Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júní 2019 11:24 Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. Vísir/ap Borgaryfirvöld í París hafa gripið til þess ráðs að takmarka verulega bílaumferð í borginni til að reyna að ná tökum á mengun. Borgin hefur bannað allt að 60% bíla í umferð þar til hitabylgjan líður hjá en hátt hitastig bætir gráu ofan á svart í loftgæðamálum. Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og hitamet júnímánaðar hafa víða í álfunni verið slegin. Þá keppast slökkviliðsmenn í norðausturhluta Spánar við að ná tökum á kjarreldum sem þar geisa. Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en gert er ráð fyrir að hitinn gæti farið vel yfir 44 gráður. Franska veðurstofan setti í dag í fyrsta sinn í sögu landsins efsta varúðarstig, rauða viðvörun, í gang í fjórum héruðum í suðurhluta landsins.Sjá nánar: Rauð viðvörun vegna hitans Takmörkun á bílaumferð hefur verið útfærð þannig að einungis rafmagnsbílar eru leyfðir á götum borgarinnar auk bíla sem ganga fyrir bensíni sem skráðir voru eftir janúar 2006. Þá eru Dísel-bílar leyfðir í umferðinni sem skráðir voru eftir janúar 2011.Parísarbúar reyna að kæla sig niður í hitabylgjunni.Vísir/apTakmarkanirnar ná til rúmlega fimm milljóna bíla en margir virða þó bannið að vettugi og halda uppteknum hætti. Fyrir vikið hafa þeir einfaldlega þurft að borga sektina. Umræddir bílstjórar segja sektina, sem hljóðar upp á 9.635 íslenskar krónur hafi ekki nægilega mikinn fælingarmátt. Umferðartakmarkanir eru einnig í gildi í öðrum frönskum borgum á borð við Lyon, Marseille og Strasbourg. Hitabylgjan hefur einnig haft áhrif á skólahald í landinu en nokkrir skólastjórar hafa ákveðið að fresta prófum vegna hitans. Þá hefur verið lagt blátt bann við hvers konar flutninga á dýrum. Er það gert til að gæta að heilsu þeirra.Fréttaritari Sky News í Frakklandi segir að þar sem hitabylgjan skall á í júní sé rakastig í loftinu enn mikið sem gerir hitann erfiðari. Það er yfirleitt hærra rakastig í júní en síðsumars. „Sem gerir það að verkum að manni líður eins og það sé mun heitara hérna en það er í raun og veru og þetta mun bara versna um helgina.“ Frakkland Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hundruð slökkviliðsmanna glíma við kjarrelda í Katalóníu Hundruð slökkviliðsmanna í Katalóníu berjast nú við mestu kjarrelda svæðisins í rúm tuttugu ár. 27. júní 2019 19:42 Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Borgaryfirvöld í París hafa gripið til þess ráðs að takmarka verulega bílaumferð í borginni til að reyna að ná tökum á mengun. Borgin hefur bannað allt að 60% bíla í umferð þar til hitabylgjan líður hjá en hátt hitastig bætir gráu ofan á svart í loftgæðamálum. Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og hitamet júnímánaðar hafa víða í álfunni verið slegin. Þá keppast slökkviliðsmenn í norðausturhluta Spánar við að ná tökum á kjarreldum sem þar geisa. Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en gert er ráð fyrir að hitinn gæti farið vel yfir 44 gráður. Franska veðurstofan setti í dag í fyrsta sinn í sögu landsins efsta varúðarstig, rauða viðvörun, í gang í fjórum héruðum í suðurhluta landsins.Sjá nánar: Rauð viðvörun vegna hitans Takmörkun á bílaumferð hefur verið útfærð þannig að einungis rafmagnsbílar eru leyfðir á götum borgarinnar auk bíla sem ganga fyrir bensíni sem skráðir voru eftir janúar 2006. Þá eru Dísel-bílar leyfðir í umferðinni sem skráðir voru eftir janúar 2011.Parísarbúar reyna að kæla sig niður í hitabylgjunni.Vísir/apTakmarkanirnar ná til rúmlega fimm milljóna bíla en margir virða þó bannið að vettugi og halda uppteknum hætti. Fyrir vikið hafa þeir einfaldlega þurft að borga sektina. Umræddir bílstjórar segja sektina, sem hljóðar upp á 9.635 íslenskar krónur hafi ekki nægilega mikinn fælingarmátt. Umferðartakmarkanir eru einnig í gildi í öðrum frönskum borgum á borð við Lyon, Marseille og Strasbourg. Hitabylgjan hefur einnig haft áhrif á skólahald í landinu en nokkrir skólastjórar hafa ákveðið að fresta prófum vegna hitans. Þá hefur verið lagt blátt bann við hvers konar flutninga á dýrum. Er það gert til að gæta að heilsu þeirra.Fréttaritari Sky News í Frakklandi segir að þar sem hitabylgjan skall á í júní sé rakastig í loftinu enn mikið sem gerir hitann erfiðari. Það er yfirleitt hærra rakastig í júní en síðsumars. „Sem gerir það að verkum að manni líður eins og það sé mun heitara hérna en það er í raun og veru og þetta mun bara versna um helgina.“
Frakkland Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hundruð slökkviliðsmanna glíma við kjarrelda í Katalóníu Hundruð slökkviliðsmanna í Katalóníu berjast nú við mestu kjarrelda svæðisins í rúm tuttugu ár. 27. júní 2019 19:42 Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Hundruð slökkviliðsmanna glíma við kjarrelda í Katalóníu Hundruð slökkviliðsmanna í Katalóníu berjast nú við mestu kjarrelda svæðisins í rúm tuttugu ár. 27. júní 2019 19:42
Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39