Það er því hægt að rifja upp mörg skemmtileg og söguleg atvik tengdum Michael Jordan frá þessum tíma.
Frægasta sniðskot Michael Jordan í lokaúrslitum NBA deildarinnar gerðist einmitt á þessum degi fyrir 28 árum eða 5. júní 1991.
Michael Jordan var þá í sínum fyrstu lokaúrslitum á ferlinum og þetta var leikur tvö í einvíginu. Los Angeles Lakers hafði unnið leik eitt á heimavelli Chicago og Michael Jordan og félagar urðu því að vinna leik tvö sem var líka á þeirra heimavelli.
Chicago vann þriðja leikhlutann með tólf stigum, 38-26, og Jordan kórónaði hann með frábærri og heimsfrægri körfu sem má sjá hér fyrir neðan.
28 years ago today, Michael Jordan switched hands ... mid-air pic.twitter.com/CFTB9NiosD
— SportsCenter (@SportsCenter) June 5, 2019
Jordan talaði sjálfur um það að hann hafi óttast það að Sam Perkins myndi verja skotið sitt og tók því upp á því að skipta um hendi með eftirminnilegum hætti.
Jordan var annars sjóðheitur í þessum leik en hann hitti úr 15 af 18 skotum sínum og eitt af þremur klikkum var eina þriggja stiga skotið sem hann tók í leiknum.
Michael Jordan endaði leikinn með 33 stig, 13 stoðsendingar og 7 fráköst og Chicago fór til Los Angeles í stöðunni 1-1. Bulls liðið vann síðan alla þrjá leikina í Los Angeles og Michael Jordan varð NBA-meistari í fyrsta sinn.
On this day in 1991, Michael Jordan switched it up mid-air pic.twitter.com/VMzmNHYhHV
— Yahoo Sports (@YahooSports) June 5, 2019