Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 19:12 Golunov táraðist þegar honum var sleppt úr haldi í Moskvu í dag. Lögreglustjórinn þar felldi niður allar ákærur á hendur honum. AP/Pavel Golovkin Ívan Golunov, rússneska blaðamanninum sem var fangelsaður vegna ákæru um fíkniefnabrot, hefur verið sleppt úr haldi. Mál Golunov hefur vakið hneykslan á meðal rússnesks almennings. Rannsókn hefur verið boðuð á hvernig reynt var að koma sök á rannsóknarblaðamanninn. Stuðningsmenn Golunov hafa mótmælt fangelsun hans og hefur mál hans vakið athygli á heimsvísu. Sem blaðamaður hefur Golunov meðal annars rannsakað ritskoðun og vafasama fjármálagerninga í Rússlandi. Yfirvöld sökuðu hann um fíkniefnasölu. Nú segir Vladímír Kolokoltsev, innanríkisráðherra Rússlands, að ekki hafi verið sýnt fram á sekt Golunov sem hefur verið haldið í stofufangelsi. Ákveðið hafi verið að leysa Golunov úr haldi eftir „réttarfræðilegar, líffræðilegar, fingrafara- og erfðafræðilegar tilraunir“. Ráðherrann boðar rannsókn á hvernig málið gegn honum kom til og hefur beðið Vladímír Pútín forseta um að reka tvo háttsetta embættismenn vegna málsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Golunov felldi tár og hét því að halda áfram rannsóknarblaðamennsku sinni þegar hann var látinn laus í dag. Hann hefur meðal annars starfað fyrir fréttasíðuna Meduza sem er rekin í Lettlandi. Rússneskir blaðamenn stofnuðu síðuna eftir að nýir eigendur hliðhollir stjórnvöldum í Kreml tóku yfir fréttasíðuna Lenta.ru þar sem þeir stöfuðu áður.Lögreglan þurfti að draga falskar myndir til baka Jonah Fisher, fréttaritari BBC í Moskvu, segir að mál Golunov hafi verið það vandræðalegasta fyrir rússnesk yfirvöld. Þannig þurfti lögreglan að draga til baka myndir sem hún hafði birt af hlutum fyrir fíkniefnaneyslu eftir að sýnt var fram á að þær voru ekki teknar í íbúð Golunov eins og hún hafði haldið fram. Rannsókn hafi svo leitt í ljós að engin tengsl hafi verið á milli Golunov og fíkniefna sem lögreglan sagðist hafa fundið á honum þegar hann var stöðvaður í Moskvu í síðustu viku. Lögmenn Golunov fullyrða að lögreglumenn hafi komið eiturlyfjunum fyrir á honum. Lögreglumennirnir eru einnig sagðir hafa lumbrað á Golunov. Svo virðist sem að ákvörðunin um að leysa Golunov úr haldi hafi verið tekin á æðstu stöðum í Kreml þegar ljóst var að málið hyrfi ekki í gleymskunnar dá. Boðað hafði verið til mótmæla vegna handtöku blaðamannsins í Moskvu á morgun. Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Ívan Golunov, rússneska blaðamanninum sem var fangelsaður vegna ákæru um fíkniefnabrot, hefur verið sleppt úr haldi. Mál Golunov hefur vakið hneykslan á meðal rússnesks almennings. Rannsókn hefur verið boðuð á hvernig reynt var að koma sök á rannsóknarblaðamanninn. Stuðningsmenn Golunov hafa mótmælt fangelsun hans og hefur mál hans vakið athygli á heimsvísu. Sem blaðamaður hefur Golunov meðal annars rannsakað ritskoðun og vafasama fjármálagerninga í Rússlandi. Yfirvöld sökuðu hann um fíkniefnasölu. Nú segir Vladímír Kolokoltsev, innanríkisráðherra Rússlands, að ekki hafi verið sýnt fram á sekt Golunov sem hefur verið haldið í stofufangelsi. Ákveðið hafi verið að leysa Golunov úr haldi eftir „réttarfræðilegar, líffræðilegar, fingrafara- og erfðafræðilegar tilraunir“. Ráðherrann boðar rannsókn á hvernig málið gegn honum kom til og hefur beðið Vladímír Pútín forseta um að reka tvo háttsetta embættismenn vegna málsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Golunov felldi tár og hét því að halda áfram rannsóknarblaðamennsku sinni þegar hann var látinn laus í dag. Hann hefur meðal annars starfað fyrir fréttasíðuna Meduza sem er rekin í Lettlandi. Rússneskir blaðamenn stofnuðu síðuna eftir að nýir eigendur hliðhollir stjórnvöldum í Kreml tóku yfir fréttasíðuna Lenta.ru þar sem þeir stöfuðu áður.Lögreglan þurfti að draga falskar myndir til baka Jonah Fisher, fréttaritari BBC í Moskvu, segir að mál Golunov hafi verið það vandræðalegasta fyrir rússnesk yfirvöld. Þannig þurfti lögreglan að draga til baka myndir sem hún hafði birt af hlutum fyrir fíkniefnaneyslu eftir að sýnt var fram á að þær voru ekki teknar í íbúð Golunov eins og hún hafði haldið fram. Rannsókn hafi svo leitt í ljós að engin tengsl hafi verið á milli Golunov og fíkniefna sem lögreglan sagðist hafa fundið á honum þegar hann var stöðvaður í Moskvu í síðustu viku. Lögmenn Golunov fullyrða að lögreglumenn hafi komið eiturlyfjunum fyrir á honum. Lögreglumennirnir eru einnig sagðir hafa lumbrað á Golunov. Svo virðist sem að ákvörðunin um að leysa Golunov úr haldi hafi verið tekin á æðstu stöðum í Kreml þegar ljóst var að málið hyrfi ekki í gleymskunnar dá. Boðað hafði verið til mótmæla vegna handtöku blaðamannsins í Moskvu á morgun.
Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12
„Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41