ÍV töpuðu 68 milljónum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 19. júní 2019 09:15 Áframhaldandi taprekstur hjá Íslenskum verðbréfum. Fréttablaðið/Pjetur Íslensk verðbréf töpuðu 68 milljónum króna í fyrra samanborið við 36 milljóna króna tap árið áður. Tapið hefði verið meira í fyrra ef félagið hefði ekki selt 20 prósenta hlut í T Plús með 52 milljóna króna hagnaði. Söluverð hlutarins var 78 milljónir króna. Miðað við það er virði hlutafjár T Plús, sem starfar á sviði bakvinnslu, 390 milljónir króna. Eignir í stýringu drógust saman um 19 prósent, eða tæpa 22 milljarða króna, á milli ára en eignir í stýringu námu 98,5 milljörðum króna árið 2018. Rúmlega tvö þúsund einstaklingar og lögaðilar voru með fjármuni í stýringu og vörslu hjá samstæðunni. Hreinar tekjur Íslenskra verðbréfa drógust saman um 18 prósent á milli ára og námu 576 milljónum króna. Eigið fé dróst saman um 14 prósent á milli ára og nam 415 milljónum króna við árslok. Eiginfjárhlutfallið var 17 prósent en má ekki vera lægra en átta prósent samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Fyrrverandi eigendur Viðskiptahússins eignuðust í maí helmingshlut í Íslenskum verðbréfum í kjölfar sameiningar fyrirtækjanna. Félagið Björg Capital, sem er í eigu Þorbjargar Stefánsdóttur, er orðið langsamlega stærsti hluthafi Íslenskra verðbréfa en Þorbjörg er eiginkona Jóhanns M. Ólafssonar, stofnanda Viðskiptahússins og nýs forstjóra Íslenskra verðbréfa. Þar á eftir koma Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, KEA, Kjálkanes, Maritimus Investors og Kaldbakur, hver um sig með 4,99 prósenta hlut. – hvj Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Jóhann verður forstjóri Íslenskra verðbréfa Jóhann M. Ólafsson, forstjóri og stofnandi Viðskiptahússins hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslenskra verðbréfa. 27. maí 2019 10:18 Eignast helming í Íslenskum verðbréfum Fyrrverandi eigendur Viðskiptahússins hafa eignast helmingshlut í Íslenskum verðbréfum í kjölfar kaupa síðarnefnda fyrirtækisins á því fyrrnefnda. Öllum skilyrðum fyrir kaupunum hefur verið fullnægt og var gengið endanlega frá þeim í byrjun vikunnar. 29. maí 2019 05:00 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Íslensk verðbréf töpuðu 68 milljónum króna í fyrra samanborið við 36 milljóna króna tap árið áður. Tapið hefði verið meira í fyrra ef félagið hefði ekki selt 20 prósenta hlut í T Plús með 52 milljóna króna hagnaði. Söluverð hlutarins var 78 milljónir króna. Miðað við það er virði hlutafjár T Plús, sem starfar á sviði bakvinnslu, 390 milljónir króna. Eignir í stýringu drógust saman um 19 prósent, eða tæpa 22 milljarða króna, á milli ára en eignir í stýringu námu 98,5 milljörðum króna árið 2018. Rúmlega tvö þúsund einstaklingar og lögaðilar voru með fjármuni í stýringu og vörslu hjá samstæðunni. Hreinar tekjur Íslenskra verðbréfa drógust saman um 18 prósent á milli ára og námu 576 milljónum króna. Eigið fé dróst saman um 14 prósent á milli ára og nam 415 milljónum króna við árslok. Eiginfjárhlutfallið var 17 prósent en má ekki vera lægra en átta prósent samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Fyrrverandi eigendur Viðskiptahússins eignuðust í maí helmingshlut í Íslenskum verðbréfum í kjölfar sameiningar fyrirtækjanna. Félagið Björg Capital, sem er í eigu Þorbjargar Stefánsdóttur, er orðið langsamlega stærsti hluthafi Íslenskra verðbréfa en Þorbjörg er eiginkona Jóhanns M. Ólafssonar, stofnanda Viðskiptahússins og nýs forstjóra Íslenskra verðbréfa. Þar á eftir koma Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, KEA, Kjálkanes, Maritimus Investors og Kaldbakur, hver um sig með 4,99 prósenta hlut. – hvj
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Jóhann verður forstjóri Íslenskra verðbréfa Jóhann M. Ólafsson, forstjóri og stofnandi Viðskiptahússins hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslenskra verðbréfa. 27. maí 2019 10:18 Eignast helming í Íslenskum verðbréfum Fyrrverandi eigendur Viðskiptahússins hafa eignast helmingshlut í Íslenskum verðbréfum í kjölfar kaupa síðarnefnda fyrirtækisins á því fyrrnefnda. Öllum skilyrðum fyrir kaupunum hefur verið fullnægt og var gengið endanlega frá þeim í byrjun vikunnar. 29. maí 2019 05:00 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Jóhann verður forstjóri Íslenskra verðbréfa Jóhann M. Ólafsson, forstjóri og stofnandi Viðskiptahússins hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslenskra verðbréfa. 27. maí 2019 10:18
Eignast helming í Íslenskum verðbréfum Fyrrverandi eigendur Viðskiptahússins hafa eignast helmingshlut í Íslenskum verðbréfum í kjölfar kaupa síðarnefnda fyrirtækisins á því fyrrnefnda. Öllum skilyrðum fyrir kaupunum hefur verið fullnægt og var gengið endanlega frá þeim í byrjun vikunnar. 29. maí 2019 05:00