Rukkað í Skálholti í gegnum ökutæki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2019 11:00 Ferðamenn, sem sækja Skálholt heim þurfa að borga aðgangseyri á staðnum í gegnum ökutækin, sem þeir koma á til staðarins. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Erlendir ferðamenn sem heimsækja Skálholti eru almennt sáttir við að borga fyrir að koma á staðinn en Íslendingarnir eru ekki eins sáttir. Skálholt er mjög vinsæll ferðamannastaður í Uppsveitum Árnessýslu en um tvö hundruð og fjörutíu þúsund ferðamenn heimsækja staðin á hverju ári. Til að standa straum af kostnaði við móttöku ferðamannanna samþykkti kirkjuráð að heimila stjórn Skálholtsstaðar að innheimta fast gjald af ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir hvern hópferðabíl sem hefur viðkomu á Skálholtsstað. Gjaldið er 3.000 krónur fyrir rútu með 30 farþega eða fleiri og 1.500 krónur fyrir rútu með færri en 30 farþega. Einnig er rukkað fyrir einkabíla en ekki kemur fram á heimasíðu Skálholts hvað það er mikið. Í gjaldinu felst aðgengi farþega að salernum á Skálholtsstað og safni í kjallara kirkjunnar sem tengt er uppgraftarsvæði sunnan kirkjunnar gegnum göng. „Það er borgað fast gjald fyrir bíl eða rútu, það er miklu ódýrara heldur en að borga fyrir einstaklingana. Við erum líka að reyna að koma til móts við það að einfalda innheimtuna og til að tryggja það að við höfum fjármuni til að mæta þeirri þjónustu, sem við þurfum að veita“, segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján segir að ferðamenn taki almennt mjög vel í það að borga aðgangseyri að Skálholti í gegnum ökutækin, það séu helst Íslendingarnir, sem mótmæli, þeir telji sig svo mikla Íslendinga að þeir þurfi ekki að borga. Hann segir þá ferðamenn, sem komi í Skálholt ánægða. „Já, þeir eru mjög ánægðir og við fáum viðbrögð um hversu mikill friður og kyrrlát er á staðnum og fólk, sem kemur hingað í tíu mínútur, hálftíma eða klukkutíma, stoppar hér og gengur aðeins um hlaðið, það finnur helgi staðarins og það er uppörvandi fyrir okkur, þá erum við að gera eitthvað rétt“, bætir Kristján við. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Erlendir ferðamenn sem heimsækja Skálholti eru almennt sáttir við að borga fyrir að koma á staðinn en Íslendingarnir eru ekki eins sáttir. Skálholt er mjög vinsæll ferðamannastaður í Uppsveitum Árnessýslu en um tvö hundruð og fjörutíu þúsund ferðamenn heimsækja staðin á hverju ári. Til að standa straum af kostnaði við móttöku ferðamannanna samþykkti kirkjuráð að heimila stjórn Skálholtsstaðar að innheimta fast gjald af ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir hvern hópferðabíl sem hefur viðkomu á Skálholtsstað. Gjaldið er 3.000 krónur fyrir rútu með 30 farþega eða fleiri og 1.500 krónur fyrir rútu með færri en 30 farþega. Einnig er rukkað fyrir einkabíla en ekki kemur fram á heimasíðu Skálholts hvað það er mikið. Í gjaldinu felst aðgengi farþega að salernum á Skálholtsstað og safni í kjallara kirkjunnar sem tengt er uppgraftarsvæði sunnan kirkjunnar gegnum göng. „Það er borgað fast gjald fyrir bíl eða rútu, það er miklu ódýrara heldur en að borga fyrir einstaklingana. Við erum líka að reyna að koma til móts við það að einfalda innheimtuna og til að tryggja það að við höfum fjármuni til að mæta þeirri þjónustu, sem við þurfum að veita“, segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján segir að ferðamenn taki almennt mjög vel í það að borga aðgangseyri að Skálholti í gegnum ökutækin, það séu helst Íslendingarnir, sem mótmæli, þeir telji sig svo mikla Íslendinga að þeir þurfi ekki að borga. Hann segir þá ferðamenn, sem komi í Skálholt ánægða. „Já, þeir eru mjög ánægðir og við fáum viðbrögð um hversu mikill friður og kyrrlát er á staðnum og fólk, sem kemur hingað í tíu mínútur, hálftíma eða klukkutíma, stoppar hér og gengur aðeins um hlaðið, það finnur helgi staðarins og það er uppörvandi fyrir okkur, þá erum við að gera eitthvað rétt“, bætir Kristján við.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira