Erfitt að ráða í stjórnendastöður á leikskólum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 21:45 Leikskólar Reykjavíkur standa frammi fyrir mönnunarvanda þegar kemur að ráðningum í stjórnendastöður. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hefur áhyggjur af stöðunni, borgin sé að rýna í málið. Samræma þurfi kröfur til stjórnenda í skólakerfinu til að auðvelda starfið. Nýlega voru auglýstar tvær leikskólastjórastöður við leikskóla í Reykjavík en aðeins ein umsókn barst. Leikskólastjórar hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Frá árinu 2015 hefur verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði leikskólastjóri þetta mikið áhyggjuefni og að einnig sé erfitt að fá deildarstjóra og sérkennara. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs, tekur undir þessar áhyggjur og segir ýmsar ástæður að baki. „Bæði að það sé flóknara rekstrarumhverfi heldur en á árum áður. Svo eru ýmsar opinberar kröfur sem hafa verið að aukast á skólana, svo má líka segja að fagumhverfið sé breytt, þar sem það er að fækka í hópi leikskólakennara í leikskólum. Svo eru blikur á lofti varðandi grunnskólanna líka varðandi þetta. Þá mæðir meira á stjórnendum,“ segir hann. Einsog staðan er í dag eru 113 stöðugildi ómönnuð í leikskólunum, staðan er þó talin betri en oft áður. Leikskólastjórar benda á að lítil sem engin endurnýjun sé í faginu, þeir sem fara í námið séu oftar enn ekki nú þegar að vinna á leikskólum. Einnig fækki hratt á gólfinu því leikskólakennarar séu settir tímabundið í stjórnendastöður til að mæta vandanum. Helgi segir að vinnuhópar séu að rýna í starfsumhverfið. „Til þess að greina betur álagsþætti og líka um leið til að finna hvað við getum gert til þess að gera þetta mikilvæga starf ákjósanlegra til þess að fleiri sæki um,“ segir hann. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Leikskólar Reykjavíkur standa frammi fyrir mönnunarvanda þegar kemur að ráðningum í stjórnendastöður. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hefur áhyggjur af stöðunni, borgin sé að rýna í málið. Samræma þurfi kröfur til stjórnenda í skólakerfinu til að auðvelda starfið. Nýlega voru auglýstar tvær leikskólastjórastöður við leikskóla í Reykjavík en aðeins ein umsókn barst. Leikskólastjórar hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Frá árinu 2015 hefur verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði leikskólastjóri þetta mikið áhyggjuefni og að einnig sé erfitt að fá deildarstjóra og sérkennara. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs, tekur undir þessar áhyggjur og segir ýmsar ástæður að baki. „Bæði að það sé flóknara rekstrarumhverfi heldur en á árum áður. Svo eru ýmsar opinberar kröfur sem hafa verið að aukast á skólana, svo má líka segja að fagumhverfið sé breytt, þar sem það er að fækka í hópi leikskólakennara í leikskólum. Svo eru blikur á lofti varðandi grunnskólanna líka varðandi þetta. Þá mæðir meira á stjórnendum,“ segir hann. Einsog staðan er í dag eru 113 stöðugildi ómönnuð í leikskólunum, staðan er þó talin betri en oft áður. Leikskólastjórar benda á að lítil sem engin endurnýjun sé í faginu, þeir sem fara í námið séu oftar enn ekki nú þegar að vinna á leikskólum. Einnig fækki hratt á gólfinu því leikskólakennarar séu settir tímabundið í stjórnendastöður til að mæta vandanum. Helgi segir að vinnuhópar séu að rýna í starfsumhverfið. „Til þess að greina betur álagsþætti og líka um leið til að finna hvað við getum gert til þess að gera þetta mikilvæga starf ákjósanlegra til þess að fleiri sæki um,“ segir hann.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira