Lagði til lægri laun til ráðherra en minnihlutaformennirnir fá Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. júní 2019 06:15 Sigmundur Davíð hefði fengið hærri laun en ráðherrar hefði tillaga hans verið samþykkt. Fréttablaðið/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram breytingartillögu á þingi í gær þar sem hann lagði til umtalsverða lækkun launa forsætisráðherra og annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Tillagan fól í sér að lækka laun forsætisráðherra úr 2.021 þúsund krónum á mánuði í 1.596 þúsund krónur og annarra ráðherra úr 1.826 þúsund krónum í 1.431 þúsund krónur. Sigmundur Davíð sagði þetta ráðlegt til að jafna kjör og draga úr launamun alþingismanna annars vegar og ráðherra hins vegar. Jafna stöðu löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins, eins og hann orðaði það. Hefði tillagan verið samþykkt hins vegar hefðu laun forsætisráðherra og annarra ráðherra orðið lægri en launin sem Sigmundur og aðrir formenn stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu fá núna. Tillagan tók nefnilega ekki til þess álags sem formenn stjórnmálaflokka fá til að færa þá nær ráðherrum í kjörum. Í þriðju umræðu um stjórnarfrumvarp um breytingu á launafyrirkomulagi vegna breytinga sem urðu við brotthvarf kjararáðs sköpuðust nokkuð snarpar umræður um tillögu Sigmundar. Auk áðurnefnds sagði Sigmundur að lækkun launa ráðherra ríkisstjórnarinnar myndi draga úr líkum á því að einhverjir flokkar færu að gefa eftir stefnu sína, grundvallarsjónarmið og kosningaloforð fyrir ráðherrastóla og þar með hærri laun. Sagði Sigmundur svo reyndar eðlilegt að skoða reglur um þingfararkaup og álagsgreiðslur til formanna flokka færi svo að tillaga hans yrði samþykkt.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.FBL/ERNIRKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást illa við tillögu Sigmundar Davíðs og var hvöss í andsvari sínu. Sagði hana „til þess eins að varpa rýrð á þá sem sitja hér sem ráðherrar og gefa í skyn að þeirra heilindi séu ekki næg í starfi og þetta snúist allt um launatölur. Ég gef bara ekkert fyrir það.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók einnig til máls og benti Sigmundi á að þingið hefði gert breytingu fyrir nokkru varðandi álagsgreiðslur til formanna flokka í stjórnarandstöðu, einmitt til að þeir yrðu álíka settir og ráðherrar. Skaut hann svo fast á formann Miðflokksins. „Það er þess vegna stórundarlegt að hlusta hér á umræður um að það sé slíkur launamunur hjá ráðherrum og hinum sem eru í þinginu að það sé sérstakur hvati í því fólginn til að kasta frá sér stefnumálum sínum og mynda ríkisstjórn til að tryggja sér betri kjör. Með þessum rökum væri alveg eins hægt að segja að álagsgreiðslan til formanna væri sérstakur hvati til að stofna nýjan stjórnmálaflokk og gerast í honum formaður og ná sér þannig í greiðsluna,“ sagði Bjarni og uppskar hlátrasköll í þingsal. Sagði hann röksemdafærslu Sigmundar á þannig plani að hún væri frumvarpinu ekki samboðin. Sigmundur Davíð, líkt og aðrir formenn í stjórnarandstöðu, fær þingfararkaup sem nemur 1.101 þúsund krónum á mánuði. Álagsgreiðsla vegna formennskunnar nemur svo 550 þúsund krónum og eru heildarlaunagreiðslur hans 1.651.791 króna. Eru þá fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur til Sigmundar upp á rúmar 200 þúsund krónur undanskildar. Tillaga Sigmundar var felld með 35 atkvæðum gegn 9. Fimm sátu hjá. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram breytingartillögu á þingi í gær þar sem hann lagði til umtalsverða lækkun launa forsætisráðherra og annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Tillagan fól í sér að lækka laun forsætisráðherra úr 2.021 þúsund krónum á mánuði í 1.596 þúsund krónur og annarra ráðherra úr 1.826 þúsund krónum í 1.431 þúsund krónur. Sigmundur Davíð sagði þetta ráðlegt til að jafna kjör og draga úr launamun alþingismanna annars vegar og ráðherra hins vegar. Jafna stöðu löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins, eins og hann orðaði það. Hefði tillagan verið samþykkt hins vegar hefðu laun forsætisráðherra og annarra ráðherra orðið lægri en launin sem Sigmundur og aðrir formenn stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu fá núna. Tillagan tók nefnilega ekki til þess álags sem formenn stjórnmálaflokka fá til að færa þá nær ráðherrum í kjörum. Í þriðju umræðu um stjórnarfrumvarp um breytingu á launafyrirkomulagi vegna breytinga sem urðu við brotthvarf kjararáðs sköpuðust nokkuð snarpar umræður um tillögu Sigmundar. Auk áðurnefnds sagði Sigmundur að lækkun launa ráðherra ríkisstjórnarinnar myndi draga úr líkum á því að einhverjir flokkar færu að gefa eftir stefnu sína, grundvallarsjónarmið og kosningaloforð fyrir ráðherrastóla og þar með hærri laun. Sagði Sigmundur svo reyndar eðlilegt að skoða reglur um þingfararkaup og álagsgreiðslur til formanna flokka færi svo að tillaga hans yrði samþykkt.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.FBL/ERNIRKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást illa við tillögu Sigmundar Davíðs og var hvöss í andsvari sínu. Sagði hana „til þess eins að varpa rýrð á þá sem sitja hér sem ráðherrar og gefa í skyn að þeirra heilindi séu ekki næg í starfi og þetta snúist allt um launatölur. Ég gef bara ekkert fyrir það.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók einnig til máls og benti Sigmundi á að þingið hefði gert breytingu fyrir nokkru varðandi álagsgreiðslur til formanna flokka í stjórnarandstöðu, einmitt til að þeir yrðu álíka settir og ráðherrar. Skaut hann svo fast á formann Miðflokksins. „Það er þess vegna stórundarlegt að hlusta hér á umræður um að það sé slíkur launamunur hjá ráðherrum og hinum sem eru í þinginu að það sé sérstakur hvati í því fólginn til að kasta frá sér stefnumálum sínum og mynda ríkisstjórn til að tryggja sér betri kjör. Með þessum rökum væri alveg eins hægt að segja að álagsgreiðslan til formanna væri sérstakur hvati til að stofna nýjan stjórnmálaflokk og gerast í honum formaður og ná sér þannig í greiðsluna,“ sagði Bjarni og uppskar hlátrasköll í þingsal. Sagði hann röksemdafærslu Sigmundar á þannig plani að hún væri frumvarpinu ekki samboðin. Sigmundur Davíð, líkt og aðrir formenn í stjórnarandstöðu, fær þingfararkaup sem nemur 1.101 þúsund krónum á mánuði. Álagsgreiðsla vegna formennskunnar nemur svo 550 þúsund krónum og eru heildarlaunagreiðslur hans 1.651.791 króna. Eru þá fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur til Sigmundar upp á rúmar 200 þúsund krónur undanskildar. Tillaga Sigmundar var felld með 35 atkvæðum gegn 9. Fimm sátu hjá.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira