Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júní 2019 08:00 Þessir Parísarbúar stungu sér á bólakaf til þess að flýja hitann. Nordicphotos/AFP Evrópa Hitabylgja hélt áfram að hrella fólk víða um Evrópu í gær og fór hiti vel yfir fjörutíu stig í til að mynda Frakklandi, á Spáni og í Sviss. Degi fyrr höfðu hitamet fallið í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi en búist er við því að enn hitni um helgina. Þeir veðurfræðingar sem breska ríkisútvarpið vitnaði til í gær sögðu ofsahitann kominn til vegna vinda frá norðanverðri Afríku. Timothy Hewson, sem stýrir veðurspáteymi evrópsku veðurstofunnar ECMWF, sagði það einnig spila stóra rullu að það hefur verið heiðskírt víða. Þurri jörð sé einnig um að kenna vegna þess að það ástand þýðir minni uppgufun. Íbúar hafa verið varaðir sérstaklega við hitabylgjunni, en hiti sem þessi getur verið lífshættulegur. Þess er skemmst að minnast að um 15.000 dóu í Frakklandi eftir álíka hitabylgju í ágúst 2003, að því er fram kom í frétt France 24. Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. Veröldin sé nú um einni gráðu hlýrri en fyrir iðnbyltingu og því séu veðuröfgar orðnar algengari. „Nú þegar við fáum hitabylgjur verða þær líklega að minnsta kosti gráðu hlýrri. Við erum enn að sjá öfgafull veðrabrigði en þau eru að verða algengari,“ sagði Grahame Madge hjá bresku veðurstofunni við BBC. Loftslagsmálanefnd breska þingsins varaði við því síðasta sumar að hitabylgjur sem þessar gætu orðið árlegur viðburður vegna loftslagsbreytinga. Nefndin komst að því að um 7.000 Bretar gætu dáið á ári vegna hitabylgna ef ekki er gripið inn í sem fyrst. „Þessi aukning í veðuröfgum er nákvæmlega sú sem loftslagsvísindin hafa spáð og eru afleiðing hamfarahlýnunar. Hún er svo afleiðing aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda,“ hafði AP eftir Stefan Rahmstorf, loftslagsvísindamanni hjá loftslagsrannsóknastofnuninni PIK í Þýskalandi.Katalónía brennur Miklir skógareldar hafa kviknað vegna hitabylgjunnar í Tarragona í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu. Búist er við því að eldarnir verði einir þeir verstu í tuttugu ár og voru í það minnsta 5.500 hektarar alelda í gær, að því er kom fram í frétt katalónska miðilsins ACN. Rúmlega 500 slökkviliðsmenn og hermenn börðust við eldana í gær. 53 íbúum hefur verið gert að flýja heimili sín en talið er að um 20.000 gætu lent í hættu vegna hamfaranna. Þá hefur fimm stofnbrautum verið lokað og fólki er ráðlagt að halda sig fjarri svæðinu. „Við höfum ekki þurft að takast á við viðlíka elda í tuttugu ár. Þeir gætu brennt 20.000 hektara svæði. Við þurfum að passa okkur því hvers konar kæruleysi gæti orsakað hörmulega ógæfu,“ tísti Miquel Buch, innanríkisráðherra héraðsins, í gær. David Borrell, slökkviliðsstjóri svæðisins, sagði við Catalunya Radio að það væri erfitt að vera bjartsýnn á að slökkvistarf gangi vel. „Landslagið er afar erfitt og veldur miklum vandamálum. Veðrið er einnig til vandræða. Það þreytir okkur og þýðir að við þurfum að leggja enn harðar að okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Evrópa Hitabylgja hélt áfram að hrella fólk víða um Evrópu í gær og fór hiti vel yfir fjörutíu stig í til að mynda Frakklandi, á Spáni og í Sviss. Degi fyrr höfðu hitamet fallið í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi en búist er við því að enn hitni um helgina. Þeir veðurfræðingar sem breska ríkisútvarpið vitnaði til í gær sögðu ofsahitann kominn til vegna vinda frá norðanverðri Afríku. Timothy Hewson, sem stýrir veðurspáteymi evrópsku veðurstofunnar ECMWF, sagði það einnig spila stóra rullu að það hefur verið heiðskírt víða. Þurri jörð sé einnig um að kenna vegna þess að það ástand þýðir minni uppgufun. Íbúar hafa verið varaðir sérstaklega við hitabylgjunni, en hiti sem þessi getur verið lífshættulegur. Þess er skemmst að minnast að um 15.000 dóu í Frakklandi eftir álíka hitabylgju í ágúst 2003, að því er fram kom í frétt France 24. Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. Veröldin sé nú um einni gráðu hlýrri en fyrir iðnbyltingu og því séu veðuröfgar orðnar algengari. „Nú þegar við fáum hitabylgjur verða þær líklega að minnsta kosti gráðu hlýrri. Við erum enn að sjá öfgafull veðrabrigði en þau eru að verða algengari,“ sagði Grahame Madge hjá bresku veðurstofunni við BBC. Loftslagsmálanefnd breska þingsins varaði við því síðasta sumar að hitabylgjur sem þessar gætu orðið árlegur viðburður vegna loftslagsbreytinga. Nefndin komst að því að um 7.000 Bretar gætu dáið á ári vegna hitabylgna ef ekki er gripið inn í sem fyrst. „Þessi aukning í veðuröfgum er nákvæmlega sú sem loftslagsvísindin hafa spáð og eru afleiðing hamfarahlýnunar. Hún er svo afleiðing aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda,“ hafði AP eftir Stefan Rahmstorf, loftslagsvísindamanni hjá loftslagsrannsóknastofnuninni PIK í Þýskalandi.Katalónía brennur Miklir skógareldar hafa kviknað vegna hitabylgjunnar í Tarragona í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu. Búist er við því að eldarnir verði einir þeir verstu í tuttugu ár og voru í það minnsta 5.500 hektarar alelda í gær, að því er kom fram í frétt katalónska miðilsins ACN. Rúmlega 500 slökkviliðsmenn og hermenn börðust við eldana í gær. 53 íbúum hefur verið gert að flýja heimili sín en talið er að um 20.000 gætu lent í hættu vegna hamfaranna. Þá hefur fimm stofnbrautum verið lokað og fólki er ráðlagt að halda sig fjarri svæðinu. „Við höfum ekki þurft að takast á við viðlíka elda í tuttugu ár. Þeir gætu brennt 20.000 hektara svæði. Við þurfum að passa okkur því hvers konar kæruleysi gæti orsakað hörmulega ógæfu,“ tísti Miquel Buch, innanríkisráðherra héraðsins, í gær. David Borrell, slökkviliðsstjóri svæðisins, sagði við Catalunya Radio að það væri erfitt að vera bjartsýnn á að slökkvistarf gangi vel. „Landslagið er afar erfitt og veldur miklum vandamálum. Veðrið er einnig til vandræða. Það þreytir okkur og þýðir að við þurfum að leggja enn harðar að okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent