Frumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á þingi Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2019 16:20 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir formaður Trans Íslands-félagsins sem barist hefur mjög fyrir þessu máli. Ugla tók virkan þátt í gerð frumvarpsins. FBL/Stefán Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi nú fyrir stundu. Frumvarpið komst óvænt í sviðsljósið á dögunum þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokks krafðist þess að það yrði ekki afgreitt fyrr en á næsta þingi. Var það liður í samkomulagi milli Miðflokks og ríkisstjórnarinnar svo ganga megi frá þinglokum. Samkvæmt þessu virðist sem Miðflokkurinn hafi fallið frá þessari kröfu sinni. 45 greiddu atkvæði með frumvarpinu, fimmtán voru fjarstaddir en þeir Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson, þingmenn Miðflokksins, sátu hjá. Aðrir þingmenn Miðflokksins voru fjarverandi. Frumvarpið gengur út á sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Það þýðir að fólk getur farið og breytt kyni sínu í Þjóðskrá, og skilríkjum sínum öllum þar með án þess að fyrir liggi opinbert samþykki. Viðkomandi einstaklingur þarf ekki að hafa undirgengist skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð til að breyta því hvernig sá er skráður. Lögin kveða á um rétt einstaklinga til þess að „skilgreina sjálfir kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Einnig er lögunum ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi,“ svo vitnað sé í frumvarpið. Þá felur frumvarpið einnig í sér að þriðja kynið er nú lögleitt: Hlutlaus skráning kyns er nú heimil. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X. Alþingi Hinsegin Jafnréttismál Tengdar fréttir Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi nú fyrir stundu. Frumvarpið komst óvænt í sviðsljósið á dögunum þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokks krafðist þess að það yrði ekki afgreitt fyrr en á næsta þingi. Var það liður í samkomulagi milli Miðflokks og ríkisstjórnarinnar svo ganga megi frá þinglokum. Samkvæmt þessu virðist sem Miðflokkurinn hafi fallið frá þessari kröfu sinni. 45 greiddu atkvæði með frumvarpinu, fimmtán voru fjarstaddir en þeir Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson, þingmenn Miðflokksins, sátu hjá. Aðrir þingmenn Miðflokksins voru fjarverandi. Frumvarpið gengur út á sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Það þýðir að fólk getur farið og breytt kyni sínu í Þjóðskrá, og skilríkjum sínum öllum þar með án þess að fyrir liggi opinbert samþykki. Viðkomandi einstaklingur þarf ekki að hafa undirgengist skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð til að breyta því hvernig sá er skráður. Lögin kveða á um rétt einstaklinga til þess að „skilgreina sjálfir kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Einnig er lögunum ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi,“ svo vitnað sé í frumvarpið. Þá felur frumvarpið einnig í sér að þriðja kynið er nú lögleitt: Hlutlaus skráning kyns er nú heimil. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.
Alþingi Hinsegin Jafnréttismál Tengdar fréttir Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14
Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53
„Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04