Eaton seldi fyrir 1,1 milljarð í Símanum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. júní 2019 08:00 Sviptingar hafa verið í hluthafahópi Símans undanfarið. Fréttablaðið/Anton Brink Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu samanlagt um 2,6 prósenta hlut, jafnvirði tæplega 1,1 milljarðs króna, í Símanum í liðnum mánuði. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa fjarskiptafélagsins. Sjóðirnir tveir – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – hafa þannig selt alls 3,1 prósents hlut í Símanum á umliðnum tveimur mánuðum og fara nú með 5,9 prósent í félaginu. Aðrir erlendir fjárfestingarsjóðir í hópi stærstu hluthafa Símans, að bresku eignastýringunni Miton undanskilinni, hafa jafnframt minnkað við sig í fjarskiptafélaginu síðustu vikur og mánuði samhliða því sem Stoðir, eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, hafa keypt ríflega átta prósenta hlut í félaginu. Sjóðir á vegum annars vegar bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Wellington Management og hins vegar breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners eru til að mynda ekki lengur á lista yfir stærstu hluthafa Símans þar sem þeir hafa verið síðustu ár. Erlendu fjárfestingarsjóðirnir í hluthafahópi Símans hófu að minnka við hlut sinn í fjarskiptafélaginu í apríl en eins og Markaðurinn hefur greint frá seldu þeir samanlagt um 2,4 prósenta hlut, sem jafngildir um 980 milljónum króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í félaginu á fyrstu tveimur vikum aprílmánaðar. Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og TM, hófu að fjárfesta í Símanum í apríl og eru nú stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi félagsins með 8,1 prósents hlut. Gengi bréfa Símans hefur hækkað um 18 prósent frá áramótum. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu samanlagt um 2,6 prósenta hlut, jafnvirði tæplega 1,1 milljarðs króna, í Símanum í liðnum mánuði. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa fjarskiptafélagsins. Sjóðirnir tveir – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – hafa þannig selt alls 3,1 prósents hlut í Símanum á umliðnum tveimur mánuðum og fara nú með 5,9 prósent í félaginu. Aðrir erlendir fjárfestingarsjóðir í hópi stærstu hluthafa Símans, að bresku eignastýringunni Miton undanskilinni, hafa jafnframt minnkað við sig í fjarskiptafélaginu síðustu vikur og mánuði samhliða því sem Stoðir, eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, hafa keypt ríflega átta prósenta hlut í félaginu. Sjóðir á vegum annars vegar bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Wellington Management og hins vegar breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners eru til að mynda ekki lengur á lista yfir stærstu hluthafa Símans þar sem þeir hafa verið síðustu ár. Erlendu fjárfestingarsjóðirnir í hluthafahópi Símans hófu að minnka við hlut sinn í fjarskiptafélaginu í apríl en eins og Markaðurinn hefur greint frá seldu þeir samanlagt um 2,4 prósenta hlut, sem jafngildir um 980 milljónum króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í félaginu á fyrstu tveimur vikum aprílmánaðar. Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og TM, hófu að fjárfesta í Símanum í apríl og eru nú stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi félagsins með 8,1 prósents hlut. Gengi bréfa Símans hefur hækkað um 18 prósent frá áramótum.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira