Kylie harðlega gagnrýnd fyrir þernupartí Birgir Olgeirsson skrifar 11. júní 2019 08:27 Kylie og vinkonur hennar klæddu sig upp eins og þernur í Handmaid´s Tale. Instagram Bandaríska raunveruleikastjarnan Kylie Jenner hefur verið gagnrýnd harkalega fyrir að halda búningapartí þar sem gestir voru beðnir um að klæða sig upp eins og persónur úr sjónvarpsþáttunum The Handmaid´s Tail, eða Sögu þernunnar. Partíið hélt Jenner fyrir vinkonu sína Anastasia Karanikolaou, sem er sjálf samfélagsmiðlastjarna. Kylie birti myndir og myndbönd af sér og vinum sínum í rauðum sloppum og með hvíta hatta sem þernur klæðast í þáttaröðinni sem byggð er á dystópískri skáldsögu Margaret Atwood. Í einu myndbandanna sem Kylie birtir heyrist hún segja að The Handmaid´s Tale sé uppáhaldsþáttur hennar og býður vina sína velkomna til Gilead. Margir netverjar voru ekki hrifnir af þessu uppátæki og sögðu þema partísins afar ósmekklegt. View this post on InstagramKylie throwing a themed birthday party for @stassiebaby and the premiere of @handmaidsonhulu who watched the show? I watched most of it it’s so good A post shared by Kylie Jenner News (@kyliesnapchat) on Jun 8, 2019 at 6:04pm PDTSaga þernunnar segir frá framandi framtíð í Bandaríkjunum þar sem frjósamar konur eru hnepptar í kynlífsþrældóm af valdhöfum í Gilead. Í sögunni hefur frjósömum konum fækkað svo mikið að þær konur sem eru frjóar eru neyddar til að ganga með börn þeirra ríku.Þeir sem gagnrýndu þetta þema í partíi Kylie sögðu það afar ósmekklegt að fagna þrældómi kvenna. Þetta sýni hversu fáfróð Kylie og vinir hennar eru. Aðrir sögðu Kylie og vini hennar úr öllum tengslum því þeir sem mótmæltu nýrri löggjöf um fósturrof í Bandaríkjunum höfðu margir hverjir klætt sig upp sem þernur og vísuðu þar með í þann heim sem er boðaður í Sögu þernunnar. Sumir verja þó Kylie og benda á að ekki þurfi að rífa allt niður og móðgast yfir öllu. Einn spyr hvort það þyki móðgandi að klæða sig upp sem norn því konur voru ofsóttar sem nornir á árum áður. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Bandaríska raunveruleikastjarnan Kylie Jenner hefur verið gagnrýnd harkalega fyrir að halda búningapartí þar sem gestir voru beðnir um að klæða sig upp eins og persónur úr sjónvarpsþáttunum The Handmaid´s Tail, eða Sögu þernunnar. Partíið hélt Jenner fyrir vinkonu sína Anastasia Karanikolaou, sem er sjálf samfélagsmiðlastjarna. Kylie birti myndir og myndbönd af sér og vinum sínum í rauðum sloppum og með hvíta hatta sem þernur klæðast í þáttaröðinni sem byggð er á dystópískri skáldsögu Margaret Atwood. Í einu myndbandanna sem Kylie birtir heyrist hún segja að The Handmaid´s Tale sé uppáhaldsþáttur hennar og býður vina sína velkomna til Gilead. Margir netverjar voru ekki hrifnir af þessu uppátæki og sögðu þema partísins afar ósmekklegt. View this post on InstagramKylie throwing a themed birthday party for @stassiebaby and the premiere of @handmaidsonhulu who watched the show? I watched most of it it’s so good A post shared by Kylie Jenner News (@kyliesnapchat) on Jun 8, 2019 at 6:04pm PDTSaga þernunnar segir frá framandi framtíð í Bandaríkjunum þar sem frjósamar konur eru hnepptar í kynlífsþrældóm af valdhöfum í Gilead. Í sögunni hefur frjósömum konum fækkað svo mikið að þær konur sem eru frjóar eru neyddar til að ganga með börn þeirra ríku.Þeir sem gagnrýndu þetta þema í partíi Kylie sögðu það afar ósmekklegt að fagna þrældómi kvenna. Þetta sýni hversu fáfróð Kylie og vinir hennar eru. Aðrir sögðu Kylie og vini hennar úr öllum tengslum því þeir sem mótmæltu nýrri löggjöf um fósturrof í Bandaríkjunum höfðu margir hverjir klætt sig upp sem þernur og vísuðu þar með í þann heim sem er boðaður í Sögu þernunnar. Sumir verja þó Kylie og benda á að ekki þurfi að rífa allt niður og móðgast yfir öllu. Einn spyr hvort það þyki móðgandi að klæða sig upp sem norn því konur voru ofsóttar sem nornir á árum áður.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira