Sykurskatturinn hjálpar til að draga úr líkum á krabbameini Ari Brynjólfsson skrifar 29. júní 2019 08:30 Aðgerðaáætlun Landlæknis gerir ráð fyrir 20 prósenta hækkun á sætum gosdrykkjum. Fréttablaðið/Heiða „Sykur veldur ekki krabbameini beint, en það eru mjög margar rannsóknir sem sýna að ef þú drekkur mjög mikið af sykruðum gosdrykkjum ýti það undir þyngdaraukningu. Og of mikil þyngd, of mikil söfnun líkamsfitu, eykur áhættuna á krabbameini. Þetta er ákveðin keðjuverkun,“ segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Segir hún fjölda rannsókna sýna fram á tengsl milli offitu og krabbameina, og að aukin líkamsþyngd sé staðfestur áhættuþáttur 12 tegunda krabbameina, þar á meðal í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti aðgerðaáætlun Landlæknis til að draga úr sykurneyslu fyrir ríkisstjórninni fyrir skömmu. Í áætluninni, sem unnin var að beiðni ráðherra, er lagt til að skattar á gosdrykki og sælgæti hækki um allt að 20 prósent. Á sama tíma á að lækka álögur á ávexti og grænmeti. Sitt sýnist hverjum um málið, en Krabbameinsfélagið styður sykurskattinn heilshugar.Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins „Krabbameinsfélagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykurskatti, neysluskattum og stjórnvaldsaðgerðum, af því að þær virka.“FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Félagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykurskatti, neyslusköttum og stjórnvaldsaðgerðum, af því að þær virka,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Segir hún að þær forvarnaraðgerðir sem Íslendingar hafi ráðist í með góðum árangri, þá sérstaklega í reykingum, hafi falið í sér hækkanir og að draga úr sýnileika. Jóhanna segir brýnt að draga úr sykurneyslu Íslendinga, sérstaklega í gegnum gosdrykkju. „Að drekka sykur er allt annað en að borða sykur. Það er eins og líkaminn verði ekki saddur við að drekka hitaeiningar. Sama hvernig á þetta er horft þá eru sykruðu gosdrykkirnir efstir á blaði þegar kemur að því að ýta undir þyngdaraukningu.“ Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga og má þriðji hver Íslendingur vænta þess að fá krabbamein á ævinni. „Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum. Það mætti koma í veg fyrir að rúmlega þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir,“ segir Jóhanna. „Það getur tekið tugi ára fyrir þetta að hafa áhrif á fækkun krabbameina.“ Nefnir Jóhanna sem dæmi að það á enn eftir að koma niðursveifla í lungnakrabbameinum, sérstaklega hjá konum, í kjölfar fækkunar einstaklinga sem reykja. „Þeir sem reyktu mikið á síðustu öld eru núna að fá lungnakrabbamein. Varðandi aðgerðaáætlunina segir Jóhanna það gleymast í umræðunni að það eigi að lækka verð á ávöxtum og grænmeti. „Það að borða ávexti og grænmeti minnkar líkur á krabbameinum, það er eitthvað sem er mjög jákvætt við sykurskattinn. Bæði er það gott fyrir jörðina og það er sérstök vernd gegn krabbameinum,“ segir Jóhanna. „Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“ Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla. 27. júní 2019 13:05 Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Sykur veldur ekki krabbameini beint, en það eru mjög margar rannsóknir sem sýna að ef þú drekkur mjög mikið af sykruðum gosdrykkjum ýti það undir þyngdaraukningu. Og of mikil þyngd, of mikil söfnun líkamsfitu, eykur áhættuna á krabbameini. Þetta er ákveðin keðjuverkun,“ segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Segir hún fjölda rannsókna sýna fram á tengsl milli offitu og krabbameina, og að aukin líkamsþyngd sé staðfestur áhættuþáttur 12 tegunda krabbameina, þar á meðal í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti aðgerðaáætlun Landlæknis til að draga úr sykurneyslu fyrir ríkisstjórninni fyrir skömmu. Í áætluninni, sem unnin var að beiðni ráðherra, er lagt til að skattar á gosdrykki og sælgæti hækki um allt að 20 prósent. Á sama tíma á að lækka álögur á ávexti og grænmeti. Sitt sýnist hverjum um málið, en Krabbameinsfélagið styður sykurskattinn heilshugar.Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins „Krabbameinsfélagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykurskatti, neysluskattum og stjórnvaldsaðgerðum, af því að þær virka.“FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Félagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykurskatti, neyslusköttum og stjórnvaldsaðgerðum, af því að þær virka,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Segir hún að þær forvarnaraðgerðir sem Íslendingar hafi ráðist í með góðum árangri, þá sérstaklega í reykingum, hafi falið í sér hækkanir og að draga úr sýnileika. Jóhanna segir brýnt að draga úr sykurneyslu Íslendinga, sérstaklega í gegnum gosdrykkju. „Að drekka sykur er allt annað en að borða sykur. Það er eins og líkaminn verði ekki saddur við að drekka hitaeiningar. Sama hvernig á þetta er horft þá eru sykruðu gosdrykkirnir efstir á blaði þegar kemur að því að ýta undir þyngdaraukningu.“ Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga og má þriðji hver Íslendingur vænta þess að fá krabbamein á ævinni. „Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum. Það mætti koma í veg fyrir að rúmlega þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir,“ segir Jóhanna. „Það getur tekið tugi ára fyrir þetta að hafa áhrif á fækkun krabbameina.“ Nefnir Jóhanna sem dæmi að það á enn eftir að koma niðursveifla í lungnakrabbameinum, sérstaklega hjá konum, í kjölfar fækkunar einstaklinga sem reykja. „Þeir sem reyktu mikið á síðustu öld eru núna að fá lungnakrabbamein. Varðandi aðgerðaáætlunina segir Jóhanna það gleymast í umræðunni að það eigi að lækka verð á ávöxtum og grænmeti. „Það að borða ávexti og grænmeti minnkar líkur á krabbameinum, það er eitthvað sem er mjög jákvætt við sykurskattinn. Bæði er það gott fyrir jörðina og það er sérstök vernd gegn krabbameinum,“ segir Jóhanna. „Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“ Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla. 27. júní 2019 13:05 Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02
Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“ Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla. 27. júní 2019 13:05
Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01
Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00
Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15
Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30