Aðeins 15 af 63 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. júní 2019 12:40 Valborg segir að þrátt fyrir aukningu í námið sé ekki verið að fjölga í hópi leikskólakennara. Um sé að ræða fólk sem starfi á leikskólum sem hafi ákveðið að sækja sér menntun. vísir/vilhelm Aðeins 15 leikskólar af 63 í Reykjavík eru fullmannaðir fyrir haustið. Leikskólastjórar segja ástandið þó betra en áður og hafa meiri áhyggjur af mönnunarvanda í stjórnunarstöður innan leikskólanna. Eins og staðan er í dag vantar í 113 stöðugildi hjá leikskólum Reykjavíkur, en fimm leikskólar eiga enn eftir að gefa upp tölur. Valborg Guðlaugsdóttir leikskólastjóri segir stöðuna töluvert betri nú en undanfarin ár, allir séu á fullu í ráðningum og staðan endurmetin eftir sumarfrí. Hún segir vandan töluvert stærri þegar kemur að stjórnunarstöðum. „Við höfum verið að lenda í miklum vandræðum með að ráða inn deildarstjóra, sérkennslustjóra og ekki hefur verið auðvelt að ráða inn í leikskólastjórastöðurnar sem hafa verið að losna,“ segir Valborg. Hún segir að frá árinu 2015 hafi verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Ástæðan sé að stéttin er að eldast og því hætti margir á sama tíma. Stöðurnar hafi verið auglýstar en fáar umsóknir borist. „Þar sem eru mjög fáir leikskólakennarar í vinnu þá er ekkert endalaust hægt að manna stöður. Við erum líka alltaf að taka leikskólakennara þá úr öðrum stöðum til þess að setja í þessar stöður og þar af leiðandi fækkar bara leikskólakennurunum sem vinna á gólfinu með börnunum.“ Lítil fjölgun sé í hópi leikskólakennara og það gangi illa að fá ungt fólk inn í námið. „Þetta er eitthvað sem við, sem samfélag, þurfum náttúrulega bara að horfast í augu við. Hvað getum við gert til að fá ungt fólk til að læra að vera kennari. Þá erum við að tala um í rauninni bæði leikskólakennara og grunnskólakennara. Þó að það sé einhver örlítil aukning inn í námið núna – sem við gleðjumst alveg rosalega yfir – en það tekur þetta fólk fimm ár að útskrifast. Svo er það líka þannig að þeir sem fara í leikskólakennaranámið þeir eru í vinnu á leikskóla. Þetta er ekki ungt fólk nýútskrifað úr menntaskóla sem ákveður að verða leikskólakennari heldur er þetta fólk sem er á gólfinu í dag sem fer og nær sér í menntun, sem er frábært en þar af leiðandi er ekkert að fjölga í hópnum,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri. Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun. 27. apríl 2019 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira
Aðeins 15 leikskólar af 63 í Reykjavík eru fullmannaðir fyrir haustið. Leikskólastjórar segja ástandið þó betra en áður og hafa meiri áhyggjur af mönnunarvanda í stjórnunarstöður innan leikskólanna. Eins og staðan er í dag vantar í 113 stöðugildi hjá leikskólum Reykjavíkur, en fimm leikskólar eiga enn eftir að gefa upp tölur. Valborg Guðlaugsdóttir leikskólastjóri segir stöðuna töluvert betri nú en undanfarin ár, allir séu á fullu í ráðningum og staðan endurmetin eftir sumarfrí. Hún segir vandan töluvert stærri þegar kemur að stjórnunarstöðum. „Við höfum verið að lenda í miklum vandræðum með að ráða inn deildarstjóra, sérkennslustjóra og ekki hefur verið auðvelt að ráða inn í leikskólastjórastöðurnar sem hafa verið að losna,“ segir Valborg. Hún segir að frá árinu 2015 hafi verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Ástæðan sé að stéttin er að eldast og því hætti margir á sama tíma. Stöðurnar hafi verið auglýstar en fáar umsóknir borist. „Þar sem eru mjög fáir leikskólakennarar í vinnu þá er ekkert endalaust hægt að manna stöður. Við erum líka alltaf að taka leikskólakennara þá úr öðrum stöðum til þess að setja í þessar stöður og þar af leiðandi fækkar bara leikskólakennurunum sem vinna á gólfinu með börnunum.“ Lítil fjölgun sé í hópi leikskólakennara og það gangi illa að fá ungt fólk inn í námið. „Þetta er eitthvað sem við, sem samfélag, þurfum náttúrulega bara að horfast í augu við. Hvað getum við gert til að fá ungt fólk til að læra að vera kennari. Þá erum við að tala um í rauninni bæði leikskólakennara og grunnskólakennara. Þó að það sé einhver örlítil aukning inn í námið núna – sem við gleðjumst alveg rosalega yfir – en það tekur þetta fólk fimm ár að útskrifast. Svo er það líka þannig að þeir sem fara í leikskólakennaranámið þeir eru í vinnu á leikskóla. Þetta er ekki ungt fólk nýútskrifað úr menntaskóla sem ákveður að verða leikskólakennari heldur er þetta fólk sem er á gólfinu í dag sem fer og nær sér í menntun, sem er frábært en þar af leiðandi er ekkert að fjölga í hópnum,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun. 27. apríl 2019 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira
Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00
Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun. 27. apríl 2019 07:00