Viðskipti innlent

Incrementum með 800 milljóna hlut í Reitum

Hörður Ægisson skrifar
Reitir er stærta fasteignafélag landsins.
Reitir er stærta fasteignafélag landsins. FBL/Eyþór
Fjárfestingafélagið Incrementum, sem var stofnað fyrr á árinu af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, er komið með um 1,4 prósenta eignarhlut í Reitum, stærsta fasteignafélagi landsins, sem er metinn á um liðlega 800 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa félagsins. Samkvæmt nýlega uppfærðum hluthafalista Reita er Incrementum því fimmtándi stærsti hluthafi félagsins.

Félagið, sem er með vel á annan milljarð króna í hlutafé, hefur einnig verið að fjárfesta í Kviku banka en í lok síðasta mánaðar, eins og áður hefur verið greint frá í Markaðinum, var Incrementum skráð fyrir tæplega 1,1 prósents hlut í bankanum.

Incrementum hóf starfsemi í vor en félagið mun fjárfesta í skráðum félögum í Kauphöllinni. Hluthafahópurinn samanstendur af fjársterkum einkafjárfestum og Kviku en eignarhlutur bankans í félaginu nemur um sjö prósentum. Stofnendurnir þrír eru eigendur að ráðgjafarfyrirtækinu Akrar Consult en þeir störfuðu allir saman hjá Landsbanka Íslands á árunum fyrir fall fjármálakerfisins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×