Bleiki skatturinn afnuminn: Getnaðarvarnir og tíðavörur færast í neðra skattþrep Sylvía Hall skrifar 11. júní 2019 19:47 Virðisaukaskattur á tíðavörur lækkar úr 24 prósentum niður í ellefu. Vísir/Getty Alþingi samþykkti í dag að lækka virðisaukaskatt á tíðavörur og getnaðarvarnir úr efra þrepi niður í það neðra. Lögin taka þegar gildi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og var það lagt fram af þingmönnum Pírata, Samfylkingar, Miðflokksins og Flokks fólksins. Með frumvarpinu var lagt til að einnota og margnota tíðavörur á borð við dömubindi, tíðatappa og álfabikarar myndu falla í lægra þrep virðisaukaskatts. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs af þessum virðisaukaskatti hljóðuðu upp á 37,9 milljónir árlega. Með þessum breytingum lækkar virðisaukaskattur á þessar vörur úr 24 prósentum niður í ellefu prósent og segir í tilkynningu frá Pírötum að því beri að fagna í ljósi þess að vörurnar eru nauðsynjavörur frekar en munaðarvörur. Markmið laganna er að stuðla að bættri lýðheilsu með því að draga úr kostnaði vegna nauðsynlegra hreinlætisvara ásamt því að jafna aðstöðumun fólks að aðgengi að mismunandi formi getnaðarvarna. Alþingi Kynlíf Skattar og tollar Tengdar fréttir Þúsund króna munur á leikföngum: Jafnréttisstýra segir þörf á vitundarvakningu um bleika skattinn Anna Sigrún birti mynd sem sýnir að þúsund krónu munur sé á leikfangabollastelli sem selt er í Nettó og telur þetta ekki vera boðlegt. Hún nefnir að verðlagið á þessum leikföngum hafi verið svona í allt sumar. Munurinn á leikföngunum liggur í litnum. Nettó bregst við og ræðir við byrgja. 17. júlí 2017 14:27 Best að neytendur séu meðvitaðir um bleika skattinn Andri Ólafsson fór á stúfana með Björt Ólafsdóttur og voru þau fljót að finna fjölmörg dæmi um bleika skattinn. 15. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag að lækka virðisaukaskatt á tíðavörur og getnaðarvarnir úr efra þrepi niður í það neðra. Lögin taka þegar gildi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og var það lagt fram af þingmönnum Pírata, Samfylkingar, Miðflokksins og Flokks fólksins. Með frumvarpinu var lagt til að einnota og margnota tíðavörur á borð við dömubindi, tíðatappa og álfabikarar myndu falla í lægra þrep virðisaukaskatts. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs af þessum virðisaukaskatti hljóðuðu upp á 37,9 milljónir árlega. Með þessum breytingum lækkar virðisaukaskattur á þessar vörur úr 24 prósentum niður í ellefu prósent og segir í tilkynningu frá Pírötum að því beri að fagna í ljósi þess að vörurnar eru nauðsynjavörur frekar en munaðarvörur. Markmið laganna er að stuðla að bættri lýðheilsu með því að draga úr kostnaði vegna nauðsynlegra hreinlætisvara ásamt því að jafna aðstöðumun fólks að aðgengi að mismunandi formi getnaðarvarna.
Alþingi Kynlíf Skattar og tollar Tengdar fréttir Þúsund króna munur á leikföngum: Jafnréttisstýra segir þörf á vitundarvakningu um bleika skattinn Anna Sigrún birti mynd sem sýnir að þúsund krónu munur sé á leikfangabollastelli sem selt er í Nettó og telur þetta ekki vera boðlegt. Hún nefnir að verðlagið á þessum leikföngum hafi verið svona í allt sumar. Munurinn á leikföngunum liggur í litnum. Nettó bregst við og ræðir við byrgja. 17. júlí 2017 14:27 Best að neytendur séu meðvitaðir um bleika skattinn Andri Ólafsson fór á stúfana með Björt Ólafsdóttur og voru þau fljót að finna fjölmörg dæmi um bleika skattinn. 15. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Þúsund króna munur á leikföngum: Jafnréttisstýra segir þörf á vitundarvakningu um bleika skattinn Anna Sigrún birti mynd sem sýnir að þúsund krónu munur sé á leikfangabollastelli sem selt er í Nettó og telur þetta ekki vera boðlegt. Hún nefnir að verðlagið á þessum leikföngum hafi verið svona í allt sumar. Munurinn á leikföngunum liggur í litnum. Nettó bregst við og ræðir við byrgja. 17. júlí 2017 14:27
Best að neytendur séu meðvitaðir um bleika skattinn Andri Ólafsson fór á stúfana með Björt Ólafsdóttur og voru þau fljót að finna fjölmörg dæmi um bleika skattinn. 15. febrúar 2016 21:30