Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Sighvatur Jónsson skrifar 15. júní 2019 19:00 Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð, miklar væntingar séu gerðar til þess að nýr Herjólfur nýtist betur til siglinga um Landeyjahöfn en forverinn.Fjórði Herjólfur var afhentur Eyjamönnum í dag.Vísir/GvendurFyrsti Herjólfur kom til Vestmannaeyja 1959. Sá sigldi daglega milli Reykjavíkur og Eyja og um tíma vikulega til Þorlákshafnar. Herjólfur fyrsti sigldi einnig hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar. Herjólfur annar kom til landsins 1976 og sigldi milli Þorlákshafnar og Eyja. Herjólfur þriðji var tekinn í notkun 1992. Hann hefur siglt um Þorlákshöfn og Landeyjahöfn frá opnun hennar. Níu árum eftir opnun Landeyjahafnar og 27 árum eftir komu síðasta Herjólfs nefndi forsætisráðherra nýjan Herjólf formlega í dag. Vegamálastjóri, samgönguráðherra og bæjarstjóri Vestmannaeyja klipptu á borða og samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við nýjan Herjólf í dag.Eyjar.net/tryggvi márSigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir miklar væntingar gerðar til nýja Herjólfs varðandi siglingar um Landeyjahöfn. Áfram verði unnið að lagfæringum hafnarinnar. „Það er verið að setja upp frekari dýpkunarleiðir frá landi. Það er verið að skoða hugmyndir heimamanna og aðrar leiðir. Þetta er langhlaup og þróunarstarf að búa til höfn í sandfjöru. En núna er hitt púslið komið, það er að segja ferjan, og þá getum við kannski farið að sjá betur hvernig þetta spilast saman, ferjan og höfnin,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir að verið sé að stíga risastórt skref í orkuskiptum í samgöngum með rafdrifinni ferju. „Við erum auðvitað með aðrar ferjur í landinu. Við erum þegar farin að huga að því að geta rafvætt þær við endurnýjun. Þess vegna er svo gott að rjúfa múrinn og fara hér í gegn með þessu glæsiskipi sem við erum að fá hér í dag.“ Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð, miklar væntingar séu gerðar til þess að nýr Herjólfur nýtist betur til siglinga um Landeyjahöfn en forverinn.Fjórði Herjólfur var afhentur Eyjamönnum í dag.Vísir/GvendurFyrsti Herjólfur kom til Vestmannaeyja 1959. Sá sigldi daglega milli Reykjavíkur og Eyja og um tíma vikulega til Þorlákshafnar. Herjólfur fyrsti sigldi einnig hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar. Herjólfur annar kom til landsins 1976 og sigldi milli Þorlákshafnar og Eyja. Herjólfur þriðji var tekinn í notkun 1992. Hann hefur siglt um Þorlákshöfn og Landeyjahöfn frá opnun hennar. Níu árum eftir opnun Landeyjahafnar og 27 árum eftir komu síðasta Herjólfs nefndi forsætisráðherra nýjan Herjólf formlega í dag. Vegamálastjóri, samgönguráðherra og bæjarstjóri Vestmannaeyja klipptu á borða og samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við nýjan Herjólf í dag.Eyjar.net/tryggvi márSigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir miklar væntingar gerðar til nýja Herjólfs varðandi siglingar um Landeyjahöfn. Áfram verði unnið að lagfæringum hafnarinnar. „Það er verið að setja upp frekari dýpkunarleiðir frá landi. Það er verið að skoða hugmyndir heimamanna og aðrar leiðir. Þetta er langhlaup og þróunarstarf að búa til höfn í sandfjöru. En núna er hitt púslið komið, það er að segja ferjan, og þá getum við kannski farið að sjá betur hvernig þetta spilast saman, ferjan og höfnin,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir að verið sé að stíga risastórt skref í orkuskiptum í samgöngum með rafdrifinni ferju. „Við erum auðvitað með aðrar ferjur í landinu. Við erum þegar farin að huga að því að geta rafvætt þær við endurnýjun. Þess vegna er svo gott að rjúfa múrinn og fara hér í gegn með þessu glæsiskipi sem við erum að fá hér í dag.“
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira