Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Birgir Olgeirsson skrifar 18. júní 2019 12:51 Frá mótmælum við lögreglustöðina á Hverfisgötu í nóvember árið 2015. Vísir Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í morgun dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða. Þetta staðfestir lögmaður Oddnýjar og Hildar, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi. MBl.is greinir frá því að Oddný þurfi að greiða mönnunum tveimur 220 þúsund krónur hvorum um sig í bætur vegna ummælanna en Hildur þarf að greiða þeim tveimur 150 þúsund krónur. Sigrún Ingibjörg var að kynna sér niðurstöðu dómsins þegar Vísir náði í hana en hún sagðist reikna með að eiga eftir að mæla með því við Oddnýju og Hildi að niðurstöðunni verði áfrýjað. Dómarnir hafa ekki verið birtir á vef dómstóla þegar þetta er ritað. Voru ummæli þeirra Hildar og Oddnýjar dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. FBL/STEFánMálið má rekja til forsíðufréttar Fréttablaðsins í nóvember árið 2015 með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. Fréttin birtist 9. nóvember en boðað var til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu vegna þess að mennirnir tveir höfðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins leiddi ekki til ákæru og var látin niður falla í júní árið 2016. Í júní í fyrra voru fjórir fréttamenn fréttastofu 365 dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur vegna málsins. Oddný var ein þeirra sem stóð fyrir mótmælunum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu en hún lét eftirfarandi ummæli falla sem hafa verið dæmd dauð og ómerk: 1. Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö mismunandi skipti tekist að nauðga konum.2. Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið.3. Í bæði skiptin var bekkjarskemmtun hjá HR, í að minnsta kosti öðru tilfellinu var stúlkunni byrlað ólyfjan, þeir taka þær heim í íbúð til sín og þetta var gert í einhvers konar samstarfi. Planað á milli þessara tveggja manna.4. Að mér skilst var komið í veg fyrir þriðju nauðgunina.5. Þetta eru tveir menn sem hafa í að minnstakosti tvö skipti tekist að nauðga, í eitt skipti var komið í veg fyrir nauðgunina, við vitum ekki hvað hefur gerst áður og þessir menn eru látnir lausir. Fóru mennirnir hvort um sig fram á tvær milljónir í miskabætur frá Oddnýju.Mennirnir fóru fram á Hildur yrði dæmd til að greiða þeim 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir eftirfarandi ummæli sem hafa verið dæmd dauð og ómerk:„... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“ Dómsmál Hlíðamálið Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá meira
Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í morgun dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða. Þetta staðfestir lögmaður Oddnýjar og Hildar, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi. MBl.is greinir frá því að Oddný þurfi að greiða mönnunum tveimur 220 þúsund krónur hvorum um sig í bætur vegna ummælanna en Hildur þarf að greiða þeim tveimur 150 þúsund krónur. Sigrún Ingibjörg var að kynna sér niðurstöðu dómsins þegar Vísir náði í hana en hún sagðist reikna með að eiga eftir að mæla með því við Oddnýju og Hildi að niðurstöðunni verði áfrýjað. Dómarnir hafa ekki verið birtir á vef dómstóla þegar þetta er ritað. Voru ummæli þeirra Hildar og Oddnýjar dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. FBL/STEFánMálið má rekja til forsíðufréttar Fréttablaðsins í nóvember árið 2015 með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. Fréttin birtist 9. nóvember en boðað var til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu vegna þess að mennirnir tveir höfðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins leiddi ekki til ákæru og var látin niður falla í júní árið 2016. Í júní í fyrra voru fjórir fréttamenn fréttastofu 365 dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur vegna málsins. Oddný var ein þeirra sem stóð fyrir mótmælunum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu en hún lét eftirfarandi ummæli falla sem hafa verið dæmd dauð og ómerk: 1. Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö mismunandi skipti tekist að nauðga konum.2. Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið.3. Í bæði skiptin var bekkjarskemmtun hjá HR, í að minnsta kosti öðru tilfellinu var stúlkunni byrlað ólyfjan, þeir taka þær heim í íbúð til sín og þetta var gert í einhvers konar samstarfi. Planað á milli þessara tveggja manna.4. Að mér skilst var komið í veg fyrir þriðju nauðgunina.5. Þetta eru tveir menn sem hafa í að minnstakosti tvö skipti tekist að nauðga, í eitt skipti var komið í veg fyrir nauðgunina, við vitum ekki hvað hefur gerst áður og þessir menn eru látnir lausir. Fóru mennirnir hvort um sig fram á tvær milljónir í miskabætur frá Oddnýju.Mennirnir fóru fram á Hildur yrði dæmd til að greiða þeim 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir eftirfarandi ummæli sem hafa verið dæmd dauð og ómerk:„... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“
Dómsmál Hlíðamálið Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá meira