Fótbolti

Liverpool á flesta leikmenn í úrvalsliði Meistaradeildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Dijk og Alisson eru báðir í úrvalsliðinu.
Van Dijk og Alisson eru báðir í úrvalsliðinu. vísir/getty
Liverpool á sex leikmenn í úrvalsliði nýafstaðins tímabils í Meistaradeild Evrópu. Ekkert félag á jafn marga fulltrúa og Liverpool sem vann Tottenham, 0-2, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær.

Liverpool-mennirnir í liðinu eru markvörðurinn Alisson, varnarmennirnir Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson, miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum og sóknarmaðurinn Sadio Mané. Mohamed Salah, sem skoraði í úrslitaleiknum gegn Tottenham í gær, kemst ekki í liðið.

Ajax, sem komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar, á fimm fulltrúa í liði tímabilsins; Matthjis de Ligt, Frenkie de Jong, Hakim Zieych, David Neres og Dusan Tadic.

Silfurlið Tottenham á þrjá fulltrúa í liði tímabilsins; Jan Vertonghen, Moussa Sissoko og Lucas Moura. Ekkert pláss er fyrir Harry Kane.

Barcelona og Manchester City eiga tvo fulltrúa hvort í liði tímabilsins og Lyon og Juventus einn hvort félag.

Lið tímabilsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir neðan.






Tengdar fréttir

Ein litlausasta frammistaða Liverpool en hverjum er ekki sama?

Liverpool spilaði einn litlausasta leik sinn á öllu tímabilinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Tottenham, en hverjum er ekki sama? Svo byrar Mark Lawrenson, fyrrum Evrópumeistari með Liverpool, pistil sinn á BBC.

Forsætisráðherra fagnar því að bikarinn sé kominn heim

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, er eldheitur stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool sem fyrr í kvöld varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins með sigri á Tottenham á Metropolitano-vellinum í Madríd.

Origi: Þetta er ólýsanlegt

Divock Origi kom af bekknum og gulltryggði sigur Liverpool á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Upphafið að nýrri valdatíð Liverpool?

Liverpool varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins í gærkvöld þegar lærisveinar Jurgen Klopp höfðu betur gegn Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×