Vigdís hyggst leggja fram nýjar upplýsingar í eineltismáli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2018 19:30 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hyggst leggja fram nýjar upplýsingar í málinu á borgarráðsfundi á morgun. Visir/Stefán/Pjetur Vigdís Haukdsóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, boðar nýjar upplýsingar í máli skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, sem sökuð er um að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Helga svaraði þeim ásökunum í bréfi til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag. Helga Björg sendi forsætisnefnd borgarinnar bréf í dag, þar sem hún óskaði eftir því að nefndin tæki til skoðunar hvort kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi brotið siðarreglur sem þeim eru settar, auk ákvæða um skyldur þeirra og réttindi, í umræðu um að undirmaður skrifstofustjórans hefði orðið fyrir einelti af hennar hálfu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í júní Reykjavíkurborg til þess að greiða undirmanni skrifstofustjórans 250 þúsund krónur í miskabætur sökum harðorðrar áminningar skrifstofustjórans í garð undirmanns síns. Auk þess var áminningin felld úr gildi. Í bréfi Helgu til forsætisnefndar bendir hún meðal annars á að Héraðsdómur hefði hvergi í dómi sínum minnst á að flokka mætti háttalag Helgu sem einelti. Helga óskar einnig eftir því að forsætisnefnd skoði hvort ástæða sé til þess að leita álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á ummælum einstakra borgarfulltrúa um hið meinta eineltismál. „Þær rangfærslur sem settar hafa verið fram af hálfu borgarfulltrúa og hafa ratað í fjölmiðla um meint einelti af hálfu undirritaðrar í garð undirmanns, sem og umræðu um að umrætt dómsmál hafi staðfest slíkt einelti eru meiðandi og alvarlegar,“ segir Helga Björg Ragnarsdóttir í bréfi til forsætisnefndar. Bréfið var birt fyrr í dag á vefsíðu Reykjavíkurborgar, en hefur síðan þá verið fjarlægt.Vigdís leggur fram nýjar upplýsingar á morgunVigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Hún skrifaði síðastliðinn föstudag Facebook-færslu þar sem hún sagði stjórnsýslu Reykjavíkur í molum og vísaði máli sínu til stuðning til þess að til stæði að rannsaka málið nánar innan borgarinnar, þrátt fyrir að það hefði verið leitt til lykta fyrir dómstólum. „Undir venjulegum kringumstæðum væru þetta málalok. Svo er ekki í ráðhúsinu,” segir meðal annars í færslu Vigdísar. Þá gagnrýnir Vigdís það að meintur gerandi í eineltismáli gæti farið fram á rannsókn á eigin brotum. Í samtali við fréttastofu segist Vigdís ekki vilja tjá sig efnislega um bréfið og innihald þess að svo stöddu. Hún greindi þó frá því að fyrirhugað sé að taka málið fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Þar kem ég til með að leggja fram nýjar upplýsingar sem ekki hafa komið fram áður, auk þess að leggja fram bókun með vísan til gagna sem fjölmiðlar geta nálgast á grundvelli upplýsingalaga.“Segir málinu hafa verið snúið við Vigdís segist upplifa málið sem svo að hún sé sett í afar einkennilega stöðu. „Kjörnir fulltrúar eiga að hafa eftirlit með stjórnsýslunni, en stjórnsýslan á ekki að hafa eftirlit með kjörnum fulltrúum. Það er fyrst og fremst hlutverk kjörinna fulltrúa að framfylgja þessari eftirlitsskyldu.“ Vigdís segir þó að nú sé búið að snúa málinu við. „Nú er stjórnsýslan farin að hafa mikið eftirlit með mér sem kjörnum fulltrúa og jafnvel hóta mér lögsókn.“ Hún veltir því einnig upp hvort háttalag sem þetta samræmist siðarreglum embættismanna og bætir við að sér finnist þrengt að sér sem kjörnum fulltrúa sem sé aðeins að sinna skyldu sinni sem fulltrúi borgarbúa. „Það er verið að drepa málinu á dreif með því að gera mig að einhverjum miðpunkti í þessu öllu saman, í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna þær brotalamir ráðhússinns og æðstu embættismanna þess sem eiga hlut að þessu máli. [...] Nú ætlar stjórnsýsla Reykjavíkur að hundsa dóm héraðsdóms og fara með málið í þennan farveg. Það þykir mér óskiljanlegt.“ Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Vigdís Haukdsóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, boðar nýjar upplýsingar í máli skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, sem sökuð er um að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Helga svaraði þeim ásökunum í bréfi til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag. Helga Björg sendi forsætisnefnd borgarinnar bréf í dag, þar sem hún óskaði eftir því að nefndin tæki til skoðunar hvort kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi brotið siðarreglur sem þeim eru settar, auk ákvæða um skyldur þeirra og réttindi, í umræðu um að undirmaður skrifstofustjórans hefði orðið fyrir einelti af hennar hálfu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í júní Reykjavíkurborg til þess að greiða undirmanni skrifstofustjórans 250 þúsund krónur í miskabætur sökum harðorðrar áminningar skrifstofustjórans í garð undirmanns síns. Auk þess var áminningin felld úr gildi. Í bréfi Helgu til forsætisnefndar bendir hún meðal annars á að Héraðsdómur hefði hvergi í dómi sínum minnst á að flokka mætti háttalag Helgu sem einelti. Helga óskar einnig eftir því að forsætisnefnd skoði hvort ástæða sé til þess að leita álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á ummælum einstakra borgarfulltrúa um hið meinta eineltismál. „Þær rangfærslur sem settar hafa verið fram af hálfu borgarfulltrúa og hafa ratað í fjölmiðla um meint einelti af hálfu undirritaðrar í garð undirmanns, sem og umræðu um að umrætt dómsmál hafi staðfest slíkt einelti eru meiðandi og alvarlegar,“ segir Helga Björg Ragnarsdóttir í bréfi til forsætisnefndar. Bréfið var birt fyrr í dag á vefsíðu Reykjavíkurborgar, en hefur síðan þá verið fjarlægt.Vigdís leggur fram nýjar upplýsingar á morgunVigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Hún skrifaði síðastliðinn föstudag Facebook-færslu þar sem hún sagði stjórnsýslu Reykjavíkur í molum og vísaði máli sínu til stuðning til þess að til stæði að rannsaka málið nánar innan borgarinnar, þrátt fyrir að það hefði verið leitt til lykta fyrir dómstólum. „Undir venjulegum kringumstæðum væru þetta málalok. Svo er ekki í ráðhúsinu,” segir meðal annars í færslu Vigdísar. Þá gagnrýnir Vigdís það að meintur gerandi í eineltismáli gæti farið fram á rannsókn á eigin brotum. Í samtali við fréttastofu segist Vigdís ekki vilja tjá sig efnislega um bréfið og innihald þess að svo stöddu. Hún greindi þó frá því að fyrirhugað sé að taka málið fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Þar kem ég til með að leggja fram nýjar upplýsingar sem ekki hafa komið fram áður, auk þess að leggja fram bókun með vísan til gagna sem fjölmiðlar geta nálgast á grundvelli upplýsingalaga.“Segir málinu hafa verið snúið við Vigdís segist upplifa málið sem svo að hún sé sett í afar einkennilega stöðu. „Kjörnir fulltrúar eiga að hafa eftirlit með stjórnsýslunni, en stjórnsýslan á ekki að hafa eftirlit með kjörnum fulltrúum. Það er fyrst og fremst hlutverk kjörinna fulltrúa að framfylgja þessari eftirlitsskyldu.“ Vigdís segir þó að nú sé búið að snúa málinu við. „Nú er stjórnsýslan farin að hafa mikið eftirlit með mér sem kjörnum fulltrúa og jafnvel hóta mér lögsókn.“ Hún veltir því einnig upp hvort háttalag sem þetta samræmist siðarreglum embættismanna og bætir við að sér finnist þrengt að sér sem kjörnum fulltrúa sem sé aðeins að sinna skyldu sinni sem fulltrúi borgarbúa. „Það er verið að drepa málinu á dreif með því að gera mig að einhverjum miðpunkti í þessu öllu saman, í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna þær brotalamir ráðhússinns og æðstu embættismanna þess sem eiga hlut að þessu máli. [...] Nú ætlar stjórnsýsla Reykjavíkur að hundsa dóm héraðsdóms og fara með málið í þennan farveg. Það þykir mér óskiljanlegt.“
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent