Landnemabyggð á Golan hæðum nefnd „Trump hæðir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2019 10:18 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. getty/Michael Reynolds Ísrael hefur nefnt landtökubyggð sína á Golan hæðum „Trump hæðir,“ í höfuðið á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta var gert á sunnudag þegar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ríkisstjórn hans söfnuðust saman í landnemabyggðinni og afhjúpuðu risastórt skilti sem á stendur „Ramat Trump“ – Trump Heights. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Landnemabyggð Ísraela á Golan hæðum hefur verið umtöluð í áraraðir og hefur aldrei verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu auk þess sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi ávítað Ísrael fyrir byggðina. Ofan af hæðunum má horfa yfir Líbanon og Jórdaníu. Fyrstur til að samþykkja kröfu Ísraela til Golan hæða var Trump en það gerði hann í mars þessa árs þegar hann birti yfirlýsingu þess efnis á Twitter.After 52 years it is time for the United States to fully recognize Israel's Sovereignty over the Golan Heights, which is of critical strategic and security importance to the State of Israel and Regional Stability!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 21, 2019 Til að sýna Trump þakklæti sitt lofaði Netanyahu að landnemabyggðin á hæðunum yrði nefnd eftir forsetanum. Í þakkarskyni tweetaði Bandaríkjaforseti til að lýsa yfir þakklæti sínu.Thank you Mr. Prime Minister, a great honor! https://t.co/ozLz84g3i0— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 17, 2019 Til stendur að stækka Bruchim þorpið sem stendur á hæðunum en það var fyrst myndað árið 1991. Haim Rokach, forseti sveitarráðs Golan hæða, vonast til að á endanum verði 400 hús reist en til stendur að framkvæmdir að fyrstu 100 húsunum byrji síðar á þessu ári. „Ákvörðun forsætisráðherrans til að stofna nýja byggð á Golan hæðunum er byltingarkennd. Okkur þyrsti það,“ sagði bæjarstjórinn. Nokkur nöfn voru tilnefnd fyrir nýju byggðina og lögð fyrir ríkisnefnd til samþykktar. Hin nöfnin sem voru lögð til voru Neve Trump (Griðastaður Trumps) og Ruakh Trump (Sál Trumps). Baráttuhópar á svæðinu telja að allt að 130.000 Sýrlendingar hafi verið neyddir til að yfirgefa heimili sín árið 1967 í stríðinu sem geisaði þá og hafi ekki fengið að snúa til baka. Margir sveitabæir og þorp hafa síðan verið rudd og er enn hægt að sjá rústir steinhúsanna á ökrum í kring um hæðirnar og á þeim.Sýrlenskar flóttamannabúðir á landamærum Sýrlands og Ísrael. Golan hæðir sjást í bakgrunni.getty/Lior MizrahiÍsraelska ríkið bauð þeim nokkur þúsund Sýrlendinga sem enn eru á svæðinu ríkisborgararétt, sem flestir eru Druze Arabar, en flestir þeirra afþökkuðu það og vildu frekar vera flokkaðir sem íbúar á svæðinu. Til að festa sig í sessi hefur Ísrael reist herstöðvar og eru um 20.000 ísraelskir landnemar á svæðinu en margir þeirra hafa þar vínekrur, kúabú eða lítil ferðaþjónustufyrirtæki. Margir íbúar svæðisins eru svipaðir þeim sem tóku sér palestínskt land á Vesturbakkanum, sumir telja Gyðinga eiga rétt til landsins en hafa alltaf haft það á bak við eyrað að þeir gætu þurft að yfirgefa svæðið vegna friðarsamninga. Litlu munaði að til þess kæmi árið 2000 þegar Hafez al-Asssad, fyrrverandi forseti Sýrlands, og Ísrael virtust ætla að skrifa undir samning, sem hætt var við á síðustu stundu. Viðurkenning Trump hefur fjarlægt þessa hræðslu alveg, að yfirgefa þurfi Golan hæðir og „gefa“ Sýrlandi aftur, sagði Rokach, sem hefur búið á svæðinu í 35 ár. „Allir íbúar Golan hæða, allir, finna fyrir létti.“ Ákvörðun bandarískra yfirvalda hefur leitt til öldu framlaga og fjárfestinga frá bandarískum stuðningsmönnum, bætti hann við. Miriam og Sheldon Adelson, fjárfestar í Repúblikanaflokknum sem hafa lagt til fjárhagslegan stuðning við landnemabyggðir gyðinga á Vesturbankanum, hafa áform um að byggja 200 herbergja hótel á Golan hæðum sagði Rokach. Rokach segir það ekki skipta sig máli að Trump sé umdeildur. „Til þess er Bandarískt réttarkerfi. Ég dæmi Trump forseta fyrir það sem hann gerir fyrir Ísrael. Ég held að hann sé góður vinur,“ sagði hann. Bandaríkin Fréttaskýringar Ísrael Sýrland Tengdar fréttir Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Ísrael hefur nefnt landtökubyggð sína á Golan hæðum „Trump hæðir,“ í höfuðið á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta var gert á sunnudag þegar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ríkisstjórn hans söfnuðust saman í landnemabyggðinni og afhjúpuðu risastórt skilti sem á stendur „Ramat Trump“ – Trump Heights. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Landnemabyggð Ísraela á Golan hæðum hefur verið umtöluð í áraraðir og hefur aldrei verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu auk þess sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi ávítað Ísrael fyrir byggðina. Ofan af hæðunum má horfa yfir Líbanon og Jórdaníu. Fyrstur til að samþykkja kröfu Ísraela til Golan hæða var Trump en það gerði hann í mars þessa árs þegar hann birti yfirlýsingu þess efnis á Twitter.After 52 years it is time for the United States to fully recognize Israel's Sovereignty over the Golan Heights, which is of critical strategic and security importance to the State of Israel and Regional Stability!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 21, 2019 Til að sýna Trump þakklæti sitt lofaði Netanyahu að landnemabyggðin á hæðunum yrði nefnd eftir forsetanum. Í þakkarskyni tweetaði Bandaríkjaforseti til að lýsa yfir þakklæti sínu.Thank you Mr. Prime Minister, a great honor! https://t.co/ozLz84g3i0— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 17, 2019 Til stendur að stækka Bruchim þorpið sem stendur á hæðunum en það var fyrst myndað árið 1991. Haim Rokach, forseti sveitarráðs Golan hæða, vonast til að á endanum verði 400 hús reist en til stendur að framkvæmdir að fyrstu 100 húsunum byrji síðar á þessu ári. „Ákvörðun forsætisráðherrans til að stofna nýja byggð á Golan hæðunum er byltingarkennd. Okkur þyrsti það,“ sagði bæjarstjórinn. Nokkur nöfn voru tilnefnd fyrir nýju byggðina og lögð fyrir ríkisnefnd til samþykktar. Hin nöfnin sem voru lögð til voru Neve Trump (Griðastaður Trumps) og Ruakh Trump (Sál Trumps). Baráttuhópar á svæðinu telja að allt að 130.000 Sýrlendingar hafi verið neyddir til að yfirgefa heimili sín árið 1967 í stríðinu sem geisaði þá og hafi ekki fengið að snúa til baka. Margir sveitabæir og þorp hafa síðan verið rudd og er enn hægt að sjá rústir steinhúsanna á ökrum í kring um hæðirnar og á þeim.Sýrlenskar flóttamannabúðir á landamærum Sýrlands og Ísrael. Golan hæðir sjást í bakgrunni.getty/Lior MizrahiÍsraelska ríkið bauð þeim nokkur þúsund Sýrlendinga sem enn eru á svæðinu ríkisborgararétt, sem flestir eru Druze Arabar, en flestir þeirra afþökkuðu það og vildu frekar vera flokkaðir sem íbúar á svæðinu. Til að festa sig í sessi hefur Ísrael reist herstöðvar og eru um 20.000 ísraelskir landnemar á svæðinu en margir þeirra hafa þar vínekrur, kúabú eða lítil ferðaþjónustufyrirtæki. Margir íbúar svæðisins eru svipaðir þeim sem tóku sér palestínskt land á Vesturbakkanum, sumir telja Gyðinga eiga rétt til landsins en hafa alltaf haft það á bak við eyrað að þeir gætu þurft að yfirgefa svæðið vegna friðarsamninga. Litlu munaði að til þess kæmi árið 2000 þegar Hafez al-Asssad, fyrrverandi forseti Sýrlands, og Ísrael virtust ætla að skrifa undir samning, sem hætt var við á síðustu stundu. Viðurkenning Trump hefur fjarlægt þessa hræðslu alveg, að yfirgefa þurfi Golan hæðir og „gefa“ Sýrlandi aftur, sagði Rokach, sem hefur búið á svæðinu í 35 ár. „Allir íbúar Golan hæða, allir, finna fyrir létti.“ Ákvörðun bandarískra yfirvalda hefur leitt til öldu framlaga og fjárfestinga frá bandarískum stuðningsmönnum, bætti hann við. Miriam og Sheldon Adelson, fjárfestar í Repúblikanaflokknum sem hafa lagt til fjárhagslegan stuðning við landnemabyggðir gyðinga á Vesturbankanum, hafa áform um að byggja 200 herbergja hótel á Golan hæðum sagði Rokach. Rokach segir það ekki skipta sig máli að Trump sé umdeildur. „Til þess er Bandarískt réttarkerfi. Ég dæmi Trump forseta fyrir það sem hann gerir fyrir Ísrael. Ég held að hann sé góður vinur,“ sagði hann.
Bandaríkin Fréttaskýringar Ísrael Sýrland Tengdar fréttir Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12