Lagt til að ævintýrakonan Ída Jónasdóttir fái ríkisborgararétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2019 11:33 Reikna má með 32 nýjum íslenskum ríkisborgurum innan tíðar. vísir/vilhelm Allsherja- og menntamálanefnd hefur lagt til að 32 einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Frumvarp til laga svo hljóðandi hefur verið lagt fyrir Alþingi. Má gera ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt. Meðal þeirra sem lagt er til að fái ríkisborgararétt er Ída Jónasdóttir Herman sem er á 94. aldursári. Ída fékk fyrst íslenskra kvenna leyfi til að giftast bandarískum hermanni. Hún trúlofaðist honum eftir 48 klukkustunda kynni. Ída var til umfjöllunar í heimildarmynd Ölmu Ómarsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í ríkissjónvarpinu um páskana. Hún lætur aldurinn ekki stöðva sig í að láta drauma verða að veruleika. Í fyrrasumar fór hún í svifvængjaflug, ísklifur og renndi sér í zip-lining. „Ég er næstum hundrað ára. En frænka mín varð eldri en hundrað ára, þannig að ég á mörg ár framundan,“ sagði Ída. „Þannig að ég verð að skipuleggja alls konar skemmtilega hluti til að sjá og upplifa, vegna þess að kannski á ég tíu ár eftir ólifuð. Ef ekki, þá það, en ef ég á tíu ár eftir þá ætla ég ekki að sóa þeim.“ Þá er að finna fólk á listanum frá Argentínu, Bandaríkjunu, Kanada, Rússlandi og Brasilíu svo fátt eitt sé nefnt. Lagt er til að eftirfarandi fólki verði veittur ríkisborgararéttur: 1. Agnieszka Józefina Hudzik, f. 1984 í Póllandi. 2. Alexander Kolesnyk, f. 1981 í Úkraínu. 3. Anu Junburom, f. 1955 í Taílandi. 4. Birgir Hannes Rypkema, f. 1988 á Íslandi. 5. Claudia Dahan Pétursson, f. 1960 í Bandaríkjunum. 6. Cloé Lacasse, f. 1993 í Kanada. 7. Elena Nesterova, f. 1977 í Rússlandi. 8. Elias Gastao Cumaio, f. 1998 í Mósambík. 9. Ilhan Erkek, f. 1965 í Tyrklandi. 10. Irene Anne Stringer-Maas, f. 1957 í Bandaríkjunum. 11. Ivan Nesterov, f. 1977 í Rússlandi. 12. Ída Jónasdóttir Herman, f. 1925 á Íslandi. 13. Jesse John Van Hove, f. 1987 í Kanada. 14. John J. Frantz, f. 1930 í Bandaríkjunum. 15. Jón Arthur Ferrier, f. 1958 á Íslandi. 16. Julian Mariano Burgos, f. 1970 í Argentínu. 17. Lucimara Aparecida Da Silva, f. 1977 í Brasilíu. 18. Margrét Ann Thors, f. 1987 í Bandaríkjunum. 19. Marin Duangmadan, f. 1984 í Taílandi. 20. Maxim Leonidovich Petrov, f. 1979 í Rússlandi. 21. Michael David Kowalewski, f. 1965 í Bandaríkjunum. 22. Miodrag Stankovic, f. 1967 í Serbíu. 23. Olivia Marie Harper, f. 1988 í Bandaríkjunum. 24. Patricia Da Silva Araujo, f. 1984 í Brasilíu. 25. Patrycja Natalia Urbanska, f. 1995 í Póllandi. 26. Petur Sigfusson Williams, f. 1948 á Íslandi. 27. Rafaela M. Santos Gomes Teixeira, f. 1986 í Brasilíu. 28. Regina Vaiciuniené, f. 1975 í Litháen. 29. Regína Franziska Heincke, f. 1963 í Svíþjóð. 30. Sebastian Marcin Górka, f. 1976 í Póllandi. 31. Soukaina Nigrou, f. 1990 í Marokkó. 32. Tanit Amandine Karolys Rodriguez, f. 1988 í Ekvador. Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Allsherja- og menntamálanefnd hefur lagt til að 32 einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Frumvarp til laga svo hljóðandi hefur verið lagt fyrir Alþingi. Má gera ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt. Meðal þeirra sem lagt er til að fái ríkisborgararétt er Ída Jónasdóttir Herman sem er á 94. aldursári. Ída fékk fyrst íslenskra kvenna leyfi til að giftast bandarískum hermanni. Hún trúlofaðist honum eftir 48 klukkustunda kynni. Ída var til umfjöllunar í heimildarmynd Ölmu Ómarsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í ríkissjónvarpinu um páskana. Hún lætur aldurinn ekki stöðva sig í að láta drauma verða að veruleika. Í fyrrasumar fór hún í svifvængjaflug, ísklifur og renndi sér í zip-lining. „Ég er næstum hundrað ára. En frænka mín varð eldri en hundrað ára, þannig að ég á mörg ár framundan,“ sagði Ída. „Þannig að ég verð að skipuleggja alls konar skemmtilega hluti til að sjá og upplifa, vegna þess að kannski á ég tíu ár eftir ólifuð. Ef ekki, þá það, en ef ég á tíu ár eftir þá ætla ég ekki að sóa þeim.“ Þá er að finna fólk á listanum frá Argentínu, Bandaríkjunu, Kanada, Rússlandi og Brasilíu svo fátt eitt sé nefnt. Lagt er til að eftirfarandi fólki verði veittur ríkisborgararéttur: 1. Agnieszka Józefina Hudzik, f. 1984 í Póllandi. 2. Alexander Kolesnyk, f. 1981 í Úkraínu. 3. Anu Junburom, f. 1955 í Taílandi. 4. Birgir Hannes Rypkema, f. 1988 á Íslandi. 5. Claudia Dahan Pétursson, f. 1960 í Bandaríkjunum. 6. Cloé Lacasse, f. 1993 í Kanada. 7. Elena Nesterova, f. 1977 í Rússlandi. 8. Elias Gastao Cumaio, f. 1998 í Mósambík. 9. Ilhan Erkek, f. 1965 í Tyrklandi. 10. Irene Anne Stringer-Maas, f. 1957 í Bandaríkjunum. 11. Ivan Nesterov, f. 1977 í Rússlandi. 12. Ída Jónasdóttir Herman, f. 1925 á Íslandi. 13. Jesse John Van Hove, f. 1987 í Kanada. 14. John J. Frantz, f. 1930 í Bandaríkjunum. 15. Jón Arthur Ferrier, f. 1958 á Íslandi. 16. Julian Mariano Burgos, f. 1970 í Argentínu. 17. Lucimara Aparecida Da Silva, f. 1977 í Brasilíu. 18. Margrét Ann Thors, f. 1987 í Bandaríkjunum. 19. Marin Duangmadan, f. 1984 í Taílandi. 20. Maxim Leonidovich Petrov, f. 1979 í Rússlandi. 21. Michael David Kowalewski, f. 1965 í Bandaríkjunum. 22. Miodrag Stankovic, f. 1967 í Serbíu. 23. Olivia Marie Harper, f. 1988 í Bandaríkjunum. 24. Patricia Da Silva Araujo, f. 1984 í Brasilíu. 25. Patrycja Natalia Urbanska, f. 1995 í Póllandi. 26. Petur Sigfusson Williams, f. 1948 á Íslandi. 27. Rafaela M. Santos Gomes Teixeira, f. 1986 í Brasilíu. 28. Regina Vaiciuniené, f. 1975 í Litháen. 29. Regína Franziska Heincke, f. 1963 í Svíþjóð. 30. Sebastian Marcin Górka, f. 1976 í Póllandi. 31. Soukaina Nigrou, f. 1990 í Marokkó. 32. Tanit Amandine Karolys Rodriguez, f. 1988 í Ekvador.
Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira