ÍV töpuðu 68 milljónum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 19. júní 2019 09:15 Áframhaldandi taprekstur hjá Íslenskum verðbréfum. Fréttablaðið/Pjetur Íslensk verðbréf töpuðu 68 milljónum króna í fyrra samanborið við 36 milljóna króna tap árið áður. Tapið hefði verið meira í fyrra ef félagið hefði ekki selt 20 prósenta hlut í T Plús með 52 milljóna króna hagnaði. Söluverð hlutarins var 78 milljónir króna. Miðað við það er virði hlutafjár T Plús, sem starfar á sviði bakvinnslu, 390 milljónir króna. Eignir í stýringu drógust saman um 19 prósent, eða tæpa 22 milljarða króna, á milli ára en eignir í stýringu námu 98,5 milljörðum króna árið 2018. Rúmlega tvö þúsund einstaklingar og lögaðilar voru með fjármuni í stýringu og vörslu hjá samstæðunni. Hreinar tekjur Íslenskra verðbréfa drógust saman um 18 prósent á milli ára og námu 576 milljónum króna. Eigið fé dróst saman um 14 prósent á milli ára og nam 415 milljónum króna við árslok. Eiginfjárhlutfallið var 17 prósent en má ekki vera lægra en átta prósent samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Fyrrverandi eigendur Viðskiptahússins eignuðust í maí helmingshlut í Íslenskum verðbréfum í kjölfar sameiningar fyrirtækjanna. Félagið Björg Capital, sem er í eigu Þorbjargar Stefánsdóttur, er orðið langsamlega stærsti hluthafi Íslenskra verðbréfa en Þorbjörg er eiginkona Jóhanns M. Ólafssonar, stofnanda Viðskiptahússins og nýs forstjóra Íslenskra verðbréfa. Þar á eftir koma Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, KEA, Kjálkanes, Maritimus Investors og Kaldbakur, hver um sig með 4,99 prósenta hlut. – hvj Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Jóhann verður forstjóri Íslenskra verðbréfa Jóhann M. Ólafsson, forstjóri og stofnandi Viðskiptahússins hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslenskra verðbréfa. 27. maí 2019 10:18 Eignast helming í Íslenskum verðbréfum Fyrrverandi eigendur Viðskiptahússins hafa eignast helmingshlut í Íslenskum verðbréfum í kjölfar kaupa síðarnefnda fyrirtækisins á því fyrrnefnda. Öllum skilyrðum fyrir kaupunum hefur verið fullnægt og var gengið endanlega frá þeim í byrjun vikunnar. 29. maí 2019 05:00 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Íslensk verðbréf töpuðu 68 milljónum króna í fyrra samanborið við 36 milljóna króna tap árið áður. Tapið hefði verið meira í fyrra ef félagið hefði ekki selt 20 prósenta hlut í T Plús með 52 milljóna króna hagnaði. Söluverð hlutarins var 78 milljónir króna. Miðað við það er virði hlutafjár T Plús, sem starfar á sviði bakvinnslu, 390 milljónir króna. Eignir í stýringu drógust saman um 19 prósent, eða tæpa 22 milljarða króna, á milli ára en eignir í stýringu námu 98,5 milljörðum króna árið 2018. Rúmlega tvö þúsund einstaklingar og lögaðilar voru með fjármuni í stýringu og vörslu hjá samstæðunni. Hreinar tekjur Íslenskra verðbréfa drógust saman um 18 prósent á milli ára og námu 576 milljónum króna. Eigið fé dróst saman um 14 prósent á milli ára og nam 415 milljónum króna við árslok. Eiginfjárhlutfallið var 17 prósent en má ekki vera lægra en átta prósent samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Fyrrverandi eigendur Viðskiptahússins eignuðust í maí helmingshlut í Íslenskum verðbréfum í kjölfar sameiningar fyrirtækjanna. Félagið Björg Capital, sem er í eigu Þorbjargar Stefánsdóttur, er orðið langsamlega stærsti hluthafi Íslenskra verðbréfa en Þorbjörg er eiginkona Jóhanns M. Ólafssonar, stofnanda Viðskiptahússins og nýs forstjóra Íslenskra verðbréfa. Þar á eftir koma Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, KEA, Kjálkanes, Maritimus Investors og Kaldbakur, hver um sig með 4,99 prósenta hlut. – hvj
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Jóhann verður forstjóri Íslenskra verðbréfa Jóhann M. Ólafsson, forstjóri og stofnandi Viðskiptahússins hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslenskra verðbréfa. 27. maí 2019 10:18 Eignast helming í Íslenskum verðbréfum Fyrrverandi eigendur Viðskiptahússins hafa eignast helmingshlut í Íslenskum verðbréfum í kjölfar kaupa síðarnefnda fyrirtækisins á því fyrrnefnda. Öllum skilyrðum fyrir kaupunum hefur verið fullnægt og var gengið endanlega frá þeim í byrjun vikunnar. 29. maí 2019 05:00 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Jóhann verður forstjóri Íslenskra verðbréfa Jóhann M. Ólafsson, forstjóri og stofnandi Viðskiptahússins hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslenskra verðbréfa. 27. maí 2019 10:18
Eignast helming í Íslenskum verðbréfum Fyrrverandi eigendur Viðskiptahússins hafa eignast helmingshlut í Íslenskum verðbréfum í kjölfar kaupa síðarnefnda fyrirtækisins á því fyrrnefnda. Öllum skilyrðum fyrir kaupunum hefur verið fullnægt og var gengið endanlega frá þeim í byrjun vikunnar. 29. maí 2019 05:00