Vinir og vandamenn Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og unnusta hennar, knattspyrnuhetjunnar Gylfa Þórs Sigurðssonar, flykkjast nú í stórum stíl til Como vatns í norður Ítalíu, þar mun fara fram brúðkaup Gylfa og Alexöndru, brúðkaup sem kallað hefur verið brúðkaup ársins.
Vinir og vandamenn hafa verið duglegir að láta vita af ferðum sínum á samfélagsmiðlum og þá einna helst Instagram. Líklegt þykir að gestalistinn verði stjörnum prýddur en Gylfi hefur spilað knattspyrnu víða um Evrópu og má því búast við að einhverjir knattspyrnumenn láti sjá sig.
Meðal þeirra sem sýnt hafa frá ferðalagi sínu til Como eru landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og eiginkona hans, einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir, Rúrik Gíslason og kærasta hans Nathalia Soliani, Harpa Káradóttir förðunarfræðingur, Hildur Ósk Sigurðardóttir, nemi í gullsmíði, ásamt kærasta sínum Jónasi Óla Jónassyni, plötusnúði sem þekktur er undir nafninu DJ Jay-O.
Þá hefur Trendnet bloggarinn Pattra Sriyanonge sýnt frá ferðalagi sínu ásamt knattspyrnumanninum Theódóri Elmari Björnssyni, þá hefur Alfreð Finnbogason landsliðsmaður sýnt mynd frá leiðinni til Como og má leiða líkur að því að kærasta hans Fríða Rún Einarsdóttir sé þar með í för.
Þá er Trendnet bloggarinn og Ungfrú Ísland árið 2010, Fanney Ingvarsdóttir á leið í brúðkaupið. Líklegt þykir að enn fleiri muni leggja leið sína til Como vants næstu daga til þess að samgleðjast með Gylfa og Alexöndru.

