Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Sylvía Hall skrifar 4. júní 2019 19:53 Frá Hinsegin dögum árið 2018. Á myndinni sjást Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Gunnlaugur Bragi Björnsson mála Skólavörðustíginn í regnbogalitum. Nú munu Reykvíkingar fá varanlegan regnboga. Vísir/Vilhelm Í kvöld samþykkti borgarstjórn tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um varanlegan regnboga í Reykjavík. Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar og verður umhverfis- og skipulagssviði falið að gera tillögu að staðsetningu. Tillagan var samþykkt einróma og fagnar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, regnbogagötunni í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. „Í senn er þetta falleg og skemmtileg tillaga en hún er líka grjóthörð samstaða með fjölbreytileika mannlífsins og baráttu hinsegin fólks því þannig er Reykjavík. Hún er borg fyrir okkur öll. Hún er hinsegin borg,“ skrifar Líf og óskar borgarbúum til hamingju.Tímabært að skrifa tilveru hinsegin fólks aftur inn í söguna Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður Hinsegin daga, flutti tillöguna og sagði hana vera þýðingarmikla fyrir hinsegin samfélagið á Íslandi. „Það er engin tilviljun að tillagan sé lögð fram í júnímánuði 2019 enda eru bæði þessi mánuður og árið í ár þýðingarmikið fyrir hinsegin fólk og réttindabaráttu þess,“ sagði Gunnlaugur og vísaði þar til Stonewall uppreisnarinnar þar sem gestir LBTGQ-barsins Stonewell risu upp gegn lögreglunni eftir að þeir réðust inn. Atburðurinn er sagður hafa markað kaflaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks um allan heim. Allar götur síðan hefur 27. júní markað alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks og er mánuðurinn tileinkaður þeim.Regnbogagatan hefur verið fastur liður í dagskrá Hinsegin daga ár hvert.Vísir/Vilhelm Hann segir enn langt í land í baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks um allan heim. „Lengst af var tilvera hinsegin fólk skráð út úr sögunni en nú er tímabært að skrifa hana inn aftur. Ekki vegna þess að baráttan sé unnin. Langt því frá. Á hverjum degi glímir hinsegin fólk við ýmis konar áreiti og mismunun í samfélaginu. Líkamsárásir og hatursorðræða vegna kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna tíðkast enn. Fullu lagalegu jafnrétti hefur ekki verið náð. Og þannig mætti áfram telja.“ Þá segir hann að með því að samþykkja hinn varanlega regnboga myndi Reykjavík bætast í hóp þeirra borga sem þegar hafa farið í slíkar framkvæmdir og yrði hann til marks um það að í frjálslyndu og víðsýnu borgarsamfélagi sé pláss fyrir okkur öll. „Það væru því ekki bara litríkar, heldur einnig táknrænar og virðingarverðar, kveðjur borgarstjórnar til hinsegin samfélagsins í þessum sögulega júnímánuði, að samþykkja þá tillögu sem hér liggur fyrir.“ Borgarstjórn Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Í kvöld samþykkti borgarstjórn tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um varanlegan regnboga í Reykjavík. Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar og verður umhverfis- og skipulagssviði falið að gera tillögu að staðsetningu. Tillagan var samþykkt einróma og fagnar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, regnbogagötunni í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. „Í senn er þetta falleg og skemmtileg tillaga en hún er líka grjóthörð samstaða með fjölbreytileika mannlífsins og baráttu hinsegin fólks því þannig er Reykjavík. Hún er borg fyrir okkur öll. Hún er hinsegin borg,“ skrifar Líf og óskar borgarbúum til hamingju.Tímabært að skrifa tilveru hinsegin fólks aftur inn í söguna Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður Hinsegin daga, flutti tillöguna og sagði hana vera þýðingarmikla fyrir hinsegin samfélagið á Íslandi. „Það er engin tilviljun að tillagan sé lögð fram í júnímánuði 2019 enda eru bæði þessi mánuður og árið í ár þýðingarmikið fyrir hinsegin fólk og réttindabaráttu þess,“ sagði Gunnlaugur og vísaði þar til Stonewall uppreisnarinnar þar sem gestir LBTGQ-barsins Stonewell risu upp gegn lögreglunni eftir að þeir réðust inn. Atburðurinn er sagður hafa markað kaflaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks um allan heim. Allar götur síðan hefur 27. júní markað alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks og er mánuðurinn tileinkaður þeim.Regnbogagatan hefur verið fastur liður í dagskrá Hinsegin daga ár hvert.Vísir/Vilhelm Hann segir enn langt í land í baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks um allan heim. „Lengst af var tilvera hinsegin fólk skráð út úr sögunni en nú er tímabært að skrifa hana inn aftur. Ekki vegna þess að baráttan sé unnin. Langt því frá. Á hverjum degi glímir hinsegin fólk við ýmis konar áreiti og mismunun í samfélaginu. Líkamsárásir og hatursorðræða vegna kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna tíðkast enn. Fullu lagalegu jafnrétti hefur ekki verið náð. Og þannig mætti áfram telja.“ Þá segir hann að með því að samþykkja hinn varanlega regnboga myndi Reykjavík bætast í hóp þeirra borga sem þegar hafa farið í slíkar framkvæmdir og yrði hann til marks um það að í frjálslyndu og víðsýnu borgarsamfélagi sé pláss fyrir okkur öll. „Það væru því ekki bara litríkar, heldur einnig táknrænar og virðingarverðar, kveðjur borgarstjórnar til hinsegin samfélagsins í þessum sögulega júnímánuði, að samþykkja þá tillögu sem hér liggur fyrir.“
Borgarstjórn Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira