Lífið

Friðrik Dór, Hildur og Sprite Zero Klan meðal þeirra sem stíga á stokk á Innipúkanum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Snillingarnir í Sprite Zero Klan koma fram á Innipúkanum.
Snillingarnir í Sprite Zero Klan koma fram á Innipúkanum.
Tónlistarhátíðin Innipúkinn mun fara fram í 18. sinn í ár. Eins og vanalega fer hátíðin fram í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina og verður mikið um dýrðir.

Hátíðin er þó með aðeins öðruvísi sniði en áður hefur verið, en nú hefur Innupúkinn verið færður úr Kvosinni og út á Granda og mun hún fara þar fram á Messanum og Bryggjunni Brugghúsi. Eins og nafnið kann að gefa til kynna fer Innipúkinn að mestum hluta til fram innandyra.

Nú er búið að tilkynna um fyrsta holl listamanna sem leikur á hátíðinni en það má sjá þjóðkunn nöfn á borð við Friðrik Dór Jónsson, Hildi, Jónas Sig, Sprite Zero Klan og Sturla Atlas.

Hér að neðan má sjá alla listamenn sem tilkynnt hefur verið um að komi fram á Innipúkanum:

Between Mountains

Blóðmör

Dj Flugvél & geimskip

Frikki Dór

Hildur

Joey Christ

Jónas Sig

Kælan mikla

Matthildur

Moses Hightower

Sprite Zero Klan

Sturla Atlas

Una Schram

Valdimar

Vök

Fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni verða tilkynntir þegar nær dregur hátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×