Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. júní 2019 19:15 Lögregla hefur verið með umfangsmikla gæslu á hátíðarsvæðinu. Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða. Á fyrsta degi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice á föstudag komu upp átján fíkniefnamál. Það eru töluvert færri en í fyrra þegar málin voru um þrjátíu á sama kvöldi. Í gær voru málin fimmtán á móti þrjátíu á sama kvöldi í fyrra. Málunum hefur því fækkað um helming milli ára og telur lögregla að það megi meðal annars rekja til þess að færri hafi verið á svæðinu í ár. Þegar mest lét í fyrra voru fimmtán þúsund manns í Laugardalnum. „Það voru í kringum sex þúsund manns á föstudagskvöldið og svo voru um tíu þúsund manns þarna í gær. Vonandi verður þetta eitthvað svipað í kvöld," segir Rafn Hilmar Guðmundsson, yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir helgina þar sem gestir voru teknir með stærri skammta sem ætla má að hafi verið til sölu. Í öðrum málum var um neysluskammta að ræða. Þá er skýrsla tekin af viðkomandi á svæðinu og sekt fylgir. „Það er bara öll flóran, mest um kannabis en einnig amfetamín og kókaín," segir Rafn, aðspurður um efnin sem voru haldlögð. Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað á svæðinu, vopnað teymi frá sérsveit ríkislögreglustjóra auk tveggja hópa einkennisklæddra lögreglumanna og tveggja óeinkennisklæddra hópa. Þá hefur lögregla verið með tvö fíkniefnahunda á svæðinu auk tveggja hunda á vegum Tollstjóra sem eru í þjálfun. Flest fíkniefnamálin komust upp með hjálp hundanna. Hópur íbúa í Laugardalnum hefur beitt sér fyrir því að hátíðin hverfi úr Laugardalnum vegna ónæðis. Í fyrra bárust lögreglu sautján kvartanir vegna hávaða frá hátíðinni en í ár hefur engin kvörtun borist. „Enda er hátíðin núna búin fyrir miðnætti, segir Rafn og bætir við að það sé góð breyting. Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða. Á fyrsta degi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice á föstudag komu upp átján fíkniefnamál. Það eru töluvert færri en í fyrra þegar málin voru um þrjátíu á sama kvöldi. Í gær voru málin fimmtán á móti þrjátíu á sama kvöldi í fyrra. Málunum hefur því fækkað um helming milli ára og telur lögregla að það megi meðal annars rekja til þess að færri hafi verið á svæðinu í ár. Þegar mest lét í fyrra voru fimmtán þúsund manns í Laugardalnum. „Það voru í kringum sex þúsund manns á föstudagskvöldið og svo voru um tíu þúsund manns þarna í gær. Vonandi verður þetta eitthvað svipað í kvöld," segir Rafn Hilmar Guðmundsson, yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir helgina þar sem gestir voru teknir með stærri skammta sem ætla má að hafi verið til sölu. Í öðrum málum var um neysluskammta að ræða. Þá er skýrsla tekin af viðkomandi á svæðinu og sekt fylgir. „Það er bara öll flóran, mest um kannabis en einnig amfetamín og kókaín," segir Rafn, aðspurður um efnin sem voru haldlögð. Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað á svæðinu, vopnað teymi frá sérsveit ríkislögreglustjóra auk tveggja hópa einkennisklæddra lögreglumanna og tveggja óeinkennisklæddra hópa. Þá hefur lögregla verið með tvö fíkniefnahunda á svæðinu auk tveggja hunda á vegum Tollstjóra sem eru í þjálfun. Flest fíkniefnamálin komust upp með hjálp hundanna. Hópur íbúa í Laugardalnum hefur beitt sér fyrir því að hátíðin hverfi úr Laugardalnum vegna ónæðis. Í fyrra bárust lögreglu sautján kvartanir vegna hávaða frá hátíðinni en í ár hefur engin kvörtun borist. „Enda er hátíðin núna búin fyrir miðnætti, segir Rafn og bætir við að það sé góð breyting.
Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira