Vill að íhaldsöflin „drattist til að innleiða nýja stjórnarskrá“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 10:49 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að þriðji orkupakkinn sé áminning um að hlúa þurfi að grundvallaratriðunum; innleiðingu nýrrar stjórnarskrár. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins að í nýrri stjórnarskrá sé að finna lausnir við öllum álitaefnum sem hafa verið rædd daga og nætur á Alþingi í tengslum við innleiðingu þriðja orkupakkans. Þriðji orkupakkinn sé viðvörun og áminning um það hvernig hlutirnir geti auðveldlega farið í flækju og á versta veg ef grundvallaratriðin eru trössuð of lengi. „Lausnin í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, er að íhaldsöflin hætti að láta eins og þau séu yfir allar breytingar hafin og drattist til að innleiða nýja stjórnarskrá“. Álitamálin séu öll óljós í stjórnskipaninni. „Lýst er yfir ótta við að Ísland missi yfirráð á nýtingarrétti yfir auðlindum sínum, að framsal valds í málinu sé óhóflegt, að málið stangist á við stjórnarskrá, að gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar.“Engin álitamál með nýrri stjórnarskrá Eignarréttur yfir auðlindum hafi verið raunverulegt bitbein áratugum saman og lagaleg óvissa sé uppi í þeim efnum. „Framsal valds er á einhverjum fræðilegum stað sem snýst meira um hvaða fræðimönnum þingmenn taka mark á heldur en hvað sé skrifað í lagatexta. Stjórnarskrárlegt samhæfi er á endanum einfaldlega ákveðið með atkvæði þingmanna og engin brú er á milli þings og þjóðar aðrar en reglulegar eða óreglulegar þingkosningar.“ Helgi Hrafn fullyrti að þingið hefði fyrir löngu afgreitt þriðja orkupakkann væri ný stjórnarskrá í gildi. „Í fyrsta lagi væri enginn vafi á þjóðareign yfir auðlindum, í öðru lagi væru lýðræðislegir öryggisventlar við framsali valds, í þriðja lagi væri til staðar lögrétta sem gæti útkljáð stjórnarskrárlegt samhæfi áður en málið væri samþykkt á Alþingi og sem hluti af formlegum ferlum þess í stað þess að þingmenn nafntoguðu fræðimenn í þjóðfélaginu eftir þörfum og í fjórða lagi gætu kjósendur sjálfir kallað til sín mál í þjóðaratkvæðagreiðslu ef allt undangengið myndi klikka“ Alþingi Miðflokkurinn Píratar Stjórnarskrá Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins að í nýrri stjórnarskrá sé að finna lausnir við öllum álitaefnum sem hafa verið rædd daga og nætur á Alþingi í tengslum við innleiðingu þriðja orkupakkans. Þriðji orkupakkinn sé viðvörun og áminning um það hvernig hlutirnir geti auðveldlega farið í flækju og á versta veg ef grundvallaratriðin eru trössuð of lengi. „Lausnin í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, er að íhaldsöflin hætti að láta eins og þau séu yfir allar breytingar hafin og drattist til að innleiða nýja stjórnarskrá“. Álitamálin séu öll óljós í stjórnskipaninni. „Lýst er yfir ótta við að Ísland missi yfirráð á nýtingarrétti yfir auðlindum sínum, að framsal valds í málinu sé óhóflegt, að málið stangist á við stjórnarskrá, að gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar.“Engin álitamál með nýrri stjórnarskrá Eignarréttur yfir auðlindum hafi verið raunverulegt bitbein áratugum saman og lagaleg óvissa sé uppi í þeim efnum. „Framsal valds er á einhverjum fræðilegum stað sem snýst meira um hvaða fræðimönnum þingmenn taka mark á heldur en hvað sé skrifað í lagatexta. Stjórnarskrárlegt samhæfi er á endanum einfaldlega ákveðið með atkvæði þingmanna og engin brú er á milli þings og þjóðar aðrar en reglulegar eða óreglulegar þingkosningar.“ Helgi Hrafn fullyrti að þingið hefði fyrir löngu afgreitt þriðja orkupakkann væri ný stjórnarskrá í gildi. „Í fyrsta lagi væri enginn vafi á þjóðareign yfir auðlindum, í öðru lagi væru lýðræðislegir öryggisventlar við framsali valds, í þriðja lagi væri til staðar lögrétta sem gæti útkljáð stjórnarskrárlegt samhæfi áður en málið væri samþykkt á Alþingi og sem hluti af formlegum ferlum þess í stað þess að þingmenn nafntoguðu fræðimenn í þjóðfélaginu eftir þörfum og í fjórða lagi gætu kjósendur sjálfir kallað til sín mál í þjóðaratkvæðagreiðslu ef allt undangengið myndi klikka“
Alþingi Miðflokkurinn Píratar Stjórnarskrá Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13
Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48