Jafnrétti er okkur mikilvægt Jón Atli Benediktsson skrifar 19. júní 2019 07:00 Háskóli Íslands fagnaði þeim mikilvæga áfanga nýlega að hljóta jafnlaunavottun. Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu enda langfjölmennasta stofnunin hér á landi til að fá slíka vottun. Þar að auki skiptir það okkur miklu máli að stofnun eins og Háskóli Íslands sé í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum, hvort sem um er að ræða í kennslu eða rannsóknum. Við hófumst handa við innleiðingu um leið og lög þess efnis voru staðfest í júní 2017. Við framkvæmdum meðal annars umfangsmikla launagreiningu sem náði til nærri 5.000 starfsmanna. Greiningin leiddi í ljós að launamunur, eftir að tekið hafði verið tillit til stöðu í skipuriti og starfsheitis, var um 1,5% konum í óhag. Þessi munur var af vottunaraðila metinn innan skekkjumarka en launamunurinn er 3,3% að jafnaði hjá opinberum starfsmönnum, konum í óhag. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur í Háskóla Íslands að vinna stöðugt að því að kynbundinn launamunur þrífist ekki. Þess vegna höfum við innleitt launakerfi sem ætlað er að tryggja að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér mismunun. Jafnrétti er eitt af þremur gildum Háskóla Íslands. Til þess að ná raunverulegum árangri í jafnréttismálum verðum við sífellt að horfa á stöðuna með gagnrýnum augum, til dæmis á þá staðreynd að þegar ekki er tekið tillit til stöðu í skipuriti og starfsheitis er munur á heildarlaunum karla og kvenna um 10%, konum í óhag. Það bendir því miður til þess að hefðbundin störf karla séu metin hærra en hefðbundin störf kvenna. Þá er mikilvægt að tryggja að karlar og konur hafi jafna möguleika á akademískum framgangi. Um leið og það er mikilvægt fyrir okkur að hafa náð jafnlaunvottun, þá verðum við að muna að hún er ekki markmið í sjálfu sér og má ekki vera notuð sem hvítþvottur á gagnrýna umræðu um jafnréttismál. Vottunin er frekar varða á mun stærri og mikilvægari vegferð, sem er að ná raunverulegu jafnrétti í allri starfsemi Háskóla Íslands.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Jón Atli Benediktsson Skóla - og menntamál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands fagnaði þeim mikilvæga áfanga nýlega að hljóta jafnlaunavottun. Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu enda langfjölmennasta stofnunin hér á landi til að fá slíka vottun. Þar að auki skiptir það okkur miklu máli að stofnun eins og Háskóli Íslands sé í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum, hvort sem um er að ræða í kennslu eða rannsóknum. Við hófumst handa við innleiðingu um leið og lög þess efnis voru staðfest í júní 2017. Við framkvæmdum meðal annars umfangsmikla launagreiningu sem náði til nærri 5.000 starfsmanna. Greiningin leiddi í ljós að launamunur, eftir að tekið hafði verið tillit til stöðu í skipuriti og starfsheitis, var um 1,5% konum í óhag. Þessi munur var af vottunaraðila metinn innan skekkjumarka en launamunurinn er 3,3% að jafnaði hjá opinberum starfsmönnum, konum í óhag. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur í Háskóla Íslands að vinna stöðugt að því að kynbundinn launamunur þrífist ekki. Þess vegna höfum við innleitt launakerfi sem ætlað er að tryggja að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér mismunun. Jafnrétti er eitt af þremur gildum Háskóla Íslands. Til þess að ná raunverulegum árangri í jafnréttismálum verðum við sífellt að horfa á stöðuna með gagnrýnum augum, til dæmis á þá staðreynd að þegar ekki er tekið tillit til stöðu í skipuriti og starfsheitis er munur á heildarlaunum karla og kvenna um 10%, konum í óhag. Það bendir því miður til þess að hefðbundin störf karla séu metin hærra en hefðbundin störf kvenna. Þá er mikilvægt að tryggja að karlar og konur hafi jafna möguleika á akademískum framgangi. Um leið og það er mikilvægt fyrir okkur að hafa náð jafnlaunvottun, þá verðum við að muna að hún er ekki markmið í sjálfu sér og má ekki vera notuð sem hvítþvottur á gagnrýna umræðu um jafnréttismál. Vottunin er frekar varða á mun stærri og mikilvægari vegferð, sem er að ná raunverulegu jafnrétti í allri starfsemi Háskóla Íslands.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun