Mögnuð ljósmynd sýnir afleiðingar hlýindanna á Grænlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 20:58 Myndin var tekin þann 13. júní síðastliðinn, þegar hitamet féllu á Grænlandi. Mynd/Steffen Olsen Ljósmynd sem sýnir sleðahunda draga snjósleða í norðvesturhluta Grænlands þykir varpa óhugnanlegu ljósi á þau skilyrði sem sköpuðust við landið vegna óvenjulegra hlýinda í síðustu viku. Á myndinni sést hversu mikill ís hefur bráðnað í hitanum en hundarnir vaða vatn þar sem áður var gegnheill ís. Rétt fyrir helgi var greint frá því að bráðnun Grænlandsjökuls og hafíss á Norður-Íshafinu væri við það að setja met. Óvenjuleg hlýindi á austanverðu Grænlandi og inn á jöklinum settu af stað bráðnun á um 45% íshellunnar, sem jafnan gerist ekki fyrr en um mitt sumar. Þá var hitinn á Grænlandi meira en tuttugu gráðum yfir meðallagi í síðustu viku. Steffen Olsen, loftslagsvísindamaður hjá dönsku veðurstofunni, tók myndina 13. júní síðastliðinn, þegar hlýjast var, og birti samstarfsmaður hans myndina í kjölfarið á Twitter.Communities in #Greenland rely on the sea ice for transport, hunting and fishing. Extreme events, here flooding of the ice by abrupt onset of surface melt call for an incresed predictive capacity in the Arctic @BG10Blueaction @polarprediction @dmidk https://t.co/Y1EWU1eurA— Steffen M. Olsen (@SteffenMalskaer) June 14, 2019 Þeir voru á ferð á sleða við Inglefield-fjörð þar sem yfirborðið á ísilögðum firðinum hafði bráðnað vegna hitans. Þar sem hafísinn er afar þykkur og bráðnaði auk þess skyndilega náði vatnið ekki að leka í gegnum hann heldur safnaðist saman eins og stöðuvatn. Þess vegna virðist sem hundarnir gangi á vatni á myndinni. Myndin hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa netverjar margir lýst yfir áhyggjum af umfangi bráðnunarinnar, ástæðum hennar og afleiðingum. William Colgan, vísindamaður hjá Jarðfræðirannsóknarstofnun Danmerkur og Grænlands, bendir á í samtali við BBC að hlýindin í síðustu viku hafi aðeins verið afmarkaður og afar óvenjulegur atburður. Þó beri að hafa í huga að slík ofsafrávik geti orðið æ algengari ef fram fer sem horfir. Danmörk Grænland Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri Hundruð milljónir manna gætu misst heimili sín á láglendum svæðum á þessari öld vegna hækkunar yfirborðs sjávar dragi menn ekki hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 21. maí 2019 16:41 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Ljósmynd sem sýnir sleðahunda draga snjósleða í norðvesturhluta Grænlands þykir varpa óhugnanlegu ljósi á þau skilyrði sem sköpuðust við landið vegna óvenjulegra hlýinda í síðustu viku. Á myndinni sést hversu mikill ís hefur bráðnað í hitanum en hundarnir vaða vatn þar sem áður var gegnheill ís. Rétt fyrir helgi var greint frá því að bráðnun Grænlandsjökuls og hafíss á Norður-Íshafinu væri við það að setja met. Óvenjuleg hlýindi á austanverðu Grænlandi og inn á jöklinum settu af stað bráðnun á um 45% íshellunnar, sem jafnan gerist ekki fyrr en um mitt sumar. Þá var hitinn á Grænlandi meira en tuttugu gráðum yfir meðallagi í síðustu viku. Steffen Olsen, loftslagsvísindamaður hjá dönsku veðurstofunni, tók myndina 13. júní síðastliðinn, þegar hlýjast var, og birti samstarfsmaður hans myndina í kjölfarið á Twitter.Communities in #Greenland rely on the sea ice for transport, hunting and fishing. Extreme events, here flooding of the ice by abrupt onset of surface melt call for an incresed predictive capacity in the Arctic @BG10Blueaction @polarprediction @dmidk https://t.co/Y1EWU1eurA— Steffen M. Olsen (@SteffenMalskaer) June 14, 2019 Þeir voru á ferð á sleða við Inglefield-fjörð þar sem yfirborðið á ísilögðum firðinum hafði bráðnað vegna hitans. Þar sem hafísinn er afar þykkur og bráðnaði auk þess skyndilega náði vatnið ekki að leka í gegnum hann heldur safnaðist saman eins og stöðuvatn. Þess vegna virðist sem hundarnir gangi á vatni á myndinni. Myndin hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa netverjar margir lýst yfir áhyggjum af umfangi bráðnunarinnar, ástæðum hennar og afleiðingum. William Colgan, vísindamaður hjá Jarðfræðirannsóknarstofnun Danmerkur og Grænlands, bendir á í samtali við BBC að hlýindin í síðustu viku hafi aðeins verið afmarkaður og afar óvenjulegur atburður. Þó beri að hafa í huga að slík ofsafrávik geti orðið æ algengari ef fram fer sem horfir.
Danmörk Grænland Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri Hundruð milljónir manna gætu misst heimili sín á láglendum svæðum á þessari öld vegna hækkunar yfirborðs sjávar dragi menn ekki hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 21. maí 2019 16:41 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25
Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40
Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri Hundruð milljónir manna gætu misst heimili sín á láglendum svæðum á þessari öld vegna hækkunar yfirborðs sjávar dragi menn ekki hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 21. maí 2019 16:41