Mjaldrarnir komnir til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2019 19:15 Mjaldrasysturnar tvær eru komnar til landsins frá Kína. Að sögn sérfræðings líður þeim vel en framundan er bílferð til Landeyjahafnar. Þaðan verða þær svo fluttar til Vestmannaeyja. Gangi verkefni dagsins vel vonast menn til að hægt verði að endurtaka leikinn. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvaliðí kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um tíu árum síðan og fluttir í dýragarðinn, en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. „Ástæða þess að við gerum þetta er sú að við teljum að mjaldrar, aðrir hvalir og höfrungar, geti ekki þrifist í sædýrasafni. Með því að byggja upp athvarf fyrir hvali og flytja Litlu Hvít og Litlu Grá í það getum við sýnt fram á að það sé jákvæður kostur að flytja hvali aftur í sitt náttúrulega umhverfi,“ sagði Andy Bool, formaður Sea Life Trust samtakanna. Að sögn sérfræðings var líðan systranna góð þegar þær lentu í Keflavík. „Við höfum frétt að þeim líði núna vel. Þær voru rólegar og þær áttu góða ferð. Mikilvægast nú er að koma þeim út úr flugvélinni eins fljótt og auðið er, upp á flutningabílana og svo til Heimaeyjar,“ sagði Bool.Litla Hvít var fyrst flutt úr vélinni og inn í flutningabíl. Á eftir kom Litla Grá.VÍSIR/VILHELMVélin lenti klukkan 13:41 í dag. Að lendingu lokinni tóku tollayfirvöld og MAST við keflinu, fylltu út tollaeyðublöð og gáfu endanlegt leyfi svo hægt væri að hleypa dýrunum til landsins. Dýrin eru einungis þrettán ára en frjáls geta þau orðið allt að sextíu ára gömul. „Úti í náttúrunni geta þau lifað í 40-60 ár. Þau lifa mun skemur í haldi og er það ein ástæða þess að við viljum koma þeim í hvalaathvarf núna,“ sagði Cathy Williamson, hvala- og höfrungasérfræðingur „Já þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur hérna í dag. Það var mjög gaman og ánægjulegt að taka þátt íþessu verkefni og ég er mjög glaður og stoltur að hafa fengið að taka þátt í því,“ sagði Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður. Hvölunum verður ekið Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. Fjögur öryggisstopp eru á leiðinni þar sem stoppað verður og líðan þeirra athuguð. Fyrsta stopp er í Grindavík, annað á Selfossi en tvö áætluð stopp eru þar á eftir ef þörf verður á. Mjaldrarnir munu að sjálfsögðu fá lögreglufylgd frá Selfossi að Landeyjahöfn.Mjaldrarnir verða fluttir í sérútbúnum bílum til LandeyjahafnarVÍSIR/VILHELMGangi verkefni dagsins vel er von um að í framtíðinni verði fleiri hvölum veitt sambærilegt frelsi og systrunum. „Já við vonum að eftir að systurnar hafa aðlagast athvarfinu munum við skoða að flytja aðra mjaldra sem eru í haldi í athvarfið okkar. Við höfum rými fyrir allt að tíu hvali og vildum gjarnan flytja aðra mjaldra þangað,“ sagði Cathy Williamson. Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Mjaldrasysturnar tvær eru komnar til landsins frá Kína. Að sögn sérfræðings líður þeim vel en framundan er bílferð til Landeyjahafnar. Þaðan verða þær svo fluttar til Vestmannaeyja. Gangi verkefni dagsins vel vonast menn til að hægt verði að endurtaka leikinn. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvaliðí kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um tíu árum síðan og fluttir í dýragarðinn, en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. „Ástæða þess að við gerum þetta er sú að við teljum að mjaldrar, aðrir hvalir og höfrungar, geti ekki þrifist í sædýrasafni. Með því að byggja upp athvarf fyrir hvali og flytja Litlu Hvít og Litlu Grá í það getum við sýnt fram á að það sé jákvæður kostur að flytja hvali aftur í sitt náttúrulega umhverfi,“ sagði Andy Bool, formaður Sea Life Trust samtakanna. Að sögn sérfræðings var líðan systranna góð þegar þær lentu í Keflavík. „Við höfum frétt að þeim líði núna vel. Þær voru rólegar og þær áttu góða ferð. Mikilvægast nú er að koma þeim út úr flugvélinni eins fljótt og auðið er, upp á flutningabílana og svo til Heimaeyjar,“ sagði Bool.Litla Hvít var fyrst flutt úr vélinni og inn í flutningabíl. Á eftir kom Litla Grá.VÍSIR/VILHELMVélin lenti klukkan 13:41 í dag. Að lendingu lokinni tóku tollayfirvöld og MAST við keflinu, fylltu út tollaeyðublöð og gáfu endanlegt leyfi svo hægt væri að hleypa dýrunum til landsins. Dýrin eru einungis þrettán ára en frjáls geta þau orðið allt að sextíu ára gömul. „Úti í náttúrunni geta þau lifað í 40-60 ár. Þau lifa mun skemur í haldi og er það ein ástæða þess að við viljum koma þeim í hvalaathvarf núna,“ sagði Cathy Williamson, hvala- og höfrungasérfræðingur „Já þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur hérna í dag. Það var mjög gaman og ánægjulegt að taka þátt íþessu verkefni og ég er mjög glaður og stoltur að hafa fengið að taka þátt í því,“ sagði Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður. Hvölunum verður ekið Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. Fjögur öryggisstopp eru á leiðinni þar sem stoppað verður og líðan þeirra athuguð. Fyrsta stopp er í Grindavík, annað á Selfossi en tvö áætluð stopp eru þar á eftir ef þörf verður á. Mjaldrarnir munu að sjálfsögðu fá lögreglufylgd frá Selfossi að Landeyjahöfn.Mjaldrarnir verða fluttir í sérútbúnum bílum til LandeyjahafnarVÍSIR/VILHELMGangi verkefni dagsins vel er von um að í framtíðinni verði fleiri hvölum veitt sambærilegt frelsi og systrunum. „Já við vonum að eftir að systurnar hafa aðlagast athvarfinu munum við skoða að flytja aðra mjaldra sem eru í haldi í athvarfið okkar. Við höfum rými fyrir allt að tíu hvali og vildum gjarnan flytja aðra mjaldra þangað,“ sagði Cathy Williamson.
Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50
Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35