Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 12:14 Loftslagsmótmælendur við ríkisþinghúsið í Salem. Reiði þeirra beinist nú ekki aðeins að repúblikönum heldur einnig að demókrötum fyrir að lúffa fyrir þeim. AP/Sarah Zimmerman Frumvarp um að koma á viðskiptakerfi með losunarheimildir í Oregon í Bandaríkjunum er að líkindum dautt þar sem ekki er nægilegur stuðningur við það á ríkisþinginu, að sögn forseta öldungadeildar þess. Þingmenn repúblikana flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að hægt yrði að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir helgi. Demókratar fara með meirihluta á ríkisþingi Oregon í Salem. Þeir huguðust til taka atkvæða frumvarp sem hefði komið á viðskiptakerfi með losunarheimildir sem átti að vera hryggjarstykkið í aðgerðum ríkisins til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Oregon hefði orðið aðeins annað ríki Bandaríkjanna til að lögleiða slíkt kerfi, á eftir Kaliforníu. Allir ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana, sem eru andsnúnir frumvarpinu, gripu til þess ráðs að flýja ríkið á fimmtudag. Það gerðu þeir til að koma í veg fyrir að demókratar gætu samþykkt frumvarpið. Demókratar hafa átján þingmenn í öldungadeildinni en tuttugu þingmenn þurfa að vera í salnum til að hægt sé að taka mál til atkvæðagreiðslu. Ekkert stoðaði að Kate Brown, ríkisstjóri og demókrati, skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á repúblikönunum og færa þá í þinghúsið því þeir höfðu yfirgefið Oregon. Þinghúsinu var lokað um helgina vegna hættu sem var talin stafa af vopnuðum hægrisinnuðum sveitum sem styðja repúblikanana. Ein þeirra sveita tók þátt í hertöku á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon sem endaði með mannfalli árið 2016. Á endanum mættu innan við hundrað manns á mótmælin sem repúblikanar skipulögðu. Einn þingmaður repúblikana virtist hóta ríkislögreglumönnum sem hafði verið skipað að færa þingmennina í þinghúsið. „Sendið piparsveina og komið þungvopnaðir. Ég ætla ekki að verða að pólitískum fanga,“ sagði Brian Boquist, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem flúði ríkið.Lítill hópur stuðningsmanna repúblikana kom saman við þinghúsið á sunnudag. Þinghúsinu var læst af ótta við vopnaðar hægrisinnaðar sveitir sem sóru repúblikönunum stuðning.AP/Sarah ZimmermanSegir repúblikana standa gegn lýðræðinu Nú segir Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar, að frumvarpið nyti ekki lengur nægilegs stuðnings innan þingflokks demókrata. Biðlaði hann til repúblikana um að snúa heim svo hægt yrði að afgreiða fjárlög og fleiri mál sem hafa setið á hakanum síðustu vikuna. Aðeins nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Hundruð mótmælenda sem voru komnir saman við ríkisþinghúsið til þess að mótmæla aðgerðum repúblikana beindu reiði sinni þá í staðinn að demókrötum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungir loftslagsaðgerðasinnar sneru baki í Courtney og hrópuðu slagorð gegn honum. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að þingmennirnir ætli ekki að snúa aftur heim fyrr en þeir fá frekari tryggingar frá demókrötum fyrir því að losunarkerfisfrumvarpið sé endanlega dautt og grafið. „Við verðum að fá frekari tryggingar til þess að repúblikönunum líði þægilega með ferlið,“ segir Baertschiger. Demókratar í Oregon saka repúblikana um að vega að lýðræði í ríkinu með því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um mál sem hafði meirihluta atkvæða að baki sér. „Repúblikanarnir standa ekki gegn loftslagsbreytingum, þeir standa gegn lýðræði,“ segir Brown ríkisstjóri. Hún hefur sagt að vilji repúblikanar semja um þinglok verði þeir að snúa aftur í þinghúsið fyrst. Leiðtogar demókratar ættu ekki að verðlauna þá fyrir slæma hegðun með því að semja við þá á bak við tjöldin. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Frumvarp um að koma á viðskiptakerfi með losunarheimildir í Oregon í Bandaríkjunum er að líkindum dautt þar sem ekki er nægilegur stuðningur við það á ríkisþinginu, að sögn forseta öldungadeildar þess. Þingmenn repúblikana flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að hægt yrði að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir helgi. Demókratar fara með meirihluta á ríkisþingi Oregon í Salem. Þeir huguðust til taka atkvæða frumvarp sem hefði komið á viðskiptakerfi með losunarheimildir sem átti að vera hryggjarstykkið í aðgerðum ríkisins til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Oregon hefði orðið aðeins annað ríki Bandaríkjanna til að lögleiða slíkt kerfi, á eftir Kaliforníu. Allir ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana, sem eru andsnúnir frumvarpinu, gripu til þess ráðs að flýja ríkið á fimmtudag. Það gerðu þeir til að koma í veg fyrir að demókratar gætu samþykkt frumvarpið. Demókratar hafa átján þingmenn í öldungadeildinni en tuttugu þingmenn þurfa að vera í salnum til að hægt sé að taka mál til atkvæðagreiðslu. Ekkert stoðaði að Kate Brown, ríkisstjóri og demókrati, skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á repúblikönunum og færa þá í þinghúsið því þeir höfðu yfirgefið Oregon. Þinghúsinu var lokað um helgina vegna hættu sem var talin stafa af vopnuðum hægrisinnuðum sveitum sem styðja repúblikanana. Ein þeirra sveita tók þátt í hertöku á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon sem endaði með mannfalli árið 2016. Á endanum mættu innan við hundrað manns á mótmælin sem repúblikanar skipulögðu. Einn þingmaður repúblikana virtist hóta ríkislögreglumönnum sem hafði verið skipað að færa þingmennina í þinghúsið. „Sendið piparsveina og komið þungvopnaðir. Ég ætla ekki að verða að pólitískum fanga,“ sagði Brian Boquist, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem flúði ríkið.Lítill hópur stuðningsmanna repúblikana kom saman við þinghúsið á sunnudag. Þinghúsinu var læst af ótta við vopnaðar hægrisinnaðar sveitir sem sóru repúblikönunum stuðning.AP/Sarah ZimmermanSegir repúblikana standa gegn lýðræðinu Nú segir Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar, að frumvarpið nyti ekki lengur nægilegs stuðnings innan þingflokks demókrata. Biðlaði hann til repúblikana um að snúa heim svo hægt yrði að afgreiða fjárlög og fleiri mál sem hafa setið á hakanum síðustu vikuna. Aðeins nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Hundruð mótmælenda sem voru komnir saman við ríkisþinghúsið til þess að mótmæla aðgerðum repúblikana beindu reiði sinni þá í staðinn að demókrötum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungir loftslagsaðgerðasinnar sneru baki í Courtney og hrópuðu slagorð gegn honum. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að þingmennirnir ætli ekki að snúa aftur heim fyrr en þeir fá frekari tryggingar frá demókrötum fyrir því að losunarkerfisfrumvarpið sé endanlega dautt og grafið. „Við verðum að fá frekari tryggingar til þess að repúblikönunum líði þægilega með ferlið,“ segir Baertschiger. Demókratar í Oregon saka repúblikana um að vega að lýðræði í ríkinu með því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um mál sem hafði meirihluta atkvæða að baki sér. „Repúblikanarnir standa ekki gegn loftslagsbreytingum, þeir standa gegn lýðræði,“ segir Brown ríkisstjóri. Hún hefur sagt að vilji repúblikanar semja um þinglok verði þeir að snúa aftur í þinghúsið fyrst. Leiðtogar demókratar ættu ekki að verðlauna þá fyrir slæma hegðun með því að semja við þá á bak við tjöldin.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25