Helgi Áss segir fisk undir steini vegna brottvikningar Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2019 11:07 Helgi Áss telur einsýnt að eitthvað búi að baki því að hann var látinn fara frá Háskóla Íslands en þar hefur hann verið vel liðinn kennari. Skrifstofa rektors segir málið ekki svo einfalt. Kristinn Ingvarsson Háskóli Íslands hefur látið Helga Áss Grétarsson dósent við lagadeildina fara. Uppgefin ástæða, að sögn Helga, er sú að hann hafi ekki birt nógu mikið af fræðigreinum á ritstýrðum vettvangi, en Helgi hefur verið dósent við skólann nú í sjö ár. Áður var hann hjá Lagastofnun í sex ár. Hann telur sig hafa lagt mikið af mörkum í kennslumálum og hefur þótt vinsæll kennari. „Auðvitað liggur meira að baki, það er alveg á hreinu,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Mun eiga sér eftirmál Ekki þarf að hafa komið til áminningar í þessu tilfelli því um er að ræða ákvörðun um fastráðningu. Þá þurfa slík mál ekki að fara í slíkan farveg. Helgi segist ætla að skoða stöðu sína betur. „Málsmeðferðin er þess eðlis að ég hef ástæðu til að halda áfram með málið. Það var ekki farið eftir ákveðnum reglum að teknu tilliti til þess í hvaða farveg málið fór, ekki tekin ákvörðun fyrr en seint, mér var haldið í óvissu og svo framvegis.“ Hann segir þannig starfslokin eiga sér sinn aðdraganda og muni þannig sjálfsagt eiga sín eftirmál. Síðar verður frekari ljósi varpað á þau málefni. Helgi segir það verða að koma í ljós, hann þurfi nú að fara að leita sér að öðrum verkefnum.Og farir þá kannski að tefla meira en verið hefur?„Það er aldrei að vita,“ segir Helgi sem er stórmeistari í skák.Uppfært 11:40: Háskólinn segir málið hafa verið í ferli Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá varðar málið umsókn einstaklings sem gegnt hefur tímabundinni stöðu við skólann um ótímabundna ráðningu. Þar innan dyra líta menn svo ekki á að um brottrekstur hafi verið að ræða heldur var málið til afgreiðslu að teknu tilliti til þeirrar spurningar. „Umsókn þar að lútandi er í viðeigandi ferli innan skólans en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Að öðru leiti tjáir háskólinn sig ekki um málefni einstakra starfsmanna en vísar í reglur Háskóla Íslands um framgang og ótímabundnar ráðningar akademískra starfsmanna.“ Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Háskóli Íslands hefur látið Helga Áss Grétarsson dósent við lagadeildina fara. Uppgefin ástæða, að sögn Helga, er sú að hann hafi ekki birt nógu mikið af fræðigreinum á ritstýrðum vettvangi, en Helgi hefur verið dósent við skólann nú í sjö ár. Áður var hann hjá Lagastofnun í sex ár. Hann telur sig hafa lagt mikið af mörkum í kennslumálum og hefur þótt vinsæll kennari. „Auðvitað liggur meira að baki, það er alveg á hreinu,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Mun eiga sér eftirmál Ekki þarf að hafa komið til áminningar í þessu tilfelli því um er að ræða ákvörðun um fastráðningu. Þá þurfa slík mál ekki að fara í slíkan farveg. Helgi segist ætla að skoða stöðu sína betur. „Málsmeðferðin er þess eðlis að ég hef ástæðu til að halda áfram með málið. Það var ekki farið eftir ákveðnum reglum að teknu tilliti til þess í hvaða farveg málið fór, ekki tekin ákvörðun fyrr en seint, mér var haldið í óvissu og svo framvegis.“ Hann segir þannig starfslokin eiga sér sinn aðdraganda og muni þannig sjálfsagt eiga sín eftirmál. Síðar verður frekari ljósi varpað á þau málefni. Helgi segir það verða að koma í ljós, hann þurfi nú að fara að leita sér að öðrum verkefnum.Og farir þá kannski að tefla meira en verið hefur?„Það er aldrei að vita,“ segir Helgi sem er stórmeistari í skák.Uppfært 11:40: Háskólinn segir málið hafa verið í ferli Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá varðar málið umsókn einstaklings sem gegnt hefur tímabundinni stöðu við skólann um ótímabundna ráðningu. Þar innan dyra líta menn svo ekki á að um brottrekstur hafi verið að ræða heldur var málið til afgreiðslu að teknu tilliti til þeirrar spurningar. „Umsókn þar að lútandi er í viðeigandi ferli innan skólans en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Að öðru leiti tjáir háskólinn sig ekki um málefni einstakra starfsmanna en vísar í reglur Háskóla Íslands um framgang og ótímabundnar ráðningar akademískra starfsmanna.“
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira