Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2019 21:47 Bella Thorne hefur einnig unnið sem fyrirsæta og gefið út tónlist. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. Thorne deildi skjáskotum af SMS-samskiptum við hakkarann á Twitter-reikningi sínum í gær. Þar sést að viðkomandi sendi myndirnar til Thorne og segist jafnframt hafa sambærileg myndbönd af henni í fórum sínum. „Síðasta sólarhringinn hefur mér verið hótað með mínum eigin nektarmyndum,“ skrifaði Thorne í yfirlýsingu sem hún lét fylgja með myndbirtingunni. „Mér líður ógeðslega, mér finnst eins og það sé fylgst með mér, mér finnst eins og einhver hafi tekið frá mér það sem ég hafði aðeins ætlað sérstakri manneskju.“ Þá hafi hakkarinn sent henni nektarmyndir af öðrum Hollywood-stjörnum. Thorne vandar honum ekki kveðjurnar og segir hann ekki geta stjórnað lífi hennar. „Hér eru myndirnar sem hann hefur verið að hóta mér með, með öðrum orðum: hér eru brjóstin á mér,“ skrifar Thorne. Þá hafi málið verið tilkynnt til bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Thorne er 21 árs og hóf ung feril sinn í Hollywood. Hún hefur leikið í þáttaröðum á borð við Dirty Sexy Money og Shake it Up en sú síðarnefnda var sýnd á sjónvarpsstöðinni Disney Channel. Thorne hefur einnig unnið sem fyrirsæta og gefið út tónlist. Árið 2014 var persónulegum myndum af iCloud-reikningum fjölmargra Hollywood-stjarna stolið og þær birtar á netinu. Á meðal þeirra sem brotið var á voru leikkonurnar Jennifer Lawrence, Kirsten Dunst og Aubrey Plaza. Bandaríkin Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. Thorne deildi skjáskotum af SMS-samskiptum við hakkarann á Twitter-reikningi sínum í gær. Þar sést að viðkomandi sendi myndirnar til Thorne og segist jafnframt hafa sambærileg myndbönd af henni í fórum sínum. „Síðasta sólarhringinn hefur mér verið hótað með mínum eigin nektarmyndum,“ skrifaði Thorne í yfirlýsingu sem hún lét fylgja með myndbirtingunni. „Mér líður ógeðslega, mér finnst eins og það sé fylgst með mér, mér finnst eins og einhver hafi tekið frá mér það sem ég hafði aðeins ætlað sérstakri manneskju.“ Þá hafi hakkarinn sent henni nektarmyndir af öðrum Hollywood-stjörnum. Thorne vandar honum ekki kveðjurnar og segir hann ekki geta stjórnað lífi hennar. „Hér eru myndirnar sem hann hefur verið að hóta mér með, með öðrum orðum: hér eru brjóstin á mér,“ skrifar Thorne. Þá hafi málið verið tilkynnt til bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Thorne er 21 árs og hóf ung feril sinn í Hollywood. Hún hefur leikið í þáttaröðum á borð við Dirty Sexy Money og Shake it Up en sú síðarnefnda var sýnd á sjónvarpsstöðinni Disney Channel. Thorne hefur einnig unnið sem fyrirsæta og gefið út tónlist. Árið 2014 var persónulegum myndum af iCloud-reikningum fjölmargra Hollywood-stjarna stolið og þær birtar á netinu. Á meðal þeirra sem brotið var á voru leikkonurnar Jennifer Lawrence, Kirsten Dunst og Aubrey Plaza.
Bandaríkin Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira