Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar 3. júní 2019 07:15 Frá slysstað í Eþíópíu. Nordicphotos/AFP Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. Boeing flýtti sér í framleiðsluferli 737 MAX vélanna þegar þeir reyndu að keppa við hinar nýju vélar Airbus. Reynt var að spara útgjöld með því að fjarlægja kafla um MCAS úr handbók flugmanna og sleppa því nauðsynlegri aukaþjálfun sem hefði kostað milljónir dollara. Snemma í framleiðsluferlinu var flugvélin með tvo nema til að greina ofris, en Boeing tók út annan nemann. Nú hefur komið í ljós að nemarnir í flugvélunum tveimur sem hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu, sem varð 346 manns að bana, voru gallaðir. Flugvélar með 737 MAX vélum voru kyrrsettar um allan heim í kjölfarið. Boeing greindi frá því að þeir hefðu lokið við uppfærslu á hugbúnaðinum um miðjan maí. Margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing og Flugmálaeftirlits Bandaríkjanna sem komu að framleiðsluferlinu greindu frá því að þeir áttuðu sig ekki alveg á MCAS-hugbúnaðinum og gerðu ráð fyrir því að kerfið notaðist við marga nema, en ekki einn eins og var raunin. Að sögn NYT gerðu starfsmennirnir einnig ráð fyrir því að MCAS-kerfið myndi sjaldan vera virkjað. Í kjölfarið var réttindum úthlutað og ákvarðanir teknar varðandi hönnun vélarinnar og þjálfun flugmanna, allt út frá misskilningi. Boeing flýtti sér of mikið við að framleiða 737 MAX vélarnar að sögn starfsmanna og voru boðskipti því óskýr. Flugmálaeftirlitið fékk ekki að heyra um breytinguna á MCAS-hugbúnaðinn fyrr en eftir fyrsta flugslysið. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. Boeing flýtti sér í framleiðsluferli 737 MAX vélanna þegar þeir reyndu að keppa við hinar nýju vélar Airbus. Reynt var að spara útgjöld með því að fjarlægja kafla um MCAS úr handbók flugmanna og sleppa því nauðsynlegri aukaþjálfun sem hefði kostað milljónir dollara. Snemma í framleiðsluferlinu var flugvélin með tvo nema til að greina ofris, en Boeing tók út annan nemann. Nú hefur komið í ljós að nemarnir í flugvélunum tveimur sem hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu, sem varð 346 manns að bana, voru gallaðir. Flugvélar með 737 MAX vélum voru kyrrsettar um allan heim í kjölfarið. Boeing greindi frá því að þeir hefðu lokið við uppfærslu á hugbúnaðinum um miðjan maí. Margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing og Flugmálaeftirlits Bandaríkjanna sem komu að framleiðsluferlinu greindu frá því að þeir áttuðu sig ekki alveg á MCAS-hugbúnaðinum og gerðu ráð fyrir því að kerfið notaðist við marga nema, en ekki einn eins og var raunin. Að sögn NYT gerðu starfsmennirnir einnig ráð fyrir því að MCAS-kerfið myndi sjaldan vera virkjað. Í kjölfarið var réttindum úthlutað og ákvarðanir teknar varðandi hönnun vélarinnar og þjálfun flugmanna, allt út frá misskilningi. Boeing flýtti sér of mikið við að framleiða 737 MAX vélarnar að sögn starfsmanna og voru boðskipti því óskýr. Flugmálaeftirlitið fékk ekki að heyra um breytinguna á MCAS-hugbúnaðinn fyrr en eftir fyrsta flugslysið.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira