Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Ari Brynjólfsson skrifar 27. júní 2019 08:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. „Þessi mismunun á vörutegundum er mjög sérstök. Á meðan eitt fyrirtæki uppi á Höfða sem framleiðir gosdrykki er skattlagt í botn þá er annað fyrirtæki í 100 metra fjarlægð, stór aðili í sykurinnflutningi, sem sleppur alveg við þetta, það er Mjólkursamsalan,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í síðustu viku að skipa starfshóp sem falið verður að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til þess að draga úr sykurneyslu landsmanna. Aðgerðaáætlunin var gerð að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þar er lagt til að hækka verð á gosi og sælgæti um 20 prósent. Á móti á að lækka álögur á hollari matvæli. Ekki á að leggja sykurskatt á kökur, kex, ís eða sykraðar mjólkurvörur. Þorgerður Katrín sér frekar fyrir sér betri merkingar og upplýsingar, sem þekkist víðar, en skattlagningu. „Við í Viðreisn viljum miklu frekar nálgast þetta út frá merkingum og upplýsingum sem stuðli að aukinni neytendavitund. Þannig að þegar neytendur fá sér súkkulaðiköku þá standi það skýrum stöfum hvað hún inniheldur margar hitaeiningar.“Ef aðgerðaáætlun Embættis landlæknis verður að veruleika mun verð á sælgæti og gosdrykkjum hækka um 20 prósent. Fréttablaðið/PjeturHún segir vitundarvakningu í heiminum í dag sem hafi leitt til minnkandi sykurneyslu. „Frjálsræði fylgir ekki ósómi. Það á að nálgast þetta með upplýsingum. Þess vegna hefur áfengisneysla ungmenna farið niður á við síðustu árin, ekki með svona illa útfærðum sköttum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það á að halda áfram sömu vitleysunni og vinstri stjórnin var með á sínum tíma, að gera upp á milli vörutegunda. Síðasta útfærsla var léleg og vond, síðan sá skattur var afnuminn hefur sykurneysla minnkað.“ Telur hún að eitthvað annað og meira liggi að baki hugmyndunum um að skattleggja gosdrykki og sælgæti en ekki sykurbættar mjólkurvörur en aðeins vilji til að draga úr sykurneyslu. „Uppleggið vekur furðu. Ef það er hægt að treysta einhverju hjá þessari ríkisstjórn þá er það að slá skjaldborg um sérhagsmuni Mjólkursamsölunnar.“ Sunna Gunnars Marteinsdóttir, verkefnastjóri í upplýsinga- og fræðslumálum hjá MS, hafnar því að MS sé stórtækt þegar kemur að sykri. „Mjólkursamsalan hefur markvisst unnið að því að minnka sykur í sínum vörum frá árinu 2003 og í dag eru um 85% af öllum okkar vörum án viðbætts sykurs,“ segir Sunna. „MS kaupir árlega um 1-2% af heildarsykurinnflutningi í sína framleiðslu en stærstu aðilarnir í kaupum á sykri eru um 10 sinnum stærri en MS.“ Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda aðgerðaáætlunarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að fólk sem hefur minni tekjur og minni menntun lifi óheilbrigðara lífi og lifi skemur. Rannsóknir sýni að skattlagning breyti hegðun og það sé markmiðið. „Við sjáum það í okkar tölum að fólk sem hefur minni tekjur og minni menntun lifir óheilbrigðara lífi og lifir skemur. Rannsóknir sýna að skattlagning breytir hegðun og það er það sem við viljum,“ sagði Dóra. Þorgerður Katrín er ekki sannfærð. „Ég er ekki sannfærð um að þessi útfærsla á skattlagningu geti breytt hegðun. Upplýsum neytandann í staðinn fyrir að skattleggja hann.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. „Þessi mismunun á vörutegundum er mjög sérstök. Á meðan eitt fyrirtæki uppi á Höfða sem framleiðir gosdrykki er skattlagt í botn þá er annað fyrirtæki í 100 metra fjarlægð, stór aðili í sykurinnflutningi, sem sleppur alveg við þetta, það er Mjólkursamsalan,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í síðustu viku að skipa starfshóp sem falið verður að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til þess að draga úr sykurneyslu landsmanna. Aðgerðaáætlunin var gerð að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þar er lagt til að hækka verð á gosi og sælgæti um 20 prósent. Á móti á að lækka álögur á hollari matvæli. Ekki á að leggja sykurskatt á kökur, kex, ís eða sykraðar mjólkurvörur. Þorgerður Katrín sér frekar fyrir sér betri merkingar og upplýsingar, sem þekkist víðar, en skattlagningu. „Við í Viðreisn viljum miklu frekar nálgast þetta út frá merkingum og upplýsingum sem stuðli að aukinni neytendavitund. Þannig að þegar neytendur fá sér súkkulaðiköku þá standi það skýrum stöfum hvað hún inniheldur margar hitaeiningar.“Ef aðgerðaáætlun Embættis landlæknis verður að veruleika mun verð á sælgæti og gosdrykkjum hækka um 20 prósent. Fréttablaðið/PjeturHún segir vitundarvakningu í heiminum í dag sem hafi leitt til minnkandi sykurneyslu. „Frjálsræði fylgir ekki ósómi. Það á að nálgast þetta með upplýsingum. Þess vegna hefur áfengisneysla ungmenna farið niður á við síðustu árin, ekki með svona illa útfærðum sköttum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það á að halda áfram sömu vitleysunni og vinstri stjórnin var með á sínum tíma, að gera upp á milli vörutegunda. Síðasta útfærsla var léleg og vond, síðan sá skattur var afnuminn hefur sykurneysla minnkað.“ Telur hún að eitthvað annað og meira liggi að baki hugmyndunum um að skattleggja gosdrykki og sælgæti en ekki sykurbættar mjólkurvörur en aðeins vilji til að draga úr sykurneyslu. „Uppleggið vekur furðu. Ef það er hægt að treysta einhverju hjá þessari ríkisstjórn þá er það að slá skjaldborg um sérhagsmuni Mjólkursamsölunnar.“ Sunna Gunnars Marteinsdóttir, verkefnastjóri í upplýsinga- og fræðslumálum hjá MS, hafnar því að MS sé stórtækt þegar kemur að sykri. „Mjólkursamsalan hefur markvisst unnið að því að minnka sykur í sínum vörum frá árinu 2003 og í dag eru um 85% af öllum okkar vörum án viðbætts sykurs,“ segir Sunna. „MS kaupir árlega um 1-2% af heildarsykurinnflutningi í sína framleiðslu en stærstu aðilarnir í kaupum á sykri eru um 10 sinnum stærri en MS.“ Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda aðgerðaáætlunarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að fólk sem hefur minni tekjur og minni menntun lifi óheilbrigðara lífi og lifi skemur. Rannsóknir sýni að skattlagning breyti hegðun og það sé markmiðið. „Við sjáum það í okkar tölum að fólk sem hefur minni tekjur og minni menntun lifir óheilbrigðara lífi og lifir skemur. Rannsóknir sýna að skattlagning breytir hegðun og það er það sem við viljum,“ sagði Dóra. Þorgerður Katrín er ekki sannfærð. „Ég er ekki sannfærð um að þessi útfærsla á skattlagningu geti breytt hegðun. Upplýsum neytandann í staðinn fyrir að skattleggja hann.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02
Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15
Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15