Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. júní 2019 19:15 Lögregla hefur verið með umfangsmikla gæslu á hátíðarsvæðinu. Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða. Á fyrsta degi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice á föstudag komu upp átján fíkniefnamál. Það eru töluvert færri en í fyrra þegar málin voru um þrjátíu á sama kvöldi. Í gær voru málin fimmtán á móti þrjátíu á sama kvöldi í fyrra. Málunum hefur því fækkað um helming milli ára og telur lögregla að það megi meðal annars rekja til þess að færri hafi verið á svæðinu í ár. Þegar mest lét í fyrra voru fimmtán þúsund manns í Laugardalnum. „Það voru í kringum sex þúsund manns á föstudagskvöldið og svo voru um tíu þúsund manns þarna í gær. Vonandi verður þetta eitthvað svipað í kvöld," segir Rafn Hilmar Guðmundsson, yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir helgina þar sem gestir voru teknir með stærri skammta sem ætla má að hafi verið til sölu. Í öðrum málum var um neysluskammta að ræða. Þá er skýrsla tekin af viðkomandi á svæðinu og sekt fylgir. „Það er bara öll flóran, mest um kannabis en einnig amfetamín og kókaín," segir Rafn, aðspurður um efnin sem voru haldlögð. Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað á svæðinu, vopnað teymi frá sérsveit ríkislögreglustjóra auk tveggja hópa einkennisklæddra lögreglumanna og tveggja óeinkennisklæddra hópa. Þá hefur lögregla verið með tvö fíkniefnahunda á svæðinu auk tveggja hunda á vegum Tollstjóra sem eru í þjálfun. Flest fíkniefnamálin komust upp með hjálp hundanna. Hópur íbúa í Laugardalnum hefur beitt sér fyrir því að hátíðin hverfi úr Laugardalnum vegna ónæðis. Í fyrra bárust lögreglu sautján kvartanir vegna hávaða frá hátíðinni en í ár hefur engin kvörtun borist. „Enda er hátíðin núna búin fyrir miðnætti, segir Rafn og bætir við að það sé góð breyting. Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða. Á fyrsta degi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice á föstudag komu upp átján fíkniefnamál. Það eru töluvert færri en í fyrra þegar málin voru um þrjátíu á sama kvöldi. Í gær voru málin fimmtán á móti þrjátíu á sama kvöldi í fyrra. Málunum hefur því fækkað um helming milli ára og telur lögregla að það megi meðal annars rekja til þess að færri hafi verið á svæðinu í ár. Þegar mest lét í fyrra voru fimmtán þúsund manns í Laugardalnum. „Það voru í kringum sex þúsund manns á föstudagskvöldið og svo voru um tíu þúsund manns þarna í gær. Vonandi verður þetta eitthvað svipað í kvöld," segir Rafn Hilmar Guðmundsson, yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir helgina þar sem gestir voru teknir með stærri skammta sem ætla má að hafi verið til sölu. Í öðrum málum var um neysluskammta að ræða. Þá er skýrsla tekin af viðkomandi á svæðinu og sekt fylgir. „Það er bara öll flóran, mest um kannabis en einnig amfetamín og kókaín," segir Rafn, aðspurður um efnin sem voru haldlögð. Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað á svæðinu, vopnað teymi frá sérsveit ríkislögreglustjóra auk tveggja hópa einkennisklæddra lögreglumanna og tveggja óeinkennisklæddra hópa. Þá hefur lögregla verið með tvö fíkniefnahunda á svæðinu auk tveggja hunda á vegum Tollstjóra sem eru í þjálfun. Flest fíkniefnamálin komust upp með hjálp hundanna. Hópur íbúa í Laugardalnum hefur beitt sér fyrir því að hátíðin hverfi úr Laugardalnum vegna ónæðis. Í fyrra bárust lögreglu sautján kvartanir vegna hávaða frá hátíðinni en í ár hefur engin kvörtun borist. „Enda er hátíðin núna búin fyrir miðnætti, segir Rafn og bætir við að það sé góð breyting.
Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira