byggt á dómi héraðsdóms, ég er ekki héraðsdómur,“ kallaði Vigdís þá. „Að auki Vigdís, að auki var það álit siðanefndar að það væri ekki heppilegt að svona mál væru komin inn í forsætisnefnd og að við ættum frekar að hafa sérstakan verkferil. Það er þessi skýri gagnsæri verkferill...,“ sagði Dóra Björt en áður hún gat klárað setninguna var Vigdís komin með orðið „Ekki byggður á lögum, engin lagastoð,“ sagði Vigdís. „...sem Vigdís Hauksdóttir kallar Rannsóknarréttinn,“ sagði Dóra Björt og kláraði þar með setninguna.Málið sem siðanefndin fjallaði um er eitt af mörgum hitamálum sem komið hafa upp á kjörtímabilinu.Fréttablaðið/Anton BrinkSagði Vigdísi bara sjá samsæri frekar en að líta í eigin barm Dóra Björt var þá spurð að því hvort að kjörnir fulltrúar ættu ekki að sýna embættismannakerfinu aðhald. „Kjörnir fulltrúar eiga að veita aðhald en þeir eiga ekki að vera að blanda sér of mikið í starfsmannamál, þeir eiga að blanda sér í kerfin og búa til skýra gagnsæja ramma. Við bjuggum þarna til verkferil sem að starfsfólk getur leitað í ef það þeir þurfa að kvarta. Hann er skýr og gagnsær, hann er meira að segja þannig að Vigdís ræður því hvort að hún taki þátt í þessu ferli, svo mikill Rannsóknarréttur er þetta.“ sagði Dóra Björt. Rannsóknarréttur væri eitthvað allt annað en það ferli sem sett hafi verið upp til að taka á svona málum. „Þetta er ekkert í takt við skýran og gagnsæjan verkferil og ef hún þekkti söguna myndi hún ekki taka sér þetta orð í munn,“ sagði Dóra Björt, nokkuð hvöss. „Hér er starfsmaður sem er að fara hérna leið sem er þá sú eina leið sem þeirri manneskju býðst“ „Dómstólar, Dóra, dómstólar. Förum að lögum,“ skaut Vigdís þá inn í. „Hún er að láta vita af ómálefnalegum árásum og dylgjum frá kjörnum fulltrúa og það er valkvætt fyrir Vigdísi að taka þátt, starfsfólkið er ósátt og okkur sem starfsstað ber að taka það alvarlega ef það er einelti. Það er í öllum lögum um vernd starfsfólks að þú átt ekki að þurfa að líða einelti,“ bætti Dóra Björt við. „Eigum við að ræða eineltið í ráðhúsinu,“ sagði Vigdís þá og við það fauk auðeins í Dóru Björt „Manneskjan er búin að grípa svo mikið frammi í fyrir mér að ég kem ekki að einu orði,“ sagði Dóra Björt „Ég þarf að verja mig fyrir þessu bulli og kjaftæði sem þú ert að bera hérna á borð,“ sagði Vigdís þá áður en Dóra Björt sagði að Vigdís væri ófær um að líta í eigin barm. „Vigdís segir að hún sé að lenda í einhverjum dómstól og sé liggur við lögð í einelti sjálf. Í viðtali í Bítinu í gær er hún að gefa í skyn að borgarstjóri sé á bak við þetta. Og hvað segir þetta okkur? Að Vigdís getur ekki litið inn á við og tekið það alvarlega þegar verið er að tala um hennar eigin hegðun og spurt sig hvort hún sé við hæfi, það hlýtur að vera eitthvað samsæri,“ sagði Dóra Björt kaldhæðnislega. Þá hló Vigdís og lauk máli sínu á eftirfarandi orðum: „Fáum Héraðsdóm til að kveða upp úr um þetta, ég hef þann rétt til að fara af stað með lögsókn gegn ákveðnum aðilum en það verður leyst fyrir dómstólum, ekki fyrir Rannsóknarrétti Ráðhússins.“Hlusta má á þáttinn á vef RÚV. Umræðan sem hér er vísað til hefst þegar þegar 45 og hálf mínúta er líðin af þættinum.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Kolbrún segir ekki hægt að þvinga Vigdísi í rannsóknarferli Kolbrún Baldursdóttir furðar sig á rannsókn borgarinnar á meintu einelti Vigdísar Hauksdóttur. 21. júní 2019 08:50 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00
Kolbrún segir ekki hægt að þvinga Vigdísi í rannsóknarferli Kolbrún Baldursdóttir furðar sig á rannsókn borgarinnar á meintu einelti Vigdísar Hauksdóttur. 21. júní 2019 08:50