Vill að íhaldsöflin „drattist til að innleiða nýja stjórnarskrá“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 10:49 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að þriðji orkupakkinn sé áminning um að hlúa þurfi að grundvallaratriðunum; innleiðingu nýrrar stjórnarskrár. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins að í nýrri stjórnarskrá sé að finna lausnir við öllum álitaefnum sem hafa verið rædd daga og nætur á Alþingi í tengslum við innleiðingu þriðja orkupakkans. Þriðji orkupakkinn sé viðvörun og áminning um það hvernig hlutirnir geti auðveldlega farið í flækju og á versta veg ef grundvallaratriðin eru trössuð of lengi. „Lausnin í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, er að íhaldsöflin hætti að láta eins og þau séu yfir allar breytingar hafin og drattist til að innleiða nýja stjórnarskrá“. Álitamálin séu öll óljós í stjórnskipaninni. „Lýst er yfir ótta við að Ísland missi yfirráð á nýtingarrétti yfir auðlindum sínum, að framsal valds í málinu sé óhóflegt, að málið stangist á við stjórnarskrá, að gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar.“Engin álitamál með nýrri stjórnarskrá Eignarréttur yfir auðlindum hafi verið raunverulegt bitbein áratugum saman og lagaleg óvissa sé uppi í þeim efnum. „Framsal valds er á einhverjum fræðilegum stað sem snýst meira um hvaða fræðimönnum þingmenn taka mark á heldur en hvað sé skrifað í lagatexta. Stjórnarskrárlegt samhæfi er á endanum einfaldlega ákveðið með atkvæði þingmanna og engin brú er á milli þings og þjóðar aðrar en reglulegar eða óreglulegar þingkosningar.“ Helgi Hrafn fullyrti að þingið hefði fyrir löngu afgreitt þriðja orkupakkann væri ný stjórnarskrá í gildi. „Í fyrsta lagi væri enginn vafi á þjóðareign yfir auðlindum, í öðru lagi væru lýðræðislegir öryggisventlar við framsali valds, í þriðja lagi væri til staðar lögrétta sem gæti útkljáð stjórnarskrárlegt samhæfi áður en málið væri samþykkt á Alþingi og sem hluti af formlegum ferlum þess í stað þess að þingmenn nafntoguðu fræðimenn í þjóðfélaginu eftir þörfum og í fjórða lagi gætu kjósendur sjálfir kallað til sín mál í þjóðaratkvæðagreiðslu ef allt undangengið myndi klikka“ Alþingi Miðflokkurinn Píratar Stjórnarskrá Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins að í nýrri stjórnarskrá sé að finna lausnir við öllum álitaefnum sem hafa verið rædd daga og nætur á Alþingi í tengslum við innleiðingu þriðja orkupakkans. Þriðji orkupakkinn sé viðvörun og áminning um það hvernig hlutirnir geti auðveldlega farið í flækju og á versta veg ef grundvallaratriðin eru trössuð of lengi. „Lausnin í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, er að íhaldsöflin hætti að láta eins og þau séu yfir allar breytingar hafin og drattist til að innleiða nýja stjórnarskrá“. Álitamálin séu öll óljós í stjórnskipaninni. „Lýst er yfir ótta við að Ísland missi yfirráð á nýtingarrétti yfir auðlindum sínum, að framsal valds í málinu sé óhóflegt, að málið stangist á við stjórnarskrá, að gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar.“Engin álitamál með nýrri stjórnarskrá Eignarréttur yfir auðlindum hafi verið raunverulegt bitbein áratugum saman og lagaleg óvissa sé uppi í þeim efnum. „Framsal valds er á einhverjum fræðilegum stað sem snýst meira um hvaða fræðimönnum þingmenn taka mark á heldur en hvað sé skrifað í lagatexta. Stjórnarskrárlegt samhæfi er á endanum einfaldlega ákveðið með atkvæði þingmanna og engin brú er á milli þings og þjóðar aðrar en reglulegar eða óreglulegar þingkosningar.“ Helgi Hrafn fullyrti að þingið hefði fyrir löngu afgreitt þriðja orkupakkann væri ný stjórnarskrá í gildi. „Í fyrsta lagi væri enginn vafi á þjóðareign yfir auðlindum, í öðru lagi væru lýðræðislegir öryggisventlar við framsali valds, í þriðja lagi væri til staðar lögrétta sem gæti útkljáð stjórnarskrárlegt samhæfi áður en málið væri samþykkt á Alþingi og sem hluti af formlegum ferlum þess í stað þess að þingmenn nafntoguðu fræðimenn í þjóðfélaginu eftir þörfum og í fjórða lagi gætu kjósendur sjálfir kallað til sín mál í þjóðaratkvæðagreiðslu ef allt undangengið myndi klikka“
Alþingi Miðflokkurinn Píratar Stjórnarskrá Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira
Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13
Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48