Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Sylvía Hall skrifar 1. júní 2019 23:45 Ungt fólk hefur verið áberandi í baráttunni fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019. Þá hafa 11.138 slasast vegna skotvopna en þetta kemur fram í tölfræði sem síða á vegum samtakanna Gun Violence Archive tekur saman. Tilgangur samtakanna er að að bjóða upp á nákvæmar upplýsingar varðandi dauðsföll og meiðsli af völdum skotvopna í landinu. Þau segjast ekki vera áróðurshópur heldur vinni þau að því að veita réttar og nákvæmar upplýsingar. Tölfræðin sýnir að atvik tengd skotvopnum séu 22.105 á árinu 2019, nú þegar árið er hálfnað að frátöldum sjálfsvígum þar sem skotvopn eru notuð en þau eru talin vera allt að 22 þúsund á ári. Þar af eru 150 skotárásir þar sem fleiri en fjórir hafa látið lífið eða særst, síðast í gær þegar tólf voru myrtir í borginni Virgina Beach þegar borgarstarfsmaður skaut aðra starfsmenn í húsasamstæðu þar sem má meðal annars finna höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni sem og skrifstofu borgarstjórnar.Sjá einnig: Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia BeachTólf létu lífið í gær þegar borgarstarfsmaður hóf skothríð.Vísir/Getty245 börn undir tólf ára aldri látið lífið eða særst í ár Samkvæmt tölfræðinni hafa 11.343 börn undir átján ára aldri verið fórnarlömb í atvikum tengdum skotvopnum í ár, þar af 245 undir tólf ára aldri. Í 577 atvikum voru skotvopn notuð í sjálfsvörn og þá eru 598 atvik tengd skotvopnum þar sem um slysaskot var að ræða. Alls hafa 127 lögreglumenn hafa látið lífið eða slasast af völdum skotvopna við störf í ár en 827 hafa látist eða slasast af völdum lögreglumanna við störf.Stuðningur við harðari skotvopnalöggjöf eykst Í frétt BBC um skotvopnamenningu Bandaríkjamanna á síðasta ári kom fram að stuðningur við harðari skotvopnalöggjöf er mestur á meðal fólks á aldrinum 18 til 29 ára. Stuðningurinn minnkaði þó töluvert eftir aldamótin á meðan jákvæð afstaða aldurshópsins við réttinn til byssueignar jókst.Afstaða fólks á aldrinum 18 til 29 ára til harðari skotvopnalöggjafar fór aftur að aukast eftir árið 2015.BBC/Pew Research CenterÍ niðurstöðum könnunar Pew Research Center varðandi afstöðu ungs fólks til skotvopnalöggjafar má sjá að stuðningurinn minnkaði eftir skotárásina í Virgina Tech árið 2007. Þar skaut Seung-Hui Cho, nemandi við skólann, 32 samnemendur sína og starfsmenn skólans til bana en árásin er sú mannskæðasta sem hefur átt sér stað í Bandarískum skóla. Eftir árásina jókst hins vegar stuðningur við réttinn til byssueignar umtalsvert og mátti sjá sambærilega þróun eftir skotárásina í Sandy Hook þar sem Adam Lanza myrti 26 börn og starfsmenn skólans Sandy Hook, þar af tuttugu börn á aldrinum sex til sjö ára. Það er ekki fyrr en eftir skotárásina á LBGT næturklúbbnum Pulse í Flórída árið 2016 þar sem breyting á afstöðu ungs fólks verður umtalsverð. 49 létu lífið í árásinni á næturklúbbnum og 53 særðust.Afstaða fólks til skotvopnalöggjafar breyttist umtalsvert eftir skotárásina í LBGTQ næturklúbbnum Pulse í Flórída árið 2016.Vísir/GettyParkland og samfélagsmiðlarnir Stuðningur við harðari skotvopnalöggjöf heldur áfram að aukast og rekja margir það til opnari umræðu um byssuofbeldi í Bandaríkjunum. Hlutfall þeirra sem látast af völdum skotvopna er mun hærra í Bandaríkjunum en í öðrum vestrænum samfélögum en 64% morða árið 2016 vorum framin með skotvopnum. Til samanburðar var hlutfallið aðeins 4,5% í Englandi og Wales. Í febrúar á síðasta ári jókst umræðan til muna eftir að hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz myrti 17 manns á Valentínusardag í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída. Í kjölfarið skipulögðu ungmenni í skólanum kröfugöngu þar sem krafist var breytinga á skotvopnalöggjöf í landinu. Hundruð þúsunda tóku þátt í kröfugöngunni og var meðal annars haldin samstöðuganga hér á landi. Alls voru um átta hundruð samstöðugöngur boðaðar víða um heim og náði umræðan nýjum hæðum, meðal annars vegna þess hversu öflug ungmennin sem lifðu árásina af voru að nýta samfélagsmiðla til þess að vekja athygli á málefninu.Frá kröfugöngu í Washington á síðasta ári.Vísir/AP Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48 Parkland-nefndin mælir með því að kennarar megi bera vopn í skólum Sérstök nefnd, sem falið var að rannsaka skotárásina í Parkland í Flórída-ríki Bandaríkjanna á síðasta ári, hefur skilað inn tillögum og tilmælum um hvernig koma megi veg fyrir að skólar verði skotmörk árásarmanna. 3. janúar 2019 21:45 Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019. Þá hafa 11.138 slasast vegna skotvopna en þetta kemur fram í tölfræði sem síða á vegum samtakanna Gun Violence Archive tekur saman. Tilgangur samtakanna er að að bjóða upp á nákvæmar upplýsingar varðandi dauðsföll og meiðsli af völdum skotvopna í landinu. Þau segjast ekki vera áróðurshópur heldur vinni þau að því að veita réttar og nákvæmar upplýsingar. Tölfræðin sýnir að atvik tengd skotvopnum séu 22.105 á árinu 2019, nú þegar árið er hálfnað að frátöldum sjálfsvígum þar sem skotvopn eru notuð en þau eru talin vera allt að 22 þúsund á ári. Þar af eru 150 skotárásir þar sem fleiri en fjórir hafa látið lífið eða særst, síðast í gær þegar tólf voru myrtir í borginni Virgina Beach þegar borgarstarfsmaður skaut aðra starfsmenn í húsasamstæðu þar sem má meðal annars finna höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni sem og skrifstofu borgarstjórnar.Sjá einnig: Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia BeachTólf létu lífið í gær þegar borgarstarfsmaður hóf skothríð.Vísir/Getty245 börn undir tólf ára aldri látið lífið eða særst í ár Samkvæmt tölfræðinni hafa 11.343 börn undir átján ára aldri verið fórnarlömb í atvikum tengdum skotvopnum í ár, þar af 245 undir tólf ára aldri. Í 577 atvikum voru skotvopn notuð í sjálfsvörn og þá eru 598 atvik tengd skotvopnum þar sem um slysaskot var að ræða. Alls hafa 127 lögreglumenn hafa látið lífið eða slasast af völdum skotvopna við störf í ár en 827 hafa látist eða slasast af völdum lögreglumanna við störf.Stuðningur við harðari skotvopnalöggjöf eykst Í frétt BBC um skotvopnamenningu Bandaríkjamanna á síðasta ári kom fram að stuðningur við harðari skotvopnalöggjöf er mestur á meðal fólks á aldrinum 18 til 29 ára. Stuðningurinn minnkaði þó töluvert eftir aldamótin á meðan jákvæð afstaða aldurshópsins við réttinn til byssueignar jókst.Afstaða fólks á aldrinum 18 til 29 ára til harðari skotvopnalöggjafar fór aftur að aukast eftir árið 2015.BBC/Pew Research CenterÍ niðurstöðum könnunar Pew Research Center varðandi afstöðu ungs fólks til skotvopnalöggjafar má sjá að stuðningurinn minnkaði eftir skotárásina í Virgina Tech árið 2007. Þar skaut Seung-Hui Cho, nemandi við skólann, 32 samnemendur sína og starfsmenn skólans til bana en árásin er sú mannskæðasta sem hefur átt sér stað í Bandarískum skóla. Eftir árásina jókst hins vegar stuðningur við réttinn til byssueignar umtalsvert og mátti sjá sambærilega þróun eftir skotárásina í Sandy Hook þar sem Adam Lanza myrti 26 börn og starfsmenn skólans Sandy Hook, þar af tuttugu börn á aldrinum sex til sjö ára. Það er ekki fyrr en eftir skotárásina á LBGT næturklúbbnum Pulse í Flórída árið 2016 þar sem breyting á afstöðu ungs fólks verður umtalsverð. 49 létu lífið í árásinni á næturklúbbnum og 53 særðust.Afstaða fólks til skotvopnalöggjafar breyttist umtalsvert eftir skotárásina í LBGTQ næturklúbbnum Pulse í Flórída árið 2016.Vísir/GettyParkland og samfélagsmiðlarnir Stuðningur við harðari skotvopnalöggjöf heldur áfram að aukast og rekja margir það til opnari umræðu um byssuofbeldi í Bandaríkjunum. Hlutfall þeirra sem látast af völdum skotvopna er mun hærra í Bandaríkjunum en í öðrum vestrænum samfélögum en 64% morða árið 2016 vorum framin með skotvopnum. Til samanburðar var hlutfallið aðeins 4,5% í Englandi og Wales. Í febrúar á síðasta ári jókst umræðan til muna eftir að hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz myrti 17 manns á Valentínusardag í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída. Í kjölfarið skipulögðu ungmenni í skólanum kröfugöngu þar sem krafist var breytinga á skotvopnalöggjöf í landinu. Hundruð þúsunda tóku þátt í kröfugöngunni og var meðal annars haldin samstöðuganga hér á landi. Alls voru um átta hundruð samstöðugöngur boðaðar víða um heim og náði umræðan nýjum hæðum, meðal annars vegna þess hversu öflug ungmennin sem lifðu árásina af voru að nýta samfélagsmiðla til þess að vekja athygli á málefninu.Frá kröfugöngu í Washington á síðasta ári.Vísir/AP
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48 Parkland-nefndin mælir með því að kennarar megi bera vopn í skólum Sérstök nefnd, sem falið var að rannsaka skotárásina í Parkland í Flórída-ríki Bandaríkjanna á síðasta ári, hefur skilað inn tillögum og tilmælum um hvernig koma megi veg fyrir að skólar verði skotmörk árásarmanna. 3. janúar 2019 21:45 Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48
Parkland-nefndin mælir með því að kennarar megi bera vopn í skólum Sérstök nefnd, sem falið var að rannsaka skotárásina í Parkland í Flórída-ríki Bandaríkjanna á síðasta ári, hefur skilað inn tillögum og tilmælum um hvernig koma megi veg fyrir að skólar verði skotmörk árásarmanna. 3. janúar 2019 21:45
Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00