Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 16:27 Ástandið í Fossvogsskóla er ekki gott þessa dagana. Vísir/Vilhelm Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. Segja má að um enn eitt áfallið sé að ræða fyrir nemendur, foreldra og kennara í skólanum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur a.m.k. einn reynslumikill kennari ákveðið að færa sig um set og kveðja skólann eftir tæplega tveggja áratuga starf. Fossvogsskóla var lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Hafa nemendur meðal annars fengið inni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna aðstöðuleysis. Aðalbjörg segir í tölvupósti til foreldra í dag að hún hafi verið ráðin skólastjóri í Norðlingaskóla frá áramótum. „Ákvörðun mín að sækja um skólastjórastöðu Norðlingaskóla var mér um margt erfið þar sem ég hef átt mjög gott og gefandi samstarf við ykkur, ekki síst í verkefnum síðustu mánuði. Hins vegar er það svo að ég vann við Norðlingaskóla í tíu ár lengst af sem aðstoðarskólastjóri auk þess að leysa skólastjóra af um nokkurt skeið í fjarveru hans.“ Nú bjóðist það tækifæri að taka við stjórn skólans þar sem hún hafi átt hvað lengstan starfsaldur auk þess sem hún hafi tekið ríkan þátt í að móta stefnu og starfhætti sem þar ríkja. „Þetta var því tækifæri sem ég gat ekki látið mér úr greipum ganga þó svo að tímasetningin sé ekki sú heppilegasta í ljósi þeirra aðstæðna sem skólastarf Fossvogsskóla býr við um þessar mundir. Ég hef notið þess að vinna með ykkur síðustu tvö ár og vona að ýmislegt af því sem við höfum endurmetið og mótað í sameiningu efli starf skólans inn í framtíðina.“ Aðalbjörg segist hafa komið þeim tilmælum til yfirmanna skóla- og frístundasviðs að mikilvægt sé að hugað verði að því að auglýsa skólastjórastöðu Fossvogsskóla eins fljótt og kostur er svo eyða megi þeirri óvissu hver taki við af henni og hvenær. „Þetta er ekki hvað síst mikilvægt þar sem skólasamfélagið okkar hér í Fossvogskóla hefur þurft að búa við mikla óvissu í vetur eins og kunnugt er.“ Fram kom á fundi skólastjóra með foreldrum á dögunum að Fossvogsskóli væri enn verr farinn af myglu en áður hefði verið talið. Var Aðalbjörg spurð að því á fundinum hvernig gengi að halda í kennara við svona óvissuástand þar sem óvíst er hvenær hægt verði að framhalda skólahaldi í Fossvoginum. Samkvæmt heimildum Vísis sagði Aðalbjörg að vel gengi að halda í kennara og mikill einhugur væri í hópnum. Ekki náðist í Aðalbjörgu við vinnslu fréttarinnar. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. Segja má að um enn eitt áfallið sé að ræða fyrir nemendur, foreldra og kennara í skólanum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur a.m.k. einn reynslumikill kennari ákveðið að færa sig um set og kveðja skólann eftir tæplega tveggja áratuga starf. Fossvogsskóla var lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Hafa nemendur meðal annars fengið inni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna aðstöðuleysis. Aðalbjörg segir í tölvupósti til foreldra í dag að hún hafi verið ráðin skólastjóri í Norðlingaskóla frá áramótum. „Ákvörðun mín að sækja um skólastjórastöðu Norðlingaskóla var mér um margt erfið þar sem ég hef átt mjög gott og gefandi samstarf við ykkur, ekki síst í verkefnum síðustu mánuði. Hins vegar er það svo að ég vann við Norðlingaskóla í tíu ár lengst af sem aðstoðarskólastjóri auk þess að leysa skólastjóra af um nokkurt skeið í fjarveru hans.“ Nú bjóðist það tækifæri að taka við stjórn skólans þar sem hún hafi átt hvað lengstan starfsaldur auk þess sem hún hafi tekið ríkan þátt í að móta stefnu og starfhætti sem þar ríkja. „Þetta var því tækifæri sem ég gat ekki látið mér úr greipum ganga þó svo að tímasetningin sé ekki sú heppilegasta í ljósi þeirra aðstæðna sem skólastarf Fossvogsskóla býr við um þessar mundir. Ég hef notið þess að vinna með ykkur síðustu tvö ár og vona að ýmislegt af því sem við höfum endurmetið og mótað í sameiningu efli starf skólans inn í framtíðina.“ Aðalbjörg segist hafa komið þeim tilmælum til yfirmanna skóla- og frístundasviðs að mikilvægt sé að hugað verði að því að auglýsa skólastjórastöðu Fossvogsskóla eins fljótt og kostur er svo eyða megi þeirri óvissu hver taki við af henni og hvenær. „Þetta er ekki hvað síst mikilvægt þar sem skólasamfélagið okkar hér í Fossvogskóla hefur þurft að búa við mikla óvissu í vetur eins og kunnugt er.“ Fram kom á fundi skólastjóra með foreldrum á dögunum að Fossvogsskóli væri enn verr farinn af myglu en áður hefði verið talið. Var Aðalbjörg spurð að því á fundinum hvernig gengi að halda í kennara við svona óvissuástand þar sem óvíst er hvenær hægt verði að framhalda skólahaldi í Fossvoginum. Samkvæmt heimildum Vísis sagði Aðalbjörg að vel gengi að halda í kennara og mikill einhugur væri í hópnum. Ekki náðist í Aðalbjörgu við vinnslu fréttarinnar.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira